Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 28. apríl 2025 14:00 Undanfarin ár hefur fjöldi flóttabarna sem koma til Íslands aukist til muna. Átök í heiminum hafa ýtt undir fjölgun flóttamanna, og Ísland hefur m.a. tekið á móti börnum frá löndum eins og Sýrlandi, Afganistan, Írak, Palestínu, Venesúela og Úkraínu. Með þessum fjölbreytta hópi fylgja áskoranir – en líka dýrmæt tækifæri fyrir íslenskt samfélag, og ekki síst íslenska grunnskóla. Flóttabörn eru oft á viðkvæmum stað í lífi sínu þegar þau mæta í skólann sinn á Íslandi – þau hafa yfirgefið heimili sín, misst tengsl við vini, fjölskyldu og rof hefur komið í skólagöngu. Það reynir því á þau að þurfa nú að takast á við nýtt tungumál, nýja menningu og nýtt skólakerfi. Þess vegna hefur það skipt miklu máli að skapa aðstæður þar sem þau fá tækifæri til að aðlagast á eigin hraða. Í þeim tilgangi hafa móttökudeildir sprottið upp í nokkrum sveitarfélögum þar sem Reykjavík, Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa, að öðrum sveitarfélögum ólöstuðum, verið í fararbroddi. Hvað eru móttökudeildir? Móttökudeildir eru sérhæfð úrræði innan grunnskóla þar sem flóttabörnum er veitt aðlögun að íslensku skólakerfi áður en þau fara inn í hefðbundinn bekk með jafnöldrum sínum. Þær eru reknar sem hluti af almennum grunnskólum en með sérstakt teymi kennara, stuðningsfulltrúa og oft starfsfólk sem talar móðurmál barnanna. Markmiðið er skýrt: að veita börnunum öryggi, færni og sjálfstraust til að stíga inn í nýjan veruleika með reisn. Í Reykjavík eru í dag tvær slíkir deildir: fyrir yngri börn í Breiðagerðisskóla og eldri börn í Seljaskóla. Í Reykjanesbæ starfa Friðheimar (áður Nýheimar) við Háaleitisskóla á Ásbrú, og í Hafnarfirði hefur Bjarg í Hvaleyrarskóla sinnt móttöku barna á flótta frá árinu 2017. Reynslan úr skólunum Kennarar og skólastjórnendur sem sinna flóttabörnum í móttökudeildum tala allir um mikilvægi þess að veita börnunum mjúka lendingu. Kennslan er einstaklingsmiðuð, íslenskan kennd með sjónrænum stuðningi og einföldu máli, og barninu er boðið að taka þátt í íþróttum, sundi og list- og verkgreinum með almennum bekk eins fljótt og kostur er. Foreldrar flóttabarnanna sem hafa tjáð sig um þetta ferli lýsa því yfirleitt sem miklum létti. Þeir finna fyrir trausti og samhygð af hálfu skólans, og fylgjast með börnunum sínum ná framförum, eignast vini og öðlast nýjan tilgang. Það sem stendur upp úr í reynslu skólanna er að þegar öflug móttaka er til staðar, þá gengur börnunum betur – bæði námslega og félagslega. Börnin fara í gegnum öfluga íslenskukennslu í litlum hópum og fá stuðning við að skilja íslenskar skólareglur, viðmið og venjur. Þau kynnast skólaumhverfinu smám saman og fá tækifæri til að vinna úr þeirri reynslu sem þau hafa að baki. Hvers vegna skiptir þetta máli? Það er freistandi að líta á menntun flóttabarna sem "vandamál" sem þarf að leysa, en raunveruleikinn er sá að við höfum tækifæri – og ábyrgð – til að bjóða börnum nýja framtíð. Þegar þau fá sanngjarnt tækifæri til að læra, tjá sig, kynnast nýjum vinum og byggja upp nýtt líf, þá skilar það sér margfalt til samfélagsins. Flóttabörn eru hvorki einsleitur né veikburða hópur. Þau bera með sér mismunandi reynslu, hæfileika og vonir. Sum hafa ekki farið í skóla árum saman, önnur hafa að baki reglubundna skólagöngu, og mörg hafa misst foreldri eða heimaland. Þau eiga það öll sameiginlegt að þurfa stuðning í upphafi – og það er hlutverk skólans að veita þann stuðning. Þegar móttökudeildir fá faglegan stuðning, fjármagn og traust til að sinna sínu hlutverki – þá breytast þær úr neyðarlausnum í uppbyggileg samfélagsverkefni. Þær verða brú milli ólíkra heima og skóla, milli fortíðar og framtíðar, og skila flóttabörnum yfir í nýtt líf – með íslenskuna sem lykil að samfélaginu. Að lokum Menntun er eitt sterkasta vopn sem við eigum gegn útilokun og vanmáttarkennd. Með því að veita flóttabörnum öfluga móttöku og menntun – og leggja alvöru fjármagn í verkefnið – erum við ekki aðeins að hjálpa þeim. Við erum líka að byggja upp réttlátara, fjölbreyttara og öflugra samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er deildarstjóri Bjargs í Hvaleyrarskóla og fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur fjöldi flóttabarna sem koma til Íslands aukist til muna. Átök í heiminum hafa ýtt undir fjölgun flóttamanna, og Ísland hefur m.a. tekið á móti börnum frá löndum eins og Sýrlandi, Afganistan, Írak, Palestínu, Venesúela og Úkraínu. Með þessum fjölbreytta hópi fylgja áskoranir – en líka dýrmæt tækifæri fyrir íslenskt samfélag, og ekki síst íslenska grunnskóla. Flóttabörn eru oft á viðkvæmum stað í lífi sínu þegar þau mæta í skólann sinn á Íslandi – þau hafa yfirgefið heimili sín, misst tengsl við vini, fjölskyldu og rof hefur komið í skólagöngu. Það reynir því á þau að þurfa nú að takast á við nýtt tungumál, nýja menningu og nýtt skólakerfi. Þess vegna hefur það skipt miklu máli að skapa aðstæður þar sem þau fá tækifæri til að aðlagast á eigin hraða. Í þeim tilgangi hafa móttökudeildir sprottið upp í nokkrum sveitarfélögum þar sem Reykjavík, Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa, að öðrum sveitarfélögum ólöstuðum, verið í fararbroddi. Hvað eru móttökudeildir? Móttökudeildir eru sérhæfð úrræði innan grunnskóla þar sem flóttabörnum er veitt aðlögun að íslensku skólakerfi áður en þau fara inn í hefðbundinn bekk með jafnöldrum sínum. Þær eru reknar sem hluti af almennum grunnskólum en með sérstakt teymi kennara, stuðningsfulltrúa og oft starfsfólk sem talar móðurmál barnanna. Markmiðið er skýrt: að veita börnunum öryggi, færni og sjálfstraust til að stíga inn í nýjan veruleika með reisn. Í Reykjavík eru í dag tvær slíkir deildir: fyrir yngri börn í Breiðagerðisskóla og eldri börn í Seljaskóla. Í Reykjanesbæ starfa Friðheimar (áður Nýheimar) við Háaleitisskóla á Ásbrú, og í Hafnarfirði hefur Bjarg í Hvaleyrarskóla sinnt móttöku barna á flótta frá árinu 2017. Reynslan úr skólunum Kennarar og skólastjórnendur sem sinna flóttabörnum í móttökudeildum tala allir um mikilvægi þess að veita börnunum mjúka lendingu. Kennslan er einstaklingsmiðuð, íslenskan kennd með sjónrænum stuðningi og einföldu máli, og barninu er boðið að taka þátt í íþróttum, sundi og list- og verkgreinum með almennum bekk eins fljótt og kostur er. Foreldrar flóttabarnanna sem hafa tjáð sig um þetta ferli lýsa því yfirleitt sem miklum létti. Þeir finna fyrir trausti og samhygð af hálfu skólans, og fylgjast með börnunum sínum ná framförum, eignast vini og öðlast nýjan tilgang. Það sem stendur upp úr í reynslu skólanna er að þegar öflug móttaka er til staðar, þá gengur börnunum betur – bæði námslega og félagslega. Börnin fara í gegnum öfluga íslenskukennslu í litlum hópum og fá stuðning við að skilja íslenskar skólareglur, viðmið og venjur. Þau kynnast skólaumhverfinu smám saman og fá tækifæri til að vinna úr þeirri reynslu sem þau hafa að baki. Hvers vegna skiptir þetta máli? Það er freistandi að líta á menntun flóttabarna sem "vandamál" sem þarf að leysa, en raunveruleikinn er sá að við höfum tækifæri – og ábyrgð – til að bjóða börnum nýja framtíð. Þegar þau fá sanngjarnt tækifæri til að læra, tjá sig, kynnast nýjum vinum og byggja upp nýtt líf, þá skilar það sér margfalt til samfélagsins. Flóttabörn eru hvorki einsleitur né veikburða hópur. Þau bera með sér mismunandi reynslu, hæfileika og vonir. Sum hafa ekki farið í skóla árum saman, önnur hafa að baki reglubundna skólagöngu, og mörg hafa misst foreldri eða heimaland. Þau eiga það öll sameiginlegt að þurfa stuðning í upphafi – og það er hlutverk skólans að veita þann stuðning. Þegar móttökudeildir fá faglegan stuðning, fjármagn og traust til að sinna sínu hlutverki – þá breytast þær úr neyðarlausnum í uppbyggileg samfélagsverkefni. Þær verða brú milli ólíkra heima og skóla, milli fortíðar og framtíðar, og skila flóttabörnum yfir í nýtt líf – með íslenskuna sem lykil að samfélaginu. Að lokum Menntun er eitt sterkasta vopn sem við eigum gegn útilokun og vanmáttarkennd. Með því að veita flóttabörnum öfluga móttöku og menntun – og leggja alvöru fjármagn í verkefnið – erum við ekki aðeins að hjálpa þeim. Við erum líka að byggja upp réttlátara, fjölbreyttara og öflugra samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er deildarstjóri Bjargs í Hvaleyrarskóla og fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun