„Við erum mjög háð rafmagninu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 21:11 Magni Þór Pálsson er verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti. Stöð 2 Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. „Mér datt fyrst í hug tölvuárás,“ segir Magni Þór Pálsson, verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti. Rafmagnið byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi á staðartíma í dag. Truflanirnar náðu út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Spænsk yfirvöld hafa lýst yfir neyðarstigi vegna rafmagnsleysisins. Um þrátíu prósent af rafmagni á Spáni er komið aftur á. „Það er margt á huldu ennþá en það er nokkuð ljóst að uppsprettan var á Spáni, í spænska flutningskerfinu og á hæsta spennustigi, semsagt í stóra meginflutningskerfinu því þetta var það víðtæk truflun.“ Að sögn Magnúsar vildu Portúgalar meina að miklar hitabreytingar hafi ollið trufluninni en það hafi ekki verið staðfest af hálfu Spánverja. Málið verði greint í þaula. „Þá hafi orðið mjög sjaldgæft eðlisfræðilegt fyrirbæri sem framkallað aflsveiflur í kerfinu á milli svæða sem leiddi til þess að mikilvægar í kerfinu leystu út,“ segir Magni. Hefur komið upp víðtækt straumleysi hérlendis „Við erum mjög háð rafmagninu,“ segir Magni. Það kom skýrt fram í atburðum dagsins en til að mynda varð mikið umferðaröngþveiti í Madríd þar sem umferðarljós virkuðu ekki, lestar- og flugsamgöngur lágu niðri og ekki var hægt að hringja úr farsímum. Þá var einnig ekki hægt að greiða í verslunum með farsímum. Magni segir mikið álag á flutningskerfum víða í Evrópu. Það skipti ekki máli hvaðan orkan kæmi og hafa komið upp víðtæk straumleysi hérlendis. „Öll flutningsfyrirtæki í Evrópu eru að glíma við að byggja upp kerfin sín því að orkunotkunin eykst dag frá degi og við höfum lent í því hér að fá mjög víðtækt straumleysi. Ég nefni bara 2. október í fyrrahaust sem dæmi. Þá var hér mjög víðtækt straumleysi út af truflun í kerfinu og þetta eru fyrirbæri sem koma fyrir. Flutningskerfið hefur ekki byggst upp í takt við ntokunina, ekki frekar en vegakerfið í takt við noktunina á því,“ segir hann. Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Orkumál Tækni Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
„Mér datt fyrst í hug tölvuárás,“ segir Magni Þór Pálsson, verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti. Rafmagnið byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi á staðartíma í dag. Truflanirnar náðu út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Spænsk yfirvöld hafa lýst yfir neyðarstigi vegna rafmagnsleysisins. Um þrátíu prósent af rafmagni á Spáni er komið aftur á. „Það er margt á huldu ennþá en það er nokkuð ljóst að uppsprettan var á Spáni, í spænska flutningskerfinu og á hæsta spennustigi, semsagt í stóra meginflutningskerfinu því þetta var það víðtæk truflun.“ Að sögn Magnúsar vildu Portúgalar meina að miklar hitabreytingar hafi ollið trufluninni en það hafi ekki verið staðfest af hálfu Spánverja. Málið verði greint í þaula. „Þá hafi orðið mjög sjaldgæft eðlisfræðilegt fyrirbæri sem framkallað aflsveiflur í kerfinu á milli svæða sem leiddi til þess að mikilvægar í kerfinu leystu út,“ segir Magni. Hefur komið upp víðtækt straumleysi hérlendis „Við erum mjög háð rafmagninu,“ segir Magni. Það kom skýrt fram í atburðum dagsins en til að mynda varð mikið umferðaröngþveiti í Madríd þar sem umferðarljós virkuðu ekki, lestar- og flugsamgöngur lágu niðri og ekki var hægt að hringja úr farsímum. Þá var einnig ekki hægt að greiða í verslunum með farsímum. Magni segir mikið álag á flutningskerfum víða í Evrópu. Það skipti ekki máli hvaðan orkan kæmi og hafa komið upp víðtæk straumleysi hérlendis. „Öll flutningsfyrirtæki í Evrópu eru að glíma við að byggja upp kerfin sín því að orkunotkunin eykst dag frá degi og við höfum lent í því hér að fá mjög víðtækt straumleysi. Ég nefni bara 2. október í fyrrahaust sem dæmi. Þá var hér mjög víðtækt straumleysi út af truflun í kerfinu og þetta eru fyrirbæri sem koma fyrir. Flutningskerfið hefur ekki byggst upp í takt við ntokunina, ekki frekar en vegakerfið í takt við noktunina á því,“ segir hann.
Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Orkumál Tækni Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent