Fótbolti

Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna frá­falls Francis páfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frans páfi var argentínskur og fótboltaáhugamaður. Hér hefur hann fengið góða heimsókn og fótbolta í fangið.
Frans páfi var argentínskur og fótboltaáhugamaður. Hér hefur hann fengið góða heimsókn og fótbolta í fangið. Getty/Alexander Hassenstein

Ítalska úrvalsdeildin, Sería A, hefur tekið þá ákvörðun að fresta fleiri leikjum í deildinni en öllum leikjum mánudagsins var frestað eftir að Frans páfi lést.

Nú hefur þremur leikjum til viðbótar verið frestað en þeir áttu að fara fram á laugardaginn kemur.

Sú frestun kemur til vegna þess að Frans páfi verður jarðaður á laugardaginn í Róm.

Það flækir málið að Internazionale er að spila undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar í næstu viku.

Það bjuggust því einhverjir við að gerð yrði undantekning fyrir Inter liðið og leikur þeirra á móti AS Roma fengi að fara fram á laugardeginum. Svo verður þó ekki.

Sería A hefur staðfest að leikurinn hefjist á San Siro klukkan 15.00 að staðartíma á sunnudaginn.

Internazionale mætir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikur liðanna er á miðvikudaginn í næstu viku. Liðið fær nú einum leik minna til að undirbúa sig fyrir hann.

Tveimur öðrum leikjum var líka frestað. eikur Lazio og Parma fer frá laugardegi yfir á mánudag en leikur Como og Genoa fer yfir á sunnudaginn.

Leikjunum sem var frestað á mánudaginn eiga að fara fram í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×