Innlent

Sam­fylkingin bætir við sig og sauð­burður á fullu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Samfylkingin hefur bætt níu prósentustigum við fylgi sitt frá kosningum. Flokkurinn er sá eini sem bætir við sig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en fylgi Framsóknar dalar.

Borgarbúar eru misvongóðir fyrir komandi sumri þrátt fyrir blíðskaparveðri á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, í dag.

Þuríður Sigurðardóttir söngkona kallar eftir því að Laugarnes í Reykjavík verði friðlýst sem búsetu- og menningarlandslag. Hún býður upp á sögugöngu um Laugarnesið klukkan þrjú á morgun, en Kristján Már Unnarsson fréttamaður hitti á hana í vikunni.

Við verðum í beinni útsendingu frá Jazzþorpinu í Garðabæ og Magnús Hlynur fylgdist með Sauðburði í Ártúni á Rangárvöllum. 

Í íþróttapakkanum verður rætt við Þóri Hergeirsson sem hefur verið ráðinn til HSÍ. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 3. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×