Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2025 20:02 Birgir Jónasson settur forstjóri fangelsismálastofnunar segir fangelsin yfirfull. Vísir Fordæmalaust ástand hefur skapast í fangelsum landsins að sögn fangelsismálastjóra. Ekki sé hægt að taka á móti föngum í gæsluvarðhald eða afplánun. Stærsti hluti þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru með erlent ríkisfang. Alvarlegt ástand blasir við í fangelsum landsins. Birgir Jónasson settur forstjóri fangelsismálastofnunar tekur undir áhyggjur Félags fangavarða. „Við getum ekki eins og staðan er núna tekið á móti fólki sem á að sitja í gæsluvarðhaldi eða í afplánun,“ segir hann. Meðal nýrra álagsþátta er að mun fleiri hælisleitendur þurfa að bíða í fangelsum en áður eftir brottvísun. Frá júní í fyrra hafa 72 þurft að bíða í fangelsi eftir því að vera vísað frá landinu. Þar af hafa 17 verið í gæsluvarðhaldi meðan þeir biðu. Refsingar fyrnast „Þetta eru rúmlega 70 prósent af þeim sem sæta gæsluvarðhaldi sem eru af erlendan uppruna. Einhver hluti er þarna vegna brottvísunar. Vegna þess að þeir hafa ekki landvistarleyfi en langstærstu leyti eru þetta einstaklingar sem eru grunaðir um refsiverða háttsemi og eru þá ýmis í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna eða á grundvelli almannahagsmuna, segir hann. Stórum hluta af gæsluvarðhaldsföngum er brottvísað en frá árinu 2024 eru þeir orðnir alls hundrað og fimm. Þeir sem þurfa að afplána dóma sína þurfa varla að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa sitja inni þessa daganna því þeir komast ekki fyrir í fangelsunum. „Þessi keðjuverkunaráhrif sem notkun á gæsluvarðhaldi hefur því að við getum ekki kallað fólk inn í afplánun sem kann að hafa þau áhrif að refsingar þá fyrnast,“ segir hann. s Margir sluppu við að sitja inn í fyrra vegna ástandsins. „Þetta voru um hundrað refsidómar sem fyrntust á síðasta ári,“ segir hann. Þá sé öryggi fólks ógnað. „Þetta er mikið öryggismál, þetta er mikið álag fyrir fangaverði og annað sérhæft starfsfólk. Þetta er líka mikið öryggismál því það eru takmörk fyrir því hvað það er hægt að blanda fólki í fangelsum mikið saman,“ segir hann. Fangelsismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Alvarlegt ástand blasir við í fangelsum landsins. Birgir Jónasson settur forstjóri fangelsismálastofnunar tekur undir áhyggjur Félags fangavarða. „Við getum ekki eins og staðan er núna tekið á móti fólki sem á að sitja í gæsluvarðhaldi eða í afplánun,“ segir hann. Meðal nýrra álagsþátta er að mun fleiri hælisleitendur þurfa að bíða í fangelsum en áður eftir brottvísun. Frá júní í fyrra hafa 72 þurft að bíða í fangelsi eftir því að vera vísað frá landinu. Þar af hafa 17 verið í gæsluvarðhaldi meðan þeir biðu. Refsingar fyrnast „Þetta eru rúmlega 70 prósent af þeim sem sæta gæsluvarðhaldi sem eru af erlendan uppruna. Einhver hluti er þarna vegna brottvísunar. Vegna þess að þeir hafa ekki landvistarleyfi en langstærstu leyti eru þetta einstaklingar sem eru grunaðir um refsiverða háttsemi og eru þá ýmis í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna eða á grundvelli almannahagsmuna, segir hann. Stórum hluta af gæsluvarðhaldsföngum er brottvísað en frá árinu 2024 eru þeir orðnir alls hundrað og fimm. Þeir sem þurfa að afplána dóma sína þurfa varla að hafa miklar áhyggjur af því að þurfa sitja inni þessa daganna því þeir komast ekki fyrir í fangelsunum. „Þessi keðjuverkunaráhrif sem notkun á gæsluvarðhaldi hefur því að við getum ekki kallað fólk inn í afplánun sem kann að hafa þau áhrif að refsingar þá fyrnast,“ segir hann. s Margir sluppu við að sitja inn í fyrra vegna ástandsins. „Þetta voru um hundrað refsidómar sem fyrntust á síðasta ári,“ segir hann. Þá sé öryggi fólks ógnað. „Þetta er mikið öryggismál, þetta er mikið álag fyrir fangaverði og annað sérhæft starfsfólk. Þetta er líka mikið öryggismál því það eru takmörk fyrir því hvað það er hægt að blanda fólki í fangelsum mikið saman,“ segir hann.
Fangelsismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira