„Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. apríl 2025 20:14 Bjarki Björn í leik með Eyjaliðinu. Vísir/Lýður Bjarki Björn Gunnarsson var maður leiksins þegar ÍBV lagði Stjörnuna að velli í Bestu deildinni. Bjarki Björn skoraði frábært mark og sagði fólk vera farið að átta sig á að Eyjaliðið væri hörkulið. Bjarki Björn átti frábæran leik fyrir ÍBV í dag og hann sagði sigurinn hafa verið mjög mikilvægan. „Mjög mikilvægur, bæði að sýna að við getum gert þetta á gervigrasinu og að við erum með hörkulið. Síðan hefur útivöllurinn verið erfiður á síðustu árum. Risastórt að fá þrjú stig hér á útivelli í Garðabænum,“ sagði Bjarki í viðtali eftir leik. ÍBV hafði unnið tvo leiki í röð fyrir þennan leik á Þórsvellinum í Vestmannaeyjum og höfðu einhverjir haft á orði að aðstæður þar hefði hjálpað liðinu, nokkuð þungur grasvöllur og erfiðar aðstæður. Bjarki sagði mikilvægt fyrir Eyjamenn að sýna að liðið sé meira en bara það. „Ég held það. Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið en mikilvægt að við getum gert þetta líka á gervigrasinu. Ég held að fólk sé alveg farið að átta sig á því að við erum með hörkulið.“ Undirbúningstímabil ÍBV gekk upp og ofan og var Eyjaliðinu spáð falli af flestum ef ekki öllum sérfræðingum fyrir mótið. „Þetta var erfiður vetur og við vorum að fá mikið af nýjum mönnum. Undirbúningstímabilið, hreint út sagt, gekk ekki nógu vel og menn voru svolítið svartsýnir fyrir tímabilið. Það er stígandi í þessu og auðvitað hörkustemmning núna.“ Eins og áður segir átti Bjarki Björn frábæran leik í kvöld. Hann skoraði frábært mark og fíflaði Stjörnumenn hvað eftir annað. „Það gekk vel, maður komst í eitthvað „flow“, maður byrjaði strax vel. Ég komst strax inn í leikinn og tók þetta þaðan.“ Hefur þú skorað flottara mark? „Já, ég á nokkur“ Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira
Bjarki Björn átti frábæran leik fyrir ÍBV í dag og hann sagði sigurinn hafa verið mjög mikilvægan. „Mjög mikilvægur, bæði að sýna að við getum gert þetta á gervigrasinu og að við erum með hörkulið. Síðan hefur útivöllurinn verið erfiður á síðustu árum. Risastórt að fá þrjú stig hér á útivelli í Garðabænum,“ sagði Bjarki í viðtali eftir leik. ÍBV hafði unnið tvo leiki í röð fyrir þennan leik á Þórsvellinum í Vestmannaeyjum og höfðu einhverjir haft á orði að aðstæður þar hefði hjálpað liðinu, nokkuð þungur grasvöllur og erfiðar aðstæður. Bjarki sagði mikilvægt fyrir Eyjamenn að sýna að liðið sé meira en bara það. „Ég held það. Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið en mikilvægt að við getum gert þetta líka á gervigrasinu. Ég held að fólk sé alveg farið að átta sig á því að við erum með hörkulið.“ Undirbúningstímabil ÍBV gekk upp og ofan og var Eyjaliðinu spáð falli af flestum ef ekki öllum sérfræðingum fyrir mótið. „Þetta var erfiður vetur og við vorum að fá mikið af nýjum mönnum. Undirbúningstímabilið, hreint út sagt, gekk ekki nógu vel og menn voru svolítið svartsýnir fyrir tímabilið. Það er stígandi í þessu og auðvitað hörkustemmning núna.“ Eins og áður segir átti Bjarki Björn frábæran leik í kvöld. Hann skoraði frábært mark og fíflaði Stjörnumenn hvað eftir annað. „Það gekk vel, maður komst í eitthvað „flow“, maður byrjaði strax vel. Ég komst strax inn í leikinn og tók þetta þaðan.“ Hefur þú skorað flottara mark? „Já, ég á nokkur“
Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira