Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 16:03 Alfreð Gíslason er á leiðinni með Þýskaland á EM í byrjun næsta árs, þar sem Ísland verður einnig með. Getty/Sören Stache Þýskir miðlar segja Alfreð Gíslason hafa tekið afar óvænta ákvörðun í vali sínu á landsliðshópi Þýskalands fyrir komandi leiki í undankeppni EM karla í handbolta. Á meðal þeirra sem Alfreð valdi í hópinn er hinn 22 ára gamli línu- og varnarmaður Aron Seesing, nýliði sem spilar ekki í efstu heldur næstefstu deild Þýskalands. 🚨 National Team Surprise: Aron Seesing Called Up from 2nd Division! 🇩🇪Bundestrainer Gislason shocks with EM-Quali call-up of Bergischer HC pivot Aron Seesing — still a 2nd league player! Not the first to rise from the “Unterhaus” to the national spotlight#AronSeesing pic.twitter.com/uZ5gc1s8B3— Hen Livgot (@Hen_Livgot) April 24, 2025 Seesing er nefnilega lærisveinn Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer, liðinu sem er langefst í þýsku 2. deildinni. Alfreð hefur greinilega mætur á Seesing því hann hefur áður verið á 35 manna lista fyrir Ólympíuleikana í fyrra og fyrir HM í ár. Aron Seesing lék með Bergischer í efstu deild áður en liðið féll þaðan í fyrra. Hann mun taka sín fyrstu skref með landsliði Þýskalands sem 2. deildar leikmaður.Getty/Jürgen Fromme Þýskaland á fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppninni fyrir EM sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Leikirnir eru við Sviss og Tyrkland og ljóst er að sigur í öðrum leikjanna dugar til að gulltryggja Þýskalandi sæti á EM. Þýskaland þarf hins vegar að spjara sig án öflugra leikmanna því Jannik Kohlbacher og Sebastian Heymann eru meiddir og þeir Rune Dahmke, Lukas Zerbe og Lukas Mertens eru sömuleiðis ekki með. Julian Köster snýr hins vegar aftur eftir meiðsli. Þýskaland er efst í sínum riðli með sjö stig, Sviss er með fimm, Austurríki fjögur og Tyrkland án stiga. Þýski landsliðshópurinn: Markmenn: Andreas Wolff (THW Kiel), David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Joel Birlehm (TSV Hannover-Burgdorf) Vinstra horn: Tim Freihöfer (Füchse Berlin), Tim Nothdurft (Rhein-Neckar Löwen) Hægra horn: Timo Kastening (MT Melsungen), Mathis Häseler (VfL Gummersbach) Vinstri skyttur: Julian Köster (VfL Gummersbach), Marko Grgic (ThSV Eisenach), Miro Schluroff (VfL Gummersbach), Matthes Langhoff (Füchse Berlin) Miðjumenn: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Luca Witzke (SC DHfK Leipzig), Nils Lichtlein (Füchse Berlin) Hægri skyttur: Renars Uščins (TSV Hannover-Burgdorf), Franz Semper (SC DHfK Leipzig) Línumenn: Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Aron Seesing (Bergischer HC) EM karla í handbolta 2026 Þýski handboltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Á meðal þeirra sem Alfreð valdi í hópinn er hinn 22 ára gamli línu- og varnarmaður Aron Seesing, nýliði sem spilar ekki í efstu heldur næstefstu deild Þýskalands. 🚨 National Team Surprise: Aron Seesing Called Up from 2nd Division! 🇩🇪Bundestrainer Gislason shocks with EM-Quali call-up of Bergischer HC pivot Aron Seesing — still a 2nd league player! Not the first to rise from the “Unterhaus” to the national spotlight#AronSeesing pic.twitter.com/uZ5gc1s8B3— Hen Livgot (@Hen_Livgot) April 24, 2025 Seesing er nefnilega lærisveinn Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer, liðinu sem er langefst í þýsku 2. deildinni. Alfreð hefur greinilega mætur á Seesing því hann hefur áður verið á 35 manna lista fyrir Ólympíuleikana í fyrra og fyrir HM í ár. Aron Seesing lék með Bergischer í efstu deild áður en liðið féll þaðan í fyrra. Hann mun taka sín fyrstu skref með landsliði Þýskalands sem 2. deildar leikmaður.Getty/Jürgen Fromme Þýskaland á fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppninni fyrir EM sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Leikirnir eru við Sviss og Tyrkland og ljóst er að sigur í öðrum leikjanna dugar til að gulltryggja Þýskalandi sæti á EM. Þýskaland þarf hins vegar að spjara sig án öflugra leikmanna því Jannik Kohlbacher og Sebastian Heymann eru meiddir og þeir Rune Dahmke, Lukas Zerbe og Lukas Mertens eru sömuleiðis ekki með. Julian Köster snýr hins vegar aftur eftir meiðsli. Þýskaland er efst í sínum riðli með sjö stig, Sviss er með fimm, Austurríki fjögur og Tyrkland án stiga. Þýski landsliðshópurinn: Markmenn: Andreas Wolff (THW Kiel), David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Joel Birlehm (TSV Hannover-Burgdorf) Vinstra horn: Tim Freihöfer (Füchse Berlin), Tim Nothdurft (Rhein-Neckar Löwen) Hægra horn: Timo Kastening (MT Melsungen), Mathis Häseler (VfL Gummersbach) Vinstri skyttur: Julian Köster (VfL Gummersbach), Marko Grgic (ThSV Eisenach), Miro Schluroff (VfL Gummersbach), Matthes Langhoff (Füchse Berlin) Miðjumenn: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Luca Witzke (SC DHfK Leipzig), Nils Lichtlein (Füchse Berlin) Hægri skyttur: Renars Uščins (TSV Hannover-Burgdorf), Franz Semper (SC DHfK Leipzig) Línumenn: Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Aron Seesing (Bergischer HC)
EM karla í handbolta 2026 Þýski handboltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira