Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 28. apríl 2025 14:00 Undanfarin ár hefur fjöldi flóttabarna sem koma til Íslands aukist til muna. Átök í heiminum hafa ýtt undir fjölgun flóttamanna, og Ísland hefur m.a. tekið á móti börnum frá löndum eins og Sýrlandi, Afganistan, Írak, Palestínu, Venesúela og Úkraínu. Með þessum fjölbreytta hópi fylgja áskoranir – en líka dýrmæt tækifæri fyrir íslenskt samfélag, og ekki síst íslenska grunnskóla. Flóttabörn eru oft á viðkvæmum stað í lífi sínu þegar þau mæta í skólann sinn á Íslandi – þau hafa yfirgefið heimili sín, misst tengsl við vini, fjölskyldu og rof hefur komið í skólagöngu. Það reynir því á þau að þurfa nú að takast á við nýtt tungumál, nýja menningu og nýtt skólakerfi. Þess vegna hefur það skipt miklu máli að skapa aðstæður þar sem þau fá tækifæri til að aðlagast á eigin hraða. Í þeim tilgangi hafa móttökudeildir sprottið upp í nokkrum sveitarfélögum þar sem Reykjavík, Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa, að öðrum sveitarfélögum ólöstuðum, verið í fararbroddi. Hvað eru móttökudeildir? Móttökudeildir eru sérhæfð úrræði innan grunnskóla þar sem flóttabörnum er veitt aðlögun að íslensku skólakerfi áður en þau fara inn í hefðbundinn bekk með jafnöldrum sínum. Þær eru reknar sem hluti af almennum grunnskólum en með sérstakt teymi kennara, stuðningsfulltrúa og oft starfsfólk sem talar móðurmál barnanna. Markmiðið er skýrt: að veita börnunum öryggi, færni og sjálfstraust til að stíga inn í nýjan veruleika með reisn. Í Reykjavík eru í dag tvær slíkir deildir: fyrir yngri börn í Breiðagerðisskóla og eldri börn í Seljaskóla. Í Reykjanesbæ starfa Friðheimar (áður Nýheimar) við Háaleitisskóla á Ásbrú, og í Hafnarfirði hefur Bjarg í Hvaleyrarskóla sinnt móttöku barna á flótta frá árinu 2017. Reynslan úr skólunum Kennarar og skólastjórnendur sem sinna flóttabörnum í móttökudeildum tala allir um mikilvægi þess að veita börnunum mjúka lendingu. Kennslan er einstaklingsmiðuð, íslenskan kennd með sjónrænum stuðningi og einföldu máli, og barninu er boðið að taka þátt í íþróttum, sundi og list- og verkgreinum með almennum bekk eins fljótt og kostur er. Foreldrar flóttabarnanna sem hafa tjáð sig um þetta ferli lýsa því yfirleitt sem miklum létti. Þeir finna fyrir trausti og samhygð af hálfu skólans, og fylgjast með börnunum sínum ná framförum, eignast vini og öðlast nýjan tilgang. Það sem stendur upp úr í reynslu skólanna er að þegar öflug móttaka er til staðar, þá gengur börnunum betur – bæði námslega og félagslega. Börnin fara í gegnum öfluga íslenskukennslu í litlum hópum og fá stuðning við að skilja íslenskar skólareglur, viðmið og venjur. Þau kynnast skólaumhverfinu smám saman og fá tækifæri til að vinna úr þeirri reynslu sem þau hafa að baki. Hvers vegna skiptir þetta máli? Það er freistandi að líta á menntun flóttabarna sem "vandamál" sem þarf að leysa, en raunveruleikinn er sá að við höfum tækifæri – og ábyrgð – til að bjóða börnum nýja framtíð. Þegar þau fá sanngjarnt tækifæri til að læra, tjá sig, kynnast nýjum vinum og byggja upp nýtt líf, þá skilar það sér margfalt til samfélagsins. Flóttabörn eru hvorki einsleitur né veikburða hópur. Þau bera með sér mismunandi reynslu, hæfileika og vonir. Sum hafa ekki farið í skóla árum saman, önnur hafa að baki reglubundna skólagöngu, og mörg hafa misst foreldri eða heimaland. Þau eiga það öll sameiginlegt að þurfa stuðning í upphafi – og það er hlutverk skólans að veita þann stuðning. Þegar móttökudeildir fá faglegan stuðning, fjármagn og traust til að sinna sínu hlutverki – þá breytast þær úr neyðarlausnum í uppbyggileg samfélagsverkefni. Þær verða brú milli ólíkra heima og skóla, milli fortíðar og framtíðar, og skila flóttabörnum yfir í nýtt líf – með íslenskuna sem lykil að samfélaginu. Að lokum Menntun er eitt sterkasta vopn sem við eigum gegn útilokun og vanmáttarkennd. Með því að veita flóttabörnum öfluga móttöku og menntun – og leggja alvöru fjármagn í verkefnið – erum við ekki aðeins að hjálpa þeim. Við erum líka að byggja upp réttlátara, fjölbreyttara og öflugra samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er deildarstjóri Bjargs í Hvaleyrarskóla og fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur fjöldi flóttabarna sem koma til Íslands aukist til muna. Átök í heiminum hafa ýtt undir fjölgun flóttamanna, og Ísland hefur m.a. tekið á móti börnum frá löndum eins og Sýrlandi, Afganistan, Írak, Palestínu, Venesúela og Úkraínu. Með þessum fjölbreytta hópi fylgja áskoranir – en líka dýrmæt tækifæri fyrir íslenskt samfélag, og ekki síst íslenska grunnskóla. Flóttabörn eru oft á viðkvæmum stað í lífi sínu þegar þau mæta í skólann sinn á Íslandi – þau hafa yfirgefið heimili sín, misst tengsl við vini, fjölskyldu og rof hefur komið í skólagöngu. Það reynir því á þau að þurfa nú að takast á við nýtt tungumál, nýja menningu og nýtt skólakerfi. Þess vegna hefur það skipt miklu máli að skapa aðstæður þar sem þau fá tækifæri til að aðlagast á eigin hraða. Í þeim tilgangi hafa móttökudeildir sprottið upp í nokkrum sveitarfélögum þar sem Reykjavík, Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa, að öðrum sveitarfélögum ólöstuðum, verið í fararbroddi. Hvað eru móttökudeildir? Móttökudeildir eru sérhæfð úrræði innan grunnskóla þar sem flóttabörnum er veitt aðlögun að íslensku skólakerfi áður en þau fara inn í hefðbundinn bekk með jafnöldrum sínum. Þær eru reknar sem hluti af almennum grunnskólum en með sérstakt teymi kennara, stuðningsfulltrúa og oft starfsfólk sem talar móðurmál barnanna. Markmiðið er skýrt: að veita börnunum öryggi, færni og sjálfstraust til að stíga inn í nýjan veruleika með reisn. Í Reykjavík eru í dag tvær slíkir deildir: fyrir yngri börn í Breiðagerðisskóla og eldri börn í Seljaskóla. Í Reykjanesbæ starfa Friðheimar (áður Nýheimar) við Háaleitisskóla á Ásbrú, og í Hafnarfirði hefur Bjarg í Hvaleyrarskóla sinnt móttöku barna á flótta frá árinu 2017. Reynslan úr skólunum Kennarar og skólastjórnendur sem sinna flóttabörnum í móttökudeildum tala allir um mikilvægi þess að veita börnunum mjúka lendingu. Kennslan er einstaklingsmiðuð, íslenskan kennd með sjónrænum stuðningi og einföldu máli, og barninu er boðið að taka þátt í íþróttum, sundi og list- og verkgreinum með almennum bekk eins fljótt og kostur er. Foreldrar flóttabarnanna sem hafa tjáð sig um þetta ferli lýsa því yfirleitt sem miklum létti. Þeir finna fyrir trausti og samhygð af hálfu skólans, og fylgjast með börnunum sínum ná framförum, eignast vini og öðlast nýjan tilgang. Það sem stendur upp úr í reynslu skólanna er að þegar öflug móttaka er til staðar, þá gengur börnunum betur – bæði námslega og félagslega. Börnin fara í gegnum öfluga íslenskukennslu í litlum hópum og fá stuðning við að skilja íslenskar skólareglur, viðmið og venjur. Þau kynnast skólaumhverfinu smám saman og fá tækifæri til að vinna úr þeirri reynslu sem þau hafa að baki. Hvers vegna skiptir þetta máli? Það er freistandi að líta á menntun flóttabarna sem "vandamál" sem þarf að leysa, en raunveruleikinn er sá að við höfum tækifæri – og ábyrgð – til að bjóða börnum nýja framtíð. Þegar þau fá sanngjarnt tækifæri til að læra, tjá sig, kynnast nýjum vinum og byggja upp nýtt líf, þá skilar það sér margfalt til samfélagsins. Flóttabörn eru hvorki einsleitur né veikburða hópur. Þau bera með sér mismunandi reynslu, hæfileika og vonir. Sum hafa ekki farið í skóla árum saman, önnur hafa að baki reglubundna skólagöngu, og mörg hafa misst foreldri eða heimaland. Þau eiga það öll sameiginlegt að þurfa stuðning í upphafi – og það er hlutverk skólans að veita þann stuðning. Þegar móttökudeildir fá faglegan stuðning, fjármagn og traust til að sinna sínu hlutverki – þá breytast þær úr neyðarlausnum í uppbyggileg samfélagsverkefni. Þær verða brú milli ólíkra heima og skóla, milli fortíðar og framtíðar, og skila flóttabörnum yfir í nýtt líf – með íslenskuna sem lykil að samfélaginu. Að lokum Menntun er eitt sterkasta vopn sem við eigum gegn útilokun og vanmáttarkennd. Með því að veita flóttabörnum öfluga móttöku og menntun – og leggja alvöru fjármagn í verkefnið – erum við ekki aðeins að hjálpa þeim. Við erum líka að byggja upp réttlátara, fjölbreyttara og öflugra samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er deildarstjóri Bjargs í Hvaleyrarskóla og fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun