Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2025 11:57 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Einar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur hafið formlega málsmeðferð gegn Landsvirkjun til að rannsaka hvort félagið hafi brotið samkeppnisreglur EES. Í fréttatilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi ákveðið í dag að hefja formlega rannsókn á því hvort Landsvirkjun hafi brotið gegn samkeppnisreglum EES með því að neita að afhenda raforku til fyrirtækja sem leitast eftir því að framleiða vetni og/eða rafeldsneyti á Íslandi. Slík háttsemi gæti talist samkeppnishamlandi. Rannsóknin muni snúa að því hvort markaðshegðun Landsvirkjunar í samningum og viðræðum um hugsanlega langtíma orkukaupasamninga og viðmið Landsvirkjunar við val á mögulegum viðskiptavinum brjóti gegn samkeppnisreglum EES. Kvörtun barst stofnuninni Ákvörðun ESA um að hefja rannsókn á mögulegri samkeppnishamlandi háttsemi hafi verið tekin í kjölfar kvörtunar frá aðilum á markaði. Frá því að kvörtunin barst hafi ESA aflað og greint upplýsingar sem tengjast vetnis- og rafeldsneytisverkefnum og -mörkuðum. ESA hafi tilkynnt Landsvirkjun, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og samkeppnisyfirvöldum EES EFTA-ríkjanna um að stofnunin hafi hafið rannsókn á samkeppnishamlandi háttsemi. Athugun á mögulegri samkeppnishamlandi hegðun sé ekki bundin neinum lögbundnum tímafrestum. Tímalengd samkeppnisrannsóknar velti á ýmsum þáttum, þar á meðal flækjustigi máls og samvinnu þeirra fyrirtækja sem sæta rannsókn ESA. Ákvörðunin um að hefja málsmeðferð feli hvorki í sér að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot né vísbendingu um endanlega niðurstöðu rannsóknarinnar. Ákvörðunin feli eingöngu í sér upphaf ítarlegrar rannsóknar ESA. Ákvörðunin komi á óvart Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að ákvörðin ESA komi á óvart. Ástæða þess að ekki hafi verið unnt að selja raforku til vetnis- eða rafeldsneytisverkefna sé sú að staðan í kerfinu hafi verið mjög þröng og Landsvirkjun hafi þurft að skerða bæði afl og orku til núverandi viðskiptavina á undanförnum árum. Að sama skapi hafi tafir í leyfisveitingaferli nýrra virkjana komið í veg fyrir að unnt sé að styðja við mörg ný verkefni. Landsvirkjun hafi þurft að tilkynna fjölmörgum aðilum með mjög áhugaverð verkefni að ekki sé unnt á þessu stigi að verða við beiðni um orkukaup af þessum ástæðum. Landsvirkjun útiloki ekki að það verði mögulegt í framtíðinni og það muni meðal annars ráðast af uppbyggingu nýrra virkjana. Það komi því verulega á óvart ef nálgun fyrirtækisins feli í sér brot á EES-samningi þegar hvorki er til orka eða afl í kerfinu og því ekki hægt að verða við flestum beiðnum um sölu. „Við munum leggja okkur fram um að upplýsa öll þau atriði sem ESA telur þarfnast skýringa og teljum að rannsóknin muni ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós.“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fréttatilkynning Landsvirkjunar barst. Landsvirkjun Orkumál Evrópusambandið Samkeppnismál Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi ákveðið í dag að hefja formlega rannsókn á því hvort Landsvirkjun hafi brotið gegn samkeppnisreglum EES með því að neita að afhenda raforku til fyrirtækja sem leitast eftir því að framleiða vetni og/eða rafeldsneyti á Íslandi. Slík háttsemi gæti talist samkeppnishamlandi. Rannsóknin muni snúa að því hvort markaðshegðun Landsvirkjunar í samningum og viðræðum um hugsanlega langtíma orkukaupasamninga og viðmið Landsvirkjunar við val á mögulegum viðskiptavinum brjóti gegn samkeppnisreglum EES. Kvörtun barst stofnuninni Ákvörðun ESA um að hefja rannsókn á mögulegri samkeppnishamlandi háttsemi hafi verið tekin í kjölfar kvörtunar frá aðilum á markaði. Frá því að kvörtunin barst hafi ESA aflað og greint upplýsingar sem tengjast vetnis- og rafeldsneytisverkefnum og -mörkuðum. ESA hafi tilkynnt Landsvirkjun, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og samkeppnisyfirvöldum EES EFTA-ríkjanna um að stofnunin hafi hafið rannsókn á samkeppnishamlandi háttsemi. Athugun á mögulegri samkeppnishamlandi hegðun sé ekki bundin neinum lögbundnum tímafrestum. Tímalengd samkeppnisrannsóknar velti á ýmsum þáttum, þar á meðal flækjustigi máls og samvinnu þeirra fyrirtækja sem sæta rannsókn ESA. Ákvörðunin um að hefja málsmeðferð feli hvorki í sér að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot né vísbendingu um endanlega niðurstöðu rannsóknarinnar. Ákvörðunin feli eingöngu í sér upphaf ítarlegrar rannsóknar ESA. Ákvörðunin komi á óvart Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að ákvörðin ESA komi á óvart. Ástæða þess að ekki hafi verið unnt að selja raforku til vetnis- eða rafeldsneytisverkefna sé sú að staðan í kerfinu hafi verið mjög þröng og Landsvirkjun hafi þurft að skerða bæði afl og orku til núverandi viðskiptavina á undanförnum árum. Að sama skapi hafi tafir í leyfisveitingaferli nýrra virkjana komið í veg fyrir að unnt sé að styðja við mörg ný verkefni. Landsvirkjun hafi þurft að tilkynna fjölmörgum aðilum með mjög áhugaverð verkefni að ekki sé unnt á þessu stigi að verða við beiðni um orkukaup af þessum ástæðum. Landsvirkjun útiloki ekki að það verði mögulegt í framtíðinni og það muni meðal annars ráðast af uppbyggingu nýrra virkjana. Það komi því verulega á óvart ef nálgun fyrirtækisins feli í sér brot á EES-samningi þegar hvorki er til orka eða afl í kerfinu og því ekki hægt að verða við flestum beiðnum um sölu. „Við munum leggja okkur fram um að upplýsa öll þau atriði sem ESA telur þarfnast skýringa og teljum að rannsóknin muni ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós.“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fréttatilkynning Landsvirkjunar barst.
Landsvirkjun Orkumál Evrópusambandið Samkeppnismál Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira