Innlent

Vasa­þjófur hand­tekinn í mið­borginni

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Verkefni lögreglunnar voru af ýmsum toga í dag. 
Verkefni lögreglunnar voru af ýmsum toga í dag.  Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um vasaþjófnað í miðborginni. Þjófurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, þar sem segir að málið sé í rannsókn. Fyrr í mánuðinum sagði Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi. 

Þá barst lögreglu nokkrar tilkynningar um hávaða, í tveimur tilfellum af byggingarsvæðum í morgun. Verktakarnir voru beðnir um að bíða með hávaðann til klukkan tíu. 

Lögregla stöðvaði einnig tvo ökumenn sem voru með filmur í báðum hliðarframrúðum. Þeir eiga yfir höfði sér sektir.

Í lögregluumdæmi 2, Hafnarfirði og Garðabæ, var tilkynnt um sinueld. Slökkvilið og lögregla fóru á vettvang. Lögreglu og slökkviliði var að auki tilkynnt um reyk og glóð en engan eld frá helluborði í heimahúsi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×