Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar 23. apríl 2025 10:01 Erfitt reynst mér að þegja undir rándýrum áróðri kvótaþega í fjölmiðlum þessa dagana með nytsama sakleysingja sem aðalleikara, auðsveipa undirmenn. Að nota fjármuni á þann hátt sem þið gerið um þessar mundir, er í raun að beita "auðbeldi". Ég sendi þetta nýyrði hér með til Árnastofnunar. Við, almenningur þessar lands, og ekki síður þau sem þið hafið tekið lífsviðurværið frá í mörgum bæjum og þorpum landsins, búum ekki yfir auði til að svara ykkur. Við höfum ekkert nema orð og atkvæði okkar, auk vonar og trúar, en við vitum um leið að orð eru máttug og að trúin flytur fjöll. Leik ykkar má líkja við að senda skriðdrekadeild til að skjóta á hóp auðnutittlinga en orðið auðna merkir m.a. það þegar jörðin hristir af sér snjó og vetur. Það auðnar í náttúrinni um þessar mundir. Við setjum von okkar á sumar og réttlæti. Við biðjum um réttlæti í þessu landi. Auður er valtastur vina, segir í gömlu máltæki. Eins og allt vald spillir, þá gjörspillir alvald. Auður spillir líka og mikill auður fíflar frekt. Komið er að skuldadögum Að greiða fyrir greiðann. Þið eruð í stórri þakkarskuld við þjóð ykkar og fenguð grunninn að auði ykkar á silfurfati og á vafasömum forsendum. Illa upplýstir þingmenn veittu ykkur auðveldið, sem þið hafið í höndum og eflt með braski í skjóli spilltra stjórnálamanna, sem þið hafið keypt í sumum tilfellum, til þess að berjast fyrir ykkar málstað og halda á lofti ósanngjörnum kröfum um eignarhald á því sem þjóðin á. Kerfið sem stjórnvöld hafa leyft að þróast í sjávarútvegi er gjörspillt og fársjúkt og ennfremur fjársúkt. Ég veit hvað SFS merkir en freistandi er að leysa nafnið upp í SamtökFjárSjúkra. Auður sýkir, auður spillir, auður getur gengisfellt bæði siðvit og sóma. „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“ sagði Kristur. Hann sagði líka söguna af eyri ekkjunnar, en hún gaf af skorti sínum og gaf því mest. Margt gott býr í kristnum siðagrunni þjóðar okkar. Og nú bið ég ykkur að hætta árásum ykkar á almenning og spara þessar auglýsingar og láta peningana heldur renna í góðgerðarmál. Af nógu er að taka í þeim efnum. Hristið af ykkur slyðruorðið og forðist auðbeldið sem þið nú stundið. Viðsnúningur ykkar og væntanleg vöknungæti um leið verið sumargjöfhanda þeim sem leggja meir upp úr: fegurð lífs en fjármunum,samhjálp en sérhyggju,ást en auði,sannri vináttu en keyptri. Vonandi auðnar brátt á landi og ennfremur í heimi auðs og valda. Gleðilegt sumar! Lesandi getur hlustað á lestur höfundar á www.ornbardur.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Örn Bárður Jónsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Erfitt reynst mér að þegja undir rándýrum áróðri kvótaþega í fjölmiðlum þessa dagana með nytsama sakleysingja sem aðalleikara, auðsveipa undirmenn. Að nota fjármuni á þann hátt sem þið gerið um þessar mundir, er í raun að beita "auðbeldi". Ég sendi þetta nýyrði hér með til Árnastofnunar. Við, almenningur þessar lands, og ekki síður þau sem þið hafið tekið lífsviðurværið frá í mörgum bæjum og þorpum landsins, búum ekki yfir auði til að svara ykkur. Við höfum ekkert nema orð og atkvæði okkar, auk vonar og trúar, en við vitum um leið að orð eru máttug og að trúin flytur fjöll. Leik ykkar má líkja við að senda skriðdrekadeild til að skjóta á hóp auðnutittlinga en orðið auðna merkir m.a. það þegar jörðin hristir af sér snjó og vetur. Það auðnar í náttúrinni um þessar mundir. Við setjum von okkar á sumar og réttlæti. Við biðjum um réttlæti í þessu landi. Auður er valtastur vina, segir í gömlu máltæki. Eins og allt vald spillir, þá gjörspillir alvald. Auður spillir líka og mikill auður fíflar frekt. Komið er að skuldadögum Að greiða fyrir greiðann. Þið eruð í stórri þakkarskuld við þjóð ykkar og fenguð grunninn að auði ykkar á silfurfati og á vafasömum forsendum. Illa upplýstir þingmenn veittu ykkur auðveldið, sem þið hafið í höndum og eflt með braski í skjóli spilltra stjórnálamanna, sem þið hafið keypt í sumum tilfellum, til þess að berjast fyrir ykkar málstað og halda á lofti ósanngjörnum kröfum um eignarhald á því sem þjóðin á. Kerfið sem stjórnvöld hafa leyft að þróast í sjávarútvegi er gjörspillt og fársjúkt og ennfremur fjársúkt. Ég veit hvað SFS merkir en freistandi er að leysa nafnið upp í SamtökFjárSjúkra. Auður sýkir, auður spillir, auður getur gengisfellt bæði siðvit og sóma. „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“ sagði Kristur. Hann sagði líka söguna af eyri ekkjunnar, en hún gaf af skorti sínum og gaf því mest. Margt gott býr í kristnum siðagrunni þjóðar okkar. Og nú bið ég ykkur að hætta árásum ykkar á almenning og spara þessar auglýsingar og láta peningana heldur renna í góðgerðarmál. Af nógu er að taka í þeim efnum. Hristið af ykkur slyðruorðið og forðist auðbeldið sem þið nú stundið. Viðsnúningur ykkar og væntanleg vöknungæti um leið verið sumargjöfhanda þeim sem leggja meir upp úr: fegurð lífs en fjármunum,samhjálp en sérhyggju,ást en auði,sannri vináttu en keyptri. Vonandi auðnar brátt á landi og ennfremur í heimi auðs og valda. Gleðilegt sumar! Lesandi getur hlustað á lestur höfundar á www.ornbardur.com
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar