Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar 26. apríl 2025 21:00 Við lögfræðingar gegnum mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Á herðum okkar hvílir mikil ábyrgð, en allt of oft eru kjör og starfskilyrði okkar ekki í samræmi við það. Nú er tími til kominn að styrkja stöðu okkar – saman. Við lögfræðingar vinnum fyrir aðra á hverjum degi. Við leysum úr málum, verjum réttindi, finnum leiðir áfram. Oft á tíðum í hringiðu samfélagslegra ónota gleymum við að berjast fyrir okkar eigin kjörum og tækifærum. Það þarf að breytast. Ég býð mig fram sem formaður stjórnar Stéttarfélags lögfræðinga með þá framtíðarsýn að við byggjum upp sterkt og öflugt stéttarfélag sem berst fyrir raunhæfum kjarabótum, bættri starfsaðstöðu og skýrri réttindagæslu fyrir alla lögfræðinga, óháð aldri eða reynslu. Við berjumst fyrir réttindum annarra – nú þurfum við að berjast fyrir okkar eigin Ég er sannfærð um að við getum, saman, styrkt félagið okkar og byggt upp öflugan vettvang fyrir lögfræðinga á öllum sviðum. Félagið á að vera virkur málsvari félagsfólks og leiðarljós í réttindabaráttu, kjaramálum og faglegri þróun. Það skiptir máli að rödd þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref fái vægi. Að við byggjum fag sem stendur jafnt með nýliðum og reynslumiklum einstaklingum. Við þurfum að tryggja að ungt fólk komi til starfa í stéttina, fái tækifæri til að vaxa, læra og njóta trausts – strax frá fyrsta degi. Við getum – og eigum – að gera betur Ég vil sjá félag þar sem við öll, óháð aldri eða starfsreynslu, vinnum saman að því að bæta kjörin og skapa stolt um störf okkar. Félag sem ekki aðeins hlustar – heldur bregst við. Félag sem setur markið hátt og treystir ungu fólki til að vera hluti af breytingunum. Við stöndum frammi fyrir síbreytilegu starfsumhverfi þar sem kröfur aukast en vernd og réttindi þurfa að fylgja. Það krefst skýrrar stefnu, sterkra kjarasamninga og öflugs félagsstarfs sem styður við lögfræðinga á öllum stigum starfsferilsins. Traust, tækifæri og kjör sem endurspegla ábyrgðina Meðalaldur félagsmanna okkar er um 43 ár. Það er okkur áminning um að við þurfum að laða að nýútskrifaða lögfræðinga og gera félagsaðild eftirsóknarverða frá fyrsta degi. Ég vil vinna að því að gera stéttarfélagið aðlaðandi vettvang fyrir unga sem eldri félagsmenn, þar sem allir finna sig í öflugri samstöðu. Ég hef víðtæka reynslu af hagsmunagæslu, samskiptum við hið opinbera og einkaaðila og hef daglega komið fram fyrir hönd annarra í kjaramálum, stefnumótun og réttindabaráttu. Það er mikilvægt að tala skýrt og kröftuglega fyrir hönd félagsfólks. Sem lögfræðingur Bændasamtaka Íslands með hátt í 3.000 félagsmenn hef ég öðlast dýrmæta og faglega reynslu og skil vel hvernig tryggja þurfi faglegt starf. Slík reynsla er þýðingarmikil í störfum fyrir það félag sem ég býð starfskrafta mína fram fyrir. Félagið þarf að skapa þessa sýn fyrir störf allra lögfræðinga til framtíðar. Saman getum við gert stéttarfélagið að öflugri málsvara fyrir lögfræðinga á öllum aldri um land allt.Ég hlakka til að vinna með ykkur! Við eigum skilið öflugt, aðgengilegt og kröftugt stéttarfélag. Fyrir betri kjör, sterkari rödd og bjartari framtíð. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að mæta á aðalfund Stéttarfélags lögfræðinga og veita mér stuðning ykkar. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 29. apríl kl. 16:00–17:30 í Borgartúni 6, 4. hæð. Höfundur er frambjóðandi til formanns stjórnar SL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Við lögfræðingar gegnum mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Á herðum okkar hvílir mikil ábyrgð, en allt of oft eru kjör og starfskilyrði okkar ekki í samræmi við það. Nú er tími til kominn að styrkja stöðu okkar – saman. Við lögfræðingar vinnum fyrir aðra á hverjum degi. Við leysum úr málum, verjum réttindi, finnum leiðir áfram. Oft á tíðum í hringiðu samfélagslegra ónota gleymum við að berjast fyrir okkar eigin kjörum og tækifærum. Það þarf að breytast. Ég býð mig fram sem formaður stjórnar Stéttarfélags lögfræðinga með þá framtíðarsýn að við byggjum upp sterkt og öflugt stéttarfélag sem berst fyrir raunhæfum kjarabótum, bættri starfsaðstöðu og skýrri réttindagæslu fyrir alla lögfræðinga, óháð aldri eða reynslu. Við berjumst fyrir réttindum annarra – nú þurfum við að berjast fyrir okkar eigin Ég er sannfærð um að við getum, saman, styrkt félagið okkar og byggt upp öflugan vettvang fyrir lögfræðinga á öllum sviðum. Félagið á að vera virkur málsvari félagsfólks og leiðarljós í réttindabaráttu, kjaramálum og faglegri þróun. Það skiptir máli að rödd þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref fái vægi. Að við byggjum fag sem stendur jafnt með nýliðum og reynslumiklum einstaklingum. Við þurfum að tryggja að ungt fólk komi til starfa í stéttina, fái tækifæri til að vaxa, læra og njóta trausts – strax frá fyrsta degi. Við getum – og eigum – að gera betur Ég vil sjá félag þar sem við öll, óháð aldri eða starfsreynslu, vinnum saman að því að bæta kjörin og skapa stolt um störf okkar. Félag sem ekki aðeins hlustar – heldur bregst við. Félag sem setur markið hátt og treystir ungu fólki til að vera hluti af breytingunum. Við stöndum frammi fyrir síbreytilegu starfsumhverfi þar sem kröfur aukast en vernd og réttindi þurfa að fylgja. Það krefst skýrrar stefnu, sterkra kjarasamninga og öflugs félagsstarfs sem styður við lögfræðinga á öllum stigum starfsferilsins. Traust, tækifæri og kjör sem endurspegla ábyrgðina Meðalaldur félagsmanna okkar er um 43 ár. Það er okkur áminning um að við þurfum að laða að nýútskrifaða lögfræðinga og gera félagsaðild eftirsóknarverða frá fyrsta degi. Ég vil vinna að því að gera stéttarfélagið aðlaðandi vettvang fyrir unga sem eldri félagsmenn, þar sem allir finna sig í öflugri samstöðu. Ég hef víðtæka reynslu af hagsmunagæslu, samskiptum við hið opinbera og einkaaðila og hef daglega komið fram fyrir hönd annarra í kjaramálum, stefnumótun og réttindabaráttu. Það er mikilvægt að tala skýrt og kröftuglega fyrir hönd félagsfólks. Sem lögfræðingur Bændasamtaka Íslands með hátt í 3.000 félagsmenn hef ég öðlast dýrmæta og faglega reynslu og skil vel hvernig tryggja þurfi faglegt starf. Slík reynsla er þýðingarmikil í störfum fyrir það félag sem ég býð starfskrafta mína fram fyrir. Félagið þarf að skapa þessa sýn fyrir störf allra lögfræðinga til framtíðar. Saman getum við gert stéttarfélagið að öflugri málsvara fyrir lögfræðinga á öllum aldri um land allt.Ég hlakka til að vinna með ykkur! Við eigum skilið öflugt, aðgengilegt og kröftugt stéttarfélag. Fyrir betri kjör, sterkari rödd og bjartari framtíð. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að mæta á aðalfund Stéttarfélags lögfræðinga og veita mér stuðning ykkar. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 29. apríl kl. 16:00–17:30 í Borgartúni 6, 4. hæð. Höfundur er frambjóðandi til formanns stjórnar SL.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun