Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar 5. maí 2025 11:15 Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almenna stefnu í umhverfismálum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru einmitt dæmi um hvernig samþætta má mörg góð málefni í einu verkefni eins og því sem nú er verið að innleiða í skólum landsins. Heilsusamlegar skólamáltíðir eru gott markmið, lögð er áhersla á jöfnunarhlutverk þeirra í samfélaginu, en hvað með umhverfismálin? Matarmenningu barna og unglinga? Loftslagsstefnu? Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli í skólamáltíðum. Einnig þarf að vinna markvisst gegn matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 160 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. Móta verður innkaupastefnu sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar, heilsu og uppeldismarkmiða. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd í skólum landsins, en það eru sveitarfélögin sem hafa yfirumsjón með þessum málaflokki sem ríkið greiðir að stórum hluta. Þetta er ekkert smámál. Á næstu 4-5 árum munu Íslendingar verja nær 20 milljörðum króna í skólamáltíðir. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru þar sem haldið verður málþing um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Flutt verður ávarp frá alþjóðlega skólamáltíðabandalaginu og innlendir fyrirlesarar ræða málin. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl. 13-16.15. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og formaður Aldins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Opinber innkaupastefna á matvælum á að styðja við lýðheilsumarkmið og almenna stefnu í umhverfismálum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru einmitt dæmi um hvernig samþætta má mörg góð málefni í einu verkefni eins og því sem nú er verið að innleiða í skólum landsins. Heilsusamlegar skólamáltíðir eru gott markmið, lögð er áhersla á jöfnunarhlutverk þeirra í samfélaginu, en hvað með umhverfismálin? Matarmenningu barna og unglinga? Loftslagsstefnu? Matvælaframleiðsla og landnotkun losar hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda, allt upp í 30% á heimsvísu. Það ætti að vera markmið að nota einungis umhverfisvæn matvæli í skólamáltíðum. Einnig þarf að vinna markvisst gegn matarsóun sem er mjög mikil hér á landi, vel yfir 160 kg af mat á hvern íbúa landsins á ári. Móta verður innkaupastefnu sem beinlínis útilokar lélegan mat (til dæmis gjörunninn) og tekur um leið fyrir innkaup á matvælum sem ekki eru vottuð umhverfisvæn. Einnig verður fróðlegt að sjá hvaða eldunaraðferðir koma best út - ekki með tilliti til kostnaðar heldur næringar, heilsu og uppeldismarkmiða. Þetta allt kallar á meðvituð vinnubrögð, undirbúning og góða framkvæmd í skólum landsins, en það eru sveitarfélögin sem hafa yfirumsjón með þessum málaflokki sem ríkið greiðir að stórum hluta. Þetta er ekkert smámál. Á næstu 4-5 árum munu Íslendingar verja nær 20 milljörðum króna í skólamáltíðir. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru þar sem haldið verður málþing um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Flutt verður ávarp frá alþjóðlega skólamáltíðabandalaginu og innlendir fyrirlesarar ræða málin. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl. 13-16.15. Höfundur er fyrrverandi formaður menntaráðs Reykjavíkur og formaður Aldins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar