Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2025 08:05 Eva Rós Ólafsdóttir félagsráðgjafi. Bergið Eva Rós Ólafsdóttir félagsráðgjafi mun taka við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace þann 1. júní næstkomandi af stofnanda þess og fyrrverandi framkvæmdastjóra, Sigurþóru Bergsdóttur. Í tilkynningu segir að Sigurþóra hafi tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður Samfylkingarinnar þar sem hún muni halda áfram að berjast með öflugum hætti fyrir bættri geðheilsu ungs fólks. Eva hefur starfað sem ráðgjafi og síðar sem fagstjóri hjá Berginu frá opnun þess árið 2019. Haft er eftir Evu Rós að hún sé afar þakklát stjórn Bergsins og fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir það traust sem sér sé sýnt með þessari ráðningu. „Ég hlakka til að halda áfram þeirri mikilvægu uppbyggingu sem þegar hefur átt sér stað og vinna að áframhaldandi þróun starfsins í góðu samstarfi við frábært fagfólk Bergsins,“ segir Eva Rós. Í tilkynningunni segir að Eva Rós hafi útskrifast sem félagsráðgjafi árið 2013 og starfað fyrstu fimm árin hjá Fangelsismálastofnun. „Árið 2018 tók hún við starfi verkefnastjóra móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ og starfaði í kjölfarið við barnavernd og félagsþjónustu þar. Hún hóf störf hjá Berginu við opnun þess árið 2019. Samhliða þessum störfum hefur Eva einnig kennt við Háskóla Íslands og hjá Endurmenntun HÍ. Hún hefur mikla reynslu af vinnu með ungu fólki og starfaði meðal annars í tíu ár í félagsmiðstöðvum Hafnarfjarðarbæjar. Bergið Headspace hefur frá hausti 2019 boðið upp á ókeypis ráðgjöf og stuðning fyrir ungt fólk á aldrinum 12–25 ára, án skilyrða og tilvísana. Allir ráðgjafar Bergsins eru með fimm ára háskólamenntun, auk víðtækrar reynslu af vinnu með ungu fólki. Þjónustan er lágþröskuldaúrræði og felur í sér snemmtæka íhlutun. Á hverri viku nýta á bilinu 100–120 ungmenni sér þjónustuna á eigin forsendum. Frá upphafi hafa um 2.800 ungmenni leitað til Bergsins,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Geðheilbrigði Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Í tilkynningu segir að Sigurþóra hafi tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður Samfylkingarinnar þar sem hún muni halda áfram að berjast með öflugum hætti fyrir bættri geðheilsu ungs fólks. Eva hefur starfað sem ráðgjafi og síðar sem fagstjóri hjá Berginu frá opnun þess árið 2019. Haft er eftir Evu Rós að hún sé afar þakklát stjórn Bergsins og fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir það traust sem sér sé sýnt með þessari ráðningu. „Ég hlakka til að halda áfram þeirri mikilvægu uppbyggingu sem þegar hefur átt sér stað og vinna að áframhaldandi þróun starfsins í góðu samstarfi við frábært fagfólk Bergsins,“ segir Eva Rós. Í tilkynningunni segir að Eva Rós hafi útskrifast sem félagsráðgjafi árið 2013 og starfað fyrstu fimm árin hjá Fangelsismálastofnun. „Árið 2018 tók hún við starfi verkefnastjóra móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ og starfaði í kjölfarið við barnavernd og félagsþjónustu þar. Hún hóf störf hjá Berginu við opnun þess árið 2019. Samhliða þessum störfum hefur Eva einnig kennt við Háskóla Íslands og hjá Endurmenntun HÍ. Hún hefur mikla reynslu af vinnu með ungu fólki og starfaði meðal annars í tíu ár í félagsmiðstöðvum Hafnarfjarðarbæjar. Bergið Headspace hefur frá hausti 2019 boðið upp á ókeypis ráðgjöf og stuðning fyrir ungt fólk á aldrinum 12–25 ára, án skilyrða og tilvísana. Allir ráðgjafar Bergsins eru með fimm ára háskólamenntun, auk víðtækrar reynslu af vinnu með ungu fólki. Þjónustan er lágþröskuldaúrræði og felur í sér snemmtæka íhlutun. Á hverri viku nýta á bilinu 100–120 ungmenni sér þjónustuna á eigin forsendum. Frá upphafi hafa um 2.800 ungmenni leitað til Bergsins,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Geðheilbrigði Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira