Körfubolti

„Þeir vilja náttúru­lega fleiri leiki líka“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Baldur Þór ræðir við sína menn í kvöld.
Baldur Þór ræðir við sína menn í kvöld. Vísir/Guðmundur

Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins.

„Grindavík nær áhlaupi og Kane gerir svakalega vel. Við erum ekki að gera nægilega vel, klikkum á færslum og leyfum honum að hitna. Ekki nægilega gott,“ sagði Baldur um lokakafla leiksins í kvöld í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leikinn í Smáranum í kvöld.

„Ofan á það, dómararnir með í stemmningunni. Þeir flauta öðru megin og kyngja flautunni hinu megin og því fór sem fór. Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka,“ bætti Baldur við.

Andri Már spurði Baldur nánar út í þessi ummæli hans.

„Þeir bara dæmdu öðru megin, „and one“ trekk í trekk og slepptu villum hinu megin. Þannig að þeir voru bara með í stemmningunni, það er bara svoleiðis.“

Hann sagði þó að sínir menn hefðu ekki skotin undir lokin.

„Við erum að búa til opin skot hinu megin og klárum þau ekki, þannig að við erum alveg með þetta í okkar höndum. Svona er þessi bolti.“

Andri Már spurði Baldur síðan hvort hann hefði átt að taka leikhlé undir lokin og svo út í oddaleikinn á mánudag.

„Já mögulega, ég þarf bara að skoða það. Nú er bar endurheimt, fara yfir þennan leik og vinna svo næsta leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×