Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Hjörvar Ólafsson skrifar 3. maí 2025 15:53 Murielle Tiernan var í fremstu víglínu hjá Fram. Vísir/Anton Brink Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir kom Fram yfir strax á fjórðu mínútutu leiksins. Alda Ólafsdóttir átti þá góðan sprett upp hægri vænginn. Eftir skemmtilegan klobba kom góð fyrirgjöf frá Öldu sem Sara Svanhildur skallaði í netið. Alda tvöfaldaði síðan forystu Framliðsins eftir tæplega stundarfjórðungs leik. Boltinn hrökk fyrir fætur Öldu eftir hornspyrnu og hún kláraði færið með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Hope Santaniello fékk besta færi FHL í fyrri hálfleik. Björg Gunnlaugsdóttir vann þá boltann af Kamila Elise Pickett og renndi boltanum á Hope sem brenndi af í algjöru dauðafæri. Aida Kardovic fékk einnig tvö fín færi til þess að koma FHL inn í leikinn en inn vildi boltinn ekki og staðan 2-0 fyrir Fram þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Hvorugu liðinu tókst að skora í seinni hálfleik og 2-0 sigur Fram staðreynd. Fram er þar af leiðandi komið á blað í deildinni á meðan FHL vermir botnsætið án stiga. Óskar Smári á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink Óskar Smári: Náðum loksins að sýna okkar rétta andlit „Við spiluðum mjög vel í þessum leik heilt yfir og hefðum getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik. Við áttum góðar sóknir og gáfum fá sem engin færi á okkur. Þetta var góð liðsframmistaða og þetta var besta spilamennska okkar í sumar,“ sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram. „Við náðum loksins að sýna okkar rétta andlit og það voru margir leikmenn að spila sinn besta leik. Svo fengum við góðar innkomur af varamannabekknum sem er jákvætt. Alda sem byrjaði leikinn á bekknum á móti Blikum vegna meiðsla og af taktískum ástæðum sýndi það í þessum leik að hún á heima í byrjunarliðinu,“ sagði Óskar Smári enn fremur. „Við kvittuðum fyrir tapið á móti Blikum með þessum sigri. Ég sagði það reyndar eftir leikinn við Blika að mér leið ekkert illa efitir þann leik þrátt fyrir stórt tap. Það er hins vegar gott að vera komin á blað og nú höldum við bara áfram að byggja ofan á þessu,“ sagði hann. Björgvin Karl: Vantaði baráttu og gæði í færunum „Það vantaði bæði baráttu og vilja til þess að vinna návígi og koma okkur inn í leikinn. Þegar við komum okkur í fær vantaði svo gæði til þess að slútta þeim almennilega. Þetta var ekki nógu öflugt og það eru mikil vonbrigði,“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfar FHL. „Þetta hefur verið saga okkar í sumar að koma ekki nógu vel inn í leikina og spila svo betur í seinni hálfleik þegar við erum pressulausar. Við verðum að sýna heilsteyptari frammistöður ef við ætlum að ná í stig,“ sagði Björgvin Karl þar að auki. „Það býr meira í liðinu en við höfum verið að sýna til þessa og við höfum sýnt það á köflum sem hafa þó verið of stuttir. Við þurfum að fara yfir grunngildin á æfingum fram að næsta leik. Það er leggja sig fram, berjast fyrir hvor aðra og bæta gæði í sendingum og skotum,“ saðgi hann. Atvik leiksins Leikurinn hefði mögulega þróast öðruvísi ef Hope Santaniello hefði nýtt færið sitt sem hún fékk undir lok fyrri hálfleiksins. Fram hafði fram að því verið mun sterkari aðilinn og FHL hefði þurft á því að halda að fá innspýtingu fyrir seinni hálfleikinn. Stjörnur og skúrkar Alda lagði upp fyrra mark Fram í leiknum og skoraði það seinna. Alda var auk þess iðin við að skapa usla í vörn FHL með hlaupum sínum. Sara Svanhildur ógnaði svo með hraða sínum og krafti auk þess að skora gott skallamark. Telma Steindórsdóttir var föst fyrir í hjarta varnarinnar hjá Fram og Una Rós Unnarsdóttir var öflug inni á miðsvæðinu. Elaina Carmen La Macchia var svo örugg í sínum aðgerðum í marki Frammara. Aida Kardovic var vanalega einhvers staðar nálæg þegar FHL var að byggja upp sóknaraðgerðir sínar. Calliste Brookshire átti svo góða spretti á kantinum og skapaði nokkur færi fyrir samherja sína. Dómarar leiksins Jovan Subic og aðstoðarmenn hans Antoníus Bjarki Halldórsson og Ricardas Kanisauskas dæmdu þennan leik af stakri prýði og fá þeir félagar átta í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Það var létt yfir þeim sem mættu í brakandi blíðuna í Úlfarsárdal í dag og stemmingin góð. Góð umgjörð hjá Frömmurum sem eru sannkallaðir höfðingjar heim að sækja. Besta deild kvenna Fram FHL
Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir kom Fram yfir strax á fjórðu mínútutu leiksins. Alda Ólafsdóttir átti þá góðan sprett upp hægri vænginn. Eftir skemmtilegan klobba kom góð fyrirgjöf frá Öldu sem Sara Svanhildur skallaði í netið. Alda tvöfaldaði síðan forystu Framliðsins eftir tæplega stundarfjórðungs leik. Boltinn hrökk fyrir fætur Öldu eftir hornspyrnu og hún kláraði færið með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Hope Santaniello fékk besta færi FHL í fyrri hálfleik. Björg Gunnlaugsdóttir vann þá boltann af Kamila Elise Pickett og renndi boltanum á Hope sem brenndi af í algjöru dauðafæri. Aida Kardovic fékk einnig tvö fín færi til þess að koma FHL inn í leikinn en inn vildi boltinn ekki og staðan 2-0 fyrir Fram þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Hvorugu liðinu tókst að skora í seinni hálfleik og 2-0 sigur Fram staðreynd. Fram er þar af leiðandi komið á blað í deildinni á meðan FHL vermir botnsætið án stiga. Óskar Smári á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink Óskar Smári: Náðum loksins að sýna okkar rétta andlit „Við spiluðum mjög vel í þessum leik heilt yfir og hefðum getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik. Við áttum góðar sóknir og gáfum fá sem engin færi á okkur. Þetta var góð liðsframmistaða og þetta var besta spilamennska okkar í sumar,“ sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram. „Við náðum loksins að sýna okkar rétta andlit og það voru margir leikmenn að spila sinn besta leik. Svo fengum við góðar innkomur af varamannabekknum sem er jákvætt. Alda sem byrjaði leikinn á bekknum á móti Blikum vegna meiðsla og af taktískum ástæðum sýndi það í þessum leik að hún á heima í byrjunarliðinu,“ sagði Óskar Smári enn fremur. „Við kvittuðum fyrir tapið á móti Blikum með þessum sigri. Ég sagði það reyndar eftir leikinn við Blika að mér leið ekkert illa efitir þann leik þrátt fyrir stórt tap. Það er hins vegar gott að vera komin á blað og nú höldum við bara áfram að byggja ofan á þessu,“ sagði hann. Björgvin Karl: Vantaði baráttu og gæði í færunum „Það vantaði bæði baráttu og vilja til þess að vinna návígi og koma okkur inn í leikinn. Þegar við komum okkur í fær vantaði svo gæði til þess að slútta þeim almennilega. Þetta var ekki nógu öflugt og það eru mikil vonbrigði,“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfar FHL. „Þetta hefur verið saga okkar í sumar að koma ekki nógu vel inn í leikina og spila svo betur í seinni hálfleik þegar við erum pressulausar. Við verðum að sýna heilsteyptari frammistöður ef við ætlum að ná í stig,“ sagði Björgvin Karl þar að auki. „Það býr meira í liðinu en við höfum verið að sýna til þessa og við höfum sýnt það á köflum sem hafa þó verið of stuttir. Við þurfum að fara yfir grunngildin á æfingum fram að næsta leik. Það er leggja sig fram, berjast fyrir hvor aðra og bæta gæði í sendingum og skotum,“ saðgi hann. Atvik leiksins Leikurinn hefði mögulega þróast öðruvísi ef Hope Santaniello hefði nýtt færið sitt sem hún fékk undir lok fyrri hálfleiksins. Fram hafði fram að því verið mun sterkari aðilinn og FHL hefði þurft á því að halda að fá innspýtingu fyrir seinni hálfleikinn. Stjörnur og skúrkar Alda lagði upp fyrra mark Fram í leiknum og skoraði það seinna. Alda var auk þess iðin við að skapa usla í vörn FHL með hlaupum sínum. Sara Svanhildur ógnaði svo með hraða sínum og krafti auk þess að skora gott skallamark. Telma Steindórsdóttir var föst fyrir í hjarta varnarinnar hjá Fram og Una Rós Unnarsdóttir var öflug inni á miðsvæðinu. Elaina Carmen La Macchia var svo örugg í sínum aðgerðum í marki Frammara. Aida Kardovic var vanalega einhvers staðar nálæg þegar FHL var að byggja upp sóknaraðgerðir sínar. Calliste Brookshire átti svo góða spretti á kantinum og skapaði nokkur færi fyrir samherja sína. Dómarar leiksins Jovan Subic og aðstoðarmenn hans Antoníus Bjarki Halldórsson og Ricardas Kanisauskas dæmdu þennan leik af stakri prýði og fá þeir félagar átta í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Það var létt yfir þeim sem mættu í brakandi blíðuna í Úlfarsárdal í dag og stemmingin góð. Góð umgjörð hjá Frömmurum sem eru sannkallaðir höfðingjar heim að sækja.