Staðfestir brottför frá Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 5. maí 2025 09:12 Trent í leik með Liverpool Vísir/Getty Trent Alexander-Arnold mun yfirgefa herbúðir enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool að yfirstandandi tímabili loknu. Frá þessu er greint í yfirlýsingu Liverpool núna í morgun en samningur Trent við félagið er að renna út og búist er við því að hann gangi í raðir spænska stórveldisins Real Madrid á frjálsri sölu. Þessi 26 ára gamli leikmaður kveður Liverpool því með Englandsmeistaratitli en í yfirlýsingu Liverpool segir hann ekki um auðvelda ákvörðun að ræða að segja skilið við félagið. Raunar sé ákvörðunin sú erfiðasta sem hann hafi þurft að taka til þessa. After 20 years at Liverpool Football Club, now is the time for me to confirm that I will be leaving at the end of the season.This is easily the hardest decision I’ve ever made in my life.I know many of you have wondered why or been frustrated that I haven’t spoken about this… pic.twitter.com/emAw5RvXq0— Trent Alexander-Arnold (@TrentAA) May 5, 2025 „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ segir Trent í hjartnæmri kveðju til stuðningsmanna Liverpool. Nú þurfi hann nýja áskorun á sínum ferli. „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindi frá því á samfélagsmiðlinum X í morgun að Trent sé á leiðinni til Real Madrid og að þar muni hann skrifa undir fimm ára samning. 🚨 BREAKING: Trent Alexander-Arnold to Real Madrid, here we go! 💣⚪️Decision to leave Liverpool now confirmed as Trent says goodbye to the club after winning one more PL title.Documents being prepared for Trent to join Real Madrid on a 5 year contract, verbal agreement done. pic.twitter.com/IkmL1VIhWE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 5, 2025 Alexander-Arnold hefur allan sinn feril spilað fyrir Liverpool eftir að hafa gengið í akademíu félagsins sex ára gamall og nú hefur hann leikið lykilhlutverk í uppgangi liðsins undir stjórn Jurgen Klopp og nú Arne Slot. Hjá Liverpool hefur hann í tvígang orðið Englandsmeistari, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hefur hann einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23. Alls hefur Trent Alexander-Arnold spilað 351 leik fyrir aðallið Liverpool, skorað 23 mörk og gefið 92 stoðsendingar. Á þessum tímamótum er Alexander Arnold þakklátur stuðningsmönnum Liverpool. „Þið hafið staðið með mér alla leið frá byrjun. Ég hef fundið fyrir stuðningnum, ástinni, allt það sem að þið hafið lagt á ykkur hefur ekki farið fram hjá mér. Ég vona að þeir hafi fundið það frá mér að ég var til í að gefa allt fyrir þetta félag.“ Hann vill ekki að fréttir um brotthvarf sitt skyggi á fögnuð þessa tímabils þar sem að Liverpool stóð uppi sem Englandsmeistari. „Þetta hefur verið frábært tímabil. Það hefur verið stórkostlegt að vera hluti af þessu liði og ég vona að þið munið ekki dvelja á þessum fréttum of lengi og að við munum geta fagnað vel og innilega með strákunum.“ Fréttin verður uppfærð Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Frá þessu er greint í yfirlýsingu Liverpool núna í morgun en samningur Trent við félagið er að renna út og búist er við því að hann gangi í raðir spænska stórveldisins Real Madrid á frjálsri sölu. Þessi 26 ára gamli leikmaður kveður Liverpool því með Englandsmeistaratitli en í yfirlýsingu Liverpool segir hann ekki um auðvelda ákvörðun að ræða að segja skilið við félagið. Raunar sé ákvörðunin sú erfiðasta sem hann hafi þurft að taka til þessa. After 20 years at Liverpool Football Club, now is the time for me to confirm that I will be leaving at the end of the season.This is easily the hardest decision I’ve ever made in my life.I know many of you have wondered why or been frustrated that I haven’t spoken about this… pic.twitter.com/emAw5RvXq0— Trent Alexander-Arnold (@TrentAA) May 5, 2025 „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ segir Trent í hjartnæmri kveðju til stuðningsmanna Liverpool. Nú þurfi hann nýja áskorun á sínum ferli. „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindi frá því á samfélagsmiðlinum X í morgun að Trent sé á leiðinni til Real Madrid og að þar muni hann skrifa undir fimm ára samning. 🚨 BREAKING: Trent Alexander-Arnold to Real Madrid, here we go! 💣⚪️Decision to leave Liverpool now confirmed as Trent says goodbye to the club after winning one more PL title.Documents being prepared for Trent to join Real Madrid on a 5 year contract, verbal agreement done. pic.twitter.com/IkmL1VIhWE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 5, 2025 Alexander-Arnold hefur allan sinn feril spilað fyrir Liverpool eftir að hafa gengið í akademíu félagsins sex ára gamall og nú hefur hann leikið lykilhlutverk í uppgangi liðsins undir stjórn Jurgen Klopp og nú Arne Slot. Hjá Liverpool hefur hann í tvígang orðið Englandsmeistari, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hefur hann einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23. Alls hefur Trent Alexander-Arnold spilað 351 leik fyrir aðallið Liverpool, skorað 23 mörk og gefið 92 stoðsendingar. Á þessum tímamótum er Alexander Arnold þakklátur stuðningsmönnum Liverpool. „Þið hafið staðið með mér alla leið frá byrjun. Ég hef fundið fyrir stuðningnum, ástinni, allt það sem að þið hafið lagt á ykkur hefur ekki farið fram hjá mér. Ég vona að þeir hafi fundið það frá mér að ég var til í að gefa allt fyrir þetta félag.“ Hann vill ekki að fréttir um brotthvarf sitt skyggi á fögnuð þessa tímabils þar sem að Liverpool stóð uppi sem Englandsmeistari. „Þetta hefur verið frábært tímabil. Það hefur verið stórkostlegt að vera hluti af þessu liði og ég vona að þið munið ekki dvelja á þessum fréttum of lengi og að við munum geta fagnað vel og innilega með strákunum.“ Fréttin verður uppfærð
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira