Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2025 12:03 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Einar Vinnumálastofnun hefur sagt upp samningi við þrjú stór sveitarfélög um þjónustu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Forstjóri segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. Starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir óvissu fylgja ákvörðuninni. Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa undanfarin ár þjónustað umsækjendur um alþjóðlega vernd að hluta á móti Vinnumálastofnun. Um er að ræða fólk sem kemur hingað til lands og óskar eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk. Í vikunni tilkynnti stofnunin sveitarfélögunum þremur formlega um uppsögn samningsins. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. „Það er bara verið að breyta þjónustunni. Það hefur fækkað gríðarlega í þessum hópi. Þannig við erum að hagræða og búa til frekar minni stöðvar sem við rekum sjálf með okkar fólki. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við sveitarfélögin og þau hafa staðið sig afburðavel en við erum sjálf núna komin með mikla reynslu af því að þjónusta þetta fólk og teljum bara að þetta sé hagstæðast fyrir alla, sérstaklega fjárhagslega.“ Unnur segir að fækkun umsækjenda sé gríðarleg. Margir hafi fengið synjun og séu því farnir af landi. „Og svo eru miklu miklu færri sem sækja um, þannig fækkunin er gríðarleg og þá er eðlilegt að staldra við og finna út hvernig er best að haga málum og hugsa málin upp á nýtt, sérstaklega með tilliti til fjárútláta og þjónustu, við getum veitt miklu betri þjónustu með því að vera með aðeins fleiri og stærri á einum stað.“ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Breytingunum fylgi óvissa Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóra Reykjanesbæjar segir að ákvörðuninni fylgi breytingar og ákveðin óvissa. Skoða þurfi áhrifin til hlýtar. „Við erum búin að vera með til fjölda ára samning upp á þjónustu við um sjötíu manns og það hefur bara gengið vonum framar og við höfum gert það sem í okkar valdi stendur til að reyna að tryggja það að fólk hér komist inn í samfélagið, komum börnum í leik- og grunnskólann og þjónustan gengið afskaplega vel þennan tíma sem við höfum verið með þennan samning í gildi. Þannig við vonum auðvitað bara að það muni ekki hafa áhrif á fjölskyldurnar sem í okkar sveitarfélagi delja.“ Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa undanfarin ár þjónustað umsækjendur um alþjóðlega vernd að hluta á móti Vinnumálastofnun. Um er að ræða fólk sem kemur hingað til lands og óskar eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk. Í vikunni tilkynnti stofnunin sveitarfélögunum þremur formlega um uppsögn samningsins. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. „Það er bara verið að breyta þjónustunni. Það hefur fækkað gríðarlega í þessum hópi. Þannig við erum að hagræða og búa til frekar minni stöðvar sem við rekum sjálf með okkar fólki. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við sveitarfélögin og þau hafa staðið sig afburðavel en við erum sjálf núna komin með mikla reynslu af því að þjónusta þetta fólk og teljum bara að þetta sé hagstæðast fyrir alla, sérstaklega fjárhagslega.“ Unnur segir að fækkun umsækjenda sé gríðarleg. Margir hafi fengið synjun og séu því farnir af landi. „Og svo eru miklu miklu færri sem sækja um, þannig fækkunin er gríðarleg og þá er eðlilegt að staldra við og finna út hvernig er best að haga málum og hugsa málin upp á nýtt, sérstaklega með tilliti til fjárútláta og þjónustu, við getum veitt miklu betri þjónustu með því að vera með aðeins fleiri og stærri á einum stað.“ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Breytingunum fylgi óvissa Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóra Reykjanesbæjar segir að ákvörðuninni fylgi breytingar og ákveðin óvissa. Skoða þurfi áhrifin til hlýtar. „Við erum búin að vera með til fjölda ára samning upp á þjónustu við um sjötíu manns og það hefur bara gengið vonum framar og við höfum gert það sem í okkar valdi stendur til að reyna að tryggja það að fólk hér komist inn í samfélagið, komum börnum í leik- og grunnskólann og þjónustan gengið afskaplega vel þennan tíma sem við höfum verið með þennan samning í gildi. Þannig við vonum auðvitað bara að það muni ekki hafa áhrif á fjölskyldurnar sem í okkar sveitarfélagi delja.“
Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira