Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 08:03 Freyr Alexandersson hefur verið að gera frábæra hluti með Brann eftir slæmt tap í fyrsta leik. Getty/Isosport Eftir slæmt tap í fyrsta leik og harkalegar fyrirsagnir í fjölmiðlum er þjálfarinn Freyr Alexandersson farinn að slá í gegn hjá íbúum Bergen og kominn með Brann á topp norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Brann vann 4-2 útisigur gegn Vålerenga um helgina, þar sem Eggert Aron Guðmundsson skoraði eitt markanna, og hefur Brann því unnið fimm leiki í röð eftir 3-0 skellinn gegn Fredrikstad í fyrstu umferð. Tap sem að virtist fá ýmsa til að efast um að Freyr hefði verið rétti maðurinn til að taka við af Eirik Horneland sem skilað hafði Brann í 2. sæti á síðustu tveimur leiktíðum. „Glæpsamlega illa undirbúnir“ og „óþekkjanlegir“ var á meðal þess sem norskir fjölmiðlamenn skrifuðu eftir fyrsta leik Freys. „Þetta var svolítið harkalegt og agressívt. Ég sagði þeim það líka,“ sagði Freyr við VG um helgina, varðandi gagnrýnina sem hann fékk í fyrstu. „Svona erum við ekki að fara að gera hlutina á löngu keppnistímabili. En þetta er þeirra vinna og þeir sinna henni eins og þeir vilja,“ bætti Freyr við. Áhuginn og umfjöllunin um lið Brann er mikil, eins og Freyr fékk strax að kynnast þegar hann kom fyrst til Bergen, og hefur núna einnig fengið að kynnast jákvæðu hliðinni á þessum mikla áhuga. „Ég er ástfanginn af Bergen og íbúum bæjarins. Það er bara hvernig fólkið hérna hagar sér. Hvernig þau hafa tekið á móti mér og okkur öllum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Freyr. „Ég er himinlifandi með að hafa valið Bergen og að vinna fyrir Brann,“ bætti hann við. Anders Pamer hjá staðarmiðlinum Bergens Tidende bendir á að sambandið á milli Brann og Íslands hafi í gegnum tíðina verið mjög gott. „Hann er núna á meðal þeirra vinsælustu hjá okkur,“ sagði Pamer. Næsti deildarleikur Brann er sannkallaður stórleikur við Rosenborg á sunnudaginn. Eitt stig skilur liðin að og ljóst að Brann myndi senda skýr skilaboð með sigri. Freyr vill hins vegar ekki láta draga sig út í neinar umræður um titilvonirnar, svo snemma á leiktíðinni. „Það væri barnalegt fyrir þjálfara eða leikmenn að tala um gull í byrjun maímánaðar,“ sagði Freyr og bærti við: „Á sama tíma vil ég segja að ég elska að fólkið í Bergen sé að tala um gull, að „gullið eigi að koma heim“. En ég vona líka að fólk sýni því virðingu að við tökum bara einn leik fyrir í einu.“ Norski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Brann vann 4-2 útisigur gegn Vålerenga um helgina, þar sem Eggert Aron Guðmundsson skoraði eitt markanna, og hefur Brann því unnið fimm leiki í röð eftir 3-0 skellinn gegn Fredrikstad í fyrstu umferð. Tap sem að virtist fá ýmsa til að efast um að Freyr hefði verið rétti maðurinn til að taka við af Eirik Horneland sem skilað hafði Brann í 2. sæti á síðustu tveimur leiktíðum. „Glæpsamlega illa undirbúnir“ og „óþekkjanlegir“ var á meðal þess sem norskir fjölmiðlamenn skrifuðu eftir fyrsta leik Freys. „Þetta var svolítið harkalegt og agressívt. Ég sagði þeim það líka,“ sagði Freyr við VG um helgina, varðandi gagnrýnina sem hann fékk í fyrstu. „Svona erum við ekki að fara að gera hlutina á löngu keppnistímabili. En þetta er þeirra vinna og þeir sinna henni eins og þeir vilja,“ bætti Freyr við. Áhuginn og umfjöllunin um lið Brann er mikil, eins og Freyr fékk strax að kynnast þegar hann kom fyrst til Bergen, og hefur núna einnig fengið að kynnast jákvæðu hliðinni á þessum mikla áhuga. „Ég er ástfanginn af Bergen og íbúum bæjarins. Það er bara hvernig fólkið hérna hagar sér. Hvernig þau hafa tekið á móti mér og okkur öllum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Freyr. „Ég er himinlifandi með að hafa valið Bergen og að vinna fyrir Brann,“ bætti hann við. Anders Pamer hjá staðarmiðlinum Bergens Tidende bendir á að sambandið á milli Brann og Íslands hafi í gegnum tíðina verið mjög gott. „Hann er núna á meðal þeirra vinsælustu hjá okkur,“ sagði Pamer. Næsti deildarleikur Brann er sannkallaður stórleikur við Rosenborg á sunnudaginn. Eitt stig skilur liðin að og ljóst að Brann myndi senda skýr skilaboð með sigri. Freyr vill hins vegar ekki láta draga sig út í neinar umræður um titilvonirnar, svo snemma á leiktíðinni. „Það væri barnalegt fyrir þjálfara eða leikmenn að tala um gull í byrjun maímánaðar,“ sagði Freyr og bærti við: „Á sama tíma vil ég segja að ég elska að fólkið í Bergen sé að tala um gull, að „gullið eigi að koma heim“. En ég vona líka að fólk sýni því virðingu að við tökum bara einn leik fyrir í einu.“
Norski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira