Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 21:00 Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur HMS. Vísir/Ívar Tímaspursmál sé hvenær fasteignamarkaðurinn taki við sér en mikið misræmi er á milli framboðs og eftirspurnar að mati hagfræðings Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar. Staðan hafi vissulega verið svartari þó að nýjar íbúðir seljist illa. Greint var frá því í gær í Morgunblaðinu að aðeins 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík hafi selst frá áramótum og að nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum hafi ekki selst á tólf til átján mánuðum. Misræmi á milli framboðs og eftirspurnar Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir að þessi þróun hafi verið til skoðunar undanfarið hjá stofnuninni. „Það er ákveðið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar. Fólk vill alls konar íbúðir af alls konar stærðum og gerðum. Lang flestar af þessu nýju íbúðum eru á mjög þröngu stærðarbili. Þær eru allar í þessari miðstærð. Það vantar sárlega minni íbúðir, íbúðir sem eru minni en 80 fermetrar. Og líka íbúðir sem eru stærri en 130 fermetrar.“ Svo virðist sem markhópurinn fyrir eign í miðstærð sé nú þegar búinn að festa kaup á fasteign. Eftir standa fjölmargar óseldar íbúðir. Minni íbúðir myndu seljast hraðar og mælir HMS með frekari uppbyggingu þeirra. „Kannski er fólk sem hefur takmarkaða kaupgetu, kannski vegna hárra vaxta eða takmarkaðra lánþegaskilyrða, sem gætu sætt sig við minni íbúðir en þær er ekki að finna á markaði.“ Verðbilið muni minnka Jónas segir það tímaspursmál hvenær markaðurinn taki við sér. Mikið verðbil á milli nýrra og eldri íbúða muni minnka sem gæti einnig haft áhrif á leigumarkaðinn. „Staðan hefur verið svartari á fasteignamarkaðnum, vissulega. Það er nóg af íbúðum á sölu og eftirspurnin er jákvæð. Ég myndi ekki segja að hún væri kolsvört. Með því að íbúðir seljast hægt þá mætti búast við því að verðhækkun á þessum íbúðum yrði hægari eða hún myndi kannski staðna. Til langs tíma fylgir fasteignaverð leiguverði.“ Eftir því sem vextir Seðlabankans lækka megi búast við að fleiri komist inn á húsnæðismarkaðinn. „Við teljum ekki vera snjóhengju. Við höldum að það muni frekar malla áfram og halda áfram að vera mikil umsvif á fasteignamarkaðnum.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. 4. maí 2025 20:20 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Greint var frá því í gær í Morgunblaðinu að aðeins 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík hafi selst frá áramótum og að nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum hafi ekki selst á tólf til átján mánuðum. Misræmi á milli framboðs og eftirspurnar Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir að þessi þróun hafi verið til skoðunar undanfarið hjá stofnuninni. „Það er ákveðið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar. Fólk vill alls konar íbúðir af alls konar stærðum og gerðum. Lang flestar af þessu nýju íbúðum eru á mjög þröngu stærðarbili. Þær eru allar í þessari miðstærð. Það vantar sárlega minni íbúðir, íbúðir sem eru minni en 80 fermetrar. Og líka íbúðir sem eru stærri en 130 fermetrar.“ Svo virðist sem markhópurinn fyrir eign í miðstærð sé nú þegar búinn að festa kaup á fasteign. Eftir standa fjölmargar óseldar íbúðir. Minni íbúðir myndu seljast hraðar og mælir HMS með frekari uppbyggingu þeirra. „Kannski er fólk sem hefur takmarkaða kaupgetu, kannski vegna hárra vaxta eða takmarkaðra lánþegaskilyrða, sem gætu sætt sig við minni íbúðir en þær er ekki að finna á markaði.“ Verðbilið muni minnka Jónas segir það tímaspursmál hvenær markaðurinn taki við sér. Mikið verðbil á milli nýrra og eldri íbúða muni minnka sem gæti einnig haft áhrif á leigumarkaðinn. „Staðan hefur verið svartari á fasteignamarkaðnum, vissulega. Það er nóg af íbúðum á sölu og eftirspurnin er jákvæð. Ég myndi ekki segja að hún væri kolsvört. Með því að íbúðir seljast hægt þá mætti búast við því að verðhækkun á þessum íbúðum yrði hægari eða hún myndi kannski staðna. Til langs tíma fylgir fasteignaverð leiguverði.“ Eftir því sem vextir Seðlabankans lækka megi búast við að fleiri komist inn á húsnæðismarkaðinn. „Við teljum ekki vera snjóhengju. Við höldum að það muni frekar malla áfram og halda áfram að vera mikil umsvif á fasteignamarkaðnum.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. 4. maí 2025 20:20 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. 4. maí 2025 20:20