Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 15:17 Frá Grímsvötnum. Mynd úr vatni. vísir/vilhelm Fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði segir óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí í raun hafa ekkert með loftslagsbreytingar að gera. Snjóleysið hafi þó slæm áhrif á jöklabúskapinn og munu jöklar rýrna meira en vanalega ef meðalsumar er í kortunum. Góð veðurskilyrði í gær gerðu veðurfræðingum kleift að rýna vel og vandlega í myndir úr gervitungli af yfirborði íslands en þær sýna óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí. Sjaldan hafi verið jafn lítill snjór á hálendinu á þessum árstíma og er nánast snjólaust á Kili. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vakti athygli á þessu á vef sínum Bliku og sagði snjóleysið mega rekja til lítillar snjókomu til fjalla eftir áramót, til leysinga í febrúar og fram í mars og þá var apríl sérlega hlýr og þurr mánuður. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.skjáskot Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, segir snjóleysið hafa töluverð áhrif á jökla landsins í sumar. „Þetta er óvenjulegt skilst mér. Jafnvel snjóminnsta vor í 20 ár á einhverjum stöðum samkvæmt sjónmati staðkunnugra. Við fáum betri upplýsingar þegar mælingamenn Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar verða komin með mælingar á stærstu jöklunum.“ Niðurstöður mælinga muni liggja fyrir í lok vikunnar. Lítið af ályktunum sé hægt að draga eins og er og ekki óvenjulegt að mismikill snjór sé á milli ára. Tómas segir stöðuna í raun ekkert hafa með loftslagsbreytingar að gera. „Við eigum frekar von á því að úrkoma fari vaxandi með hlýnandi loftslagi. Það hefur þegar hlýnað um eina til tvær gráður frá loftslaginu sem var hér áður en loftslagsbreytinga af mannavöldum fór að gæta. Það breytir því ekki að það geta komið snjólétt ár í þessu hlýrra loftslagi sem nú er orðið. Þetta virðist vera eitt þeirra. En ég á ekki von á því að þessi tiltölulega litli snjór hafi neitt sem slíkur með loftslagsbreytingar að gera.“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði.vísir/sigurjón Snjóleysið hafi þau áhrif að varnir jökla landsins gagnvart hlýju og sólarljósi eru minni en ella. „Þessi litli vetrarsnjór gerir það að verkum að snjó leysir fyrr af leysingasvæði jöklanna. Gamalt hjarn kemur fyrr í ljós. Leiðir þá væntanlega til þess að það verður meiri leysing á jöklunum svo þetta er slæmt upp á jöklabúskapinn. Jöklarnir munu rýrna meira á meðal ári, væntanlega ef sumarið verður svona meðal sumar.“ Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Góð veðurskilyrði í gær gerðu veðurfræðingum kleift að rýna vel og vandlega í myndir úr gervitungli af yfirborði íslands en þær sýna óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí. Sjaldan hafi verið jafn lítill snjór á hálendinu á þessum árstíma og er nánast snjólaust á Kili. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vakti athygli á þessu á vef sínum Bliku og sagði snjóleysið mega rekja til lítillar snjókomu til fjalla eftir áramót, til leysinga í febrúar og fram í mars og þá var apríl sérlega hlýr og þurr mánuður. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.skjáskot Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, segir snjóleysið hafa töluverð áhrif á jökla landsins í sumar. „Þetta er óvenjulegt skilst mér. Jafnvel snjóminnsta vor í 20 ár á einhverjum stöðum samkvæmt sjónmati staðkunnugra. Við fáum betri upplýsingar þegar mælingamenn Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar verða komin með mælingar á stærstu jöklunum.“ Niðurstöður mælinga muni liggja fyrir í lok vikunnar. Lítið af ályktunum sé hægt að draga eins og er og ekki óvenjulegt að mismikill snjór sé á milli ára. Tómas segir stöðuna í raun ekkert hafa með loftslagsbreytingar að gera. „Við eigum frekar von á því að úrkoma fari vaxandi með hlýnandi loftslagi. Það hefur þegar hlýnað um eina til tvær gráður frá loftslaginu sem var hér áður en loftslagsbreytinga af mannavöldum fór að gæta. Það breytir því ekki að það geta komið snjólétt ár í þessu hlýrra loftslagi sem nú er orðið. Þetta virðist vera eitt þeirra. En ég á ekki von á því að þessi tiltölulega litli snjór hafi neitt sem slíkur með loftslagsbreytingar að gera.“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði.vísir/sigurjón Snjóleysið hafi þau áhrif að varnir jökla landsins gagnvart hlýju og sólarljósi eru minni en ella. „Þessi litli vetrarsnjór gerir það að verkum að snjó leysir fyrr af leysingasvæði jöklanna. Gamalt hjarn kemur fyrr í ljós. Leiðir þá væntanlega til þess að það verður meiri leysing á jöklunum svo þetta er slæmt upp á jöklabúskapinn. Jöklarnir munu rýrna meira á meðal ári, væntanlega ef sumarið verður svona meðal sumar.“
Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira