Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. apríl 2025 20:21 Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Lýður Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir að mál Lúðvíks Kristinssonar lögreglumanns sem leystur hefur verið frá störfum vegna njósna sé litið alvarlegum augum. Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til að endurskoða reglur um aukastörf lögreglumanna en forstjóri Persónuverndar segist ekki telja að heimildir til slíks eftirlits yrðu gefnar. F ormaður Landssambands lögreglumanna segir um brot á trausti að ræða, félagar Lúðvíks fylgist með líðan hans og hjálpi honum í gegnum þessi mistök. Lúðvík Kristinsson varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur frá vinnuskyldu og er nú til rannsóknar hjá ríkissaksóknara eftir að upplýst var í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að hann hefði tekið þátt í leynilegum njósnum um fólk í aukastarfi samhliða störfum sínum sem lögreglumaður í umferðardeild haustið 2012. Njósnirnar voru á vegum fyrirtækis sem tveir fyrrverandi lögreglumenn stofnuðu og fyrir atbeina Björgólfs Thors Björgólfssonar auðugasta mann landsins. Þær beindust gegn fyrrverandi hluthöfum Landsbankans sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi. Björgólfur hafi viljað kanna hvort hluthafarnir væru á snærum auðkýfingsins Róberts Wessman. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að sér sé brugðið vegna málsins. „Nú þarf þetta mál að fara í rannsókn og við þurfum líka að fara yfir það mjög vel hvað fór úrskeiðis og hvort við þurfum að breyta okkur nálgun á aukastörf og fleiri og við þurfum að skoða þetta vel.“ Málið litið alvarlegum augum Strangar reglur gildi um aukastörf lögreglumanna sem tilkynna þurfi um þau og það sé svo lögreglustjóra að meta hvort þau samræmist starfinu. Margrét Einarsdóttir formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir málið litið alvarlegum augum. „Við ákváðum strax í morgun að hefja frumkvæðisathugun á málinu og höfum þegar kallað eftir gögnum frá lögreglu.“ Lögregla sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem ítrekað var að málið hefði verið sent til meðferðar hjá embætti ríkissaksóknara um leið og lögreglustjóra varð kunnugt um það. Margrét segir að nefndin muni skoða hvort Lúðvík hafi gerst sekur um ámælisverða háttsemi. „Ef að niðurstaða nefndarinnar í þeim tilvikum þegar niðurstaðan er sú að lögreglumaður hefur gerst sekur um ámælisverða háttsemi þá er það eftir atvikum, stundum er nóg að tala við viðkomandi lögreglumann, stundum er veitt áminning og eftir atvikum uppsögn úr starfi.“ Margrét Einarsdóttir lagaprófessor og formaður Nefndar um eftirlit með störfum lögreglu.Vísir/Lýður Yrði ekki gefin slík heimild Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekki hafa orðið dramatískar breytingar á persónuverndarlögum frá því árið 2012. Ljóst sé að heimildir fyrir eftirliti líkt og sáust í Kveik yrðu aldrei gefnar. „Í stuttu máli sagt ef þú sem einstaklingur ákveður að fylgjast með öðru fólki þá máttu gera það nokkuð mikið en um leið og þú ert orðinn fyrirtæki eða stofnun þarftu að hafa skýrari heimild til þess að vinna persónuverndarupplýsingar og þar af leiðandi máttu ekki fylgjast með fólki nema finna einhverja heimild fyrir því.“ Sé það rétt sem fram hafi komið um Kveik um njósnastarfsemi sé ljóst að þannig leyfi yrði aldrei gefið. „Þannig leyfi myndu ekkert gefast, í grunninn erum við þannig í samfélagi sem myndi ekki leyfa almennt svona eftirlit.“ Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar.Vísir/Lýður Lögreglumenn hryggir Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn afar hrygga vegna málsins. Mikilvægt sé að landsmenn geti treyst lögreglumönnum. „Við höfum miklar áhyggjur af því, ég hef talað við lögreglumenn í morgun og það hafa allir miklar áhyggjur og hvernig almenningur mun tala við þá næstu daga og tala um þetta og ég hef nú fengið símtöl í dag frá fólki sem hefur verið að láta mig og lögregluna heyra það, þetta hefur klárlega áhrif og er leiðinlegt fyrir okkur öll.“ Hann segir reglur um aukavinnu lögreglumanna eiga að vera skýrar. „Reglurnar eru strangar svo kannski getur verið stundum, þarf að segja, heyrðu við þurfum að fara betur eftir reglunum, það stendur til dæmis í reglunum að þetta þurfi að vera skriflegt að sækja um, ég er ekkert viss um að það sé endilega gert, ef allir vita bara, heyrðu þessi er rafvirki hann vinnur sem rafvirki.“ „Lögreglan og samfélagið gengur allt út á að við treystum fólki og auðvitað treysta lögreglumenn félögum sínum og hafa ekkert sérstakt eftirlit með þeim og því sem þeir gera, þetta er auðvitað bara brot á trausti gagnvart félögunum og þess vegna er þetta okkur öllum mikið áfall,“ segir Fjölnir. Það sé líka hans verk að fylgjast með líðan sinna félagsmanna og það eigi einnig við um Lúðvík. „Ég veit að félagar hans hafa nú reynt að hafa samband við hann og hjálpa honum í gegnum þessi mistök.“ Lögreglumál Persónuvernd Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
ormaður Landssambands lögreglumanna segir um brot á trausti að ræða, félagar Lúðvíks fylgist með líðan hans og hjálpi honum í gegnum þessi mistök. Lúðvík Kristinsson varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur frá vinnuskyldu og er nú til rannsóknar hjá ríkissaksóknara eftir að upplýst var í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að hann hefði tekið þátt í leynilegum njósnum um fólk í aukastarfi samhliða störfum sínum sem lögreglumaður í umferðardeild haustið 2012. Njósnirnar voru á vegum fyrirtækis sem tveir fyrrverandi lögreglumenn stofnuðu og fyrir atbeina Björgólfs Thors Björgólfssonar auðugasta mann landsins. Þær beindust gegn fyrrverandi hluthöfum Landsbankans sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi. Björgólfur hafi viljað kanna hvort hluthafarnir væru á snærum auðkýfingsins Róberts Wessman. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að sér sé brugðið vegna málsins. „Nú þarf þetta mál að fara í rannsókn og við þurfum líka að fara yfir það mjög vel hvað fór úrskeiðis og hvort við þurfum að breyta okkur nálgun á aukastörf og fleiri og við þurfum að skoða þetta vel.“ Málið litið alvarlegum augum Strangar reglur gildi um aukastörf lögreglumanna sem tilkynna þurfi um þau og það sé svo lögreglustjóra að meta hvort þau samræmist starfinu. Margrét Einarsdóttir formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir málið litið alvarlegum augum. „Við ákváðum strax í morgun að hefja frumkvæðisathugun á málinu og höfum þegar kallað eftir gögnum frá lögreglu.“ Lögregla sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem ítrekað var að málið hefði verið sent til meðferðar hjá embætti ríkissaksóknara um leið og lögreglustjóra varð kunnugt um það. Margrét segir að nefndin muni skoða hvort Lúðvík hafi gerst sekur um ámælisverða háttsemi. „Ef að niðurstaða nefndarinnar í þeim tilvikum þegar niðurstaðan er sú að lögreglumaður hefur gerst sekur um ámælisverða háttsemi þá er það eftir atvikum, stundum er nóg að tala við viðkomandi lögreglumann, stundum er veitt áminning og eftir atvikum uppsögn úr starfi.“ Margrét Einarsdóttir lagaprófessor og formaður Nefndar um eftirlit með störfum lögreglu.Vísir/Lýður Yrði ekki gefin slík heimild Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekki hafa orðið dramatískar breytingar á persónuverndarlögum frá því árið 2012. Ljóst sé að heimildir fyrir eftirliti líkt og sáust í Kveik yrðu aldrei gefnar. „Í stuttu máli sagt ef þú sem einstaklingur ákveður að fylgjast með öðru fólki þá máttu gera það nokkuð mikið en um leið og þú ert orðinn fyrirtæki eða stofnun þarftu að hafa skýrari heimild til þess að vinna persónuverndarupplýsingar og þar af leiðandi máttu ekki fylgjast með fólki nema finna einhverja heimild fyrir því.“ Sé það rétt sem fram hafi komið um Kveik um njósnastarfsemi sé ljóst að þannig leyfi yrði aldrei gefið. „Þannig leyfi myndu ekkert gefast, í grunninn erum við þannig í samfélagi sem myndi ekki leyfa almennt svona eftirlit.“ Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar.Vísir/Lýður Lögreglumenn hryggir Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn afar hrygga vegna málsins. Mikilvægt sé að landsmenn geti treyst lögreglumönnum. „Við höfum miklar áhyggjur af því, ég hef talað við lögreglumenn í morgun og það hafa allir miklar áhyggjur og hvernig almenningur mun tala við þá næstu daga og tala um þetta og ég hef nú fengið símtöl í dag frá fólki sem hefur verið að láta mig og lögregluna heyra það, þetta hefur klárlega áhrif og er leiðinlegt fyrir okkur öll.“ Hann segir reglur um aukavinnu lögreglumanna eiga að vera skýrar. „Reglurnar eru strangar svo kannski getur verið stundum, þarf að segja, heyrðu við þurfum að fara betur eftir reglunum, það stendur til dæmis í reglunum að þetta þurfi að vera skriflegt að sækja um, ég er ekkert viss um að það sé endilega gert, ef allir vita bara, heyrðu þessi er rafvirki hann vinnur sem rafvirki.“ „Lögreglan og samfélagið gengur allt út á að við treystum fólki og auðvitað treysta lögreglumenn félögum sínum og hafa ekkert sérstakt eftirlit með þeim og því sem þeir gera, þetta er auðvitað bara brot á trausti gagnvart félögunum og þess vegna er þetta okkur öllum mikið áfall,“ segir Fjölnir. Það sé líka hans verk að fylgjast með líðan sinna félagsmanna og það eigi einnig við um Lúðvík. „Ég veit að félagar hans hafa nú reynt að hafa samband við hann og hjálpa honum í gegnum þessi mistök.“
Lögreglumál Persónuvernd Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira