„Svona er úrslitakeppnin“ Hinrik Wöhler skrifar 22. apríl 2025 22:09 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hefur átt betri kvöld á hliðarlínunni. Vísir/Jón Gautur Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1. Óskar segir að Mosfellingar hafi verið sterkari á flestum sviðum í kvöld. „Munurinn lá á flestum vígstöðum. Varnarlega vorum við, í byrjun, alltaf á skrefinu á eftir. Við náðum ekki að stoppa flæðið og þeir komust í skot sem voru erfið og þar af leiðandi var Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] ekki að finna sig. Sóknarlega, inn á milli, var ein og ein góð sókn. Þegar vörnin var að koma þá fannst mér hitt fara,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn. Valur elti Mosfellinga gott sem allan leikinn og voru sex mörkum undir í hálfleik. Valsmenn gátu verið vongóðir eftir að þeir skoruðu fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í tvö mörk. „Við byrjum seinni hálfleikinn mjög vel en hleypum þessu aftur í fjögur eða fimm mörk sem var óþarfi. Þetta átti að vera leikur en það er vont að vera búnir að missa þetta svona mikið. Ná þessu og svo missa aftur, það tekur orku. Óþarfi en svona er úrslitakeppnin, þeir voru betri í dag,“ sagði Óskar Bjarni um leikinn. Blær Hinriksson var markahæstur í liði Aftureldingar með sjö mörk.Vísir/Jón Gautur Leikurinn var annar leikur liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og geta Valsmenn hefnt fyrir tapið í þriðja leik liðanna sem fer fram á föstudag. Óskar Bjarni segir að mögulega hefði hann getað breytt til fyrr í leiknum til að stöðva áhlaup Mosfellinga. „Við misstum þetta fljótlega aftur, vorum alltaf fjórum eða fimm mörkum á eftir. Kannski hefðum við þurft að poppa þetta meira upp. Það voru bara fyrstu mínúturnar í seinni sem voru góðar en svo var þetta bara búið,“ bætti Óskar við. Þetta er skák Valur sigraði fyrsta leik liðanna eftir framlengingu en Óskar segir að vörn Mosfellinga hafi verið mun sterkari í leiknum í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hafði betur í skákinni í kvöld.Vísir/Jón Gautur „Þeir gerðu hlutina örlítið betur en síðast og við vorum hálfu skrefi eftir. Sóknarlega vorum við mun betri síðast, þeir löguðu vörnina.“ „Þetta er eins og þetta er, þetta er smá skák. Hins vegar ef við spilum aftur svona, við þurfum að laga allt; vörn, sókn og hraðaupphlaup. Það er rosa mikið sem við þurfum að skoða en stundum er þetta svona í úrslitakeppninni. Þú vinnur í framlengingu en svo tapar þú með átta,“ sagði þjálfarinn að endingu. Olís-deild karla Valur Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Óskar segir að Mosfellingar hafi verið sterkari á flestum sviðum í kvöld. „Munurinn lá á flestum vígstöðum. Varnarlega vorum við, í byrjun, alltaf á skrefinu á eftir. Við náðum ekki að stoppa flæðið og þeir komust í skot sem voru erfið og þar af leiðandi var Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] ekki að finna sig. Sóknarlega, inn á milli, var ein og ein góð sókn. Þegar vörnin var að koma þá fannst mér hitt fara,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn. Valur elti Mosfellinga gott sem allan leikinn og voru sex mörkum undir í hálfleik. Valsmenn gátu verið vongóðir eftir að þeir skoruðu fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í tvö mörk. „Við byrjum seinni hálfleikinn mjög vel en hleypum þessu aftur í fjögur eða fimm mörk sem var óþarfi. Þetta átti að vera leikur en það er vont að vera búnir að missa þetta svona mikið. Ná þessu og svo missa aftur, það tekur orku. Óþarfi en svona er úrslitakeppnin, þeir voru betri í dag,“ sagði Óskar Bjarni um leikinn. Blær Hinriksson var markahæstur í liði Aftureldingar með sjö mörk.Vísir/Jón Gautur Leikurinn var annar leikur liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og geta Valsmenn hefnt fyrir tapið í þriðja leik liðanna sem fer fram á föstudag. Óskar Bjarni segir að mögulega hefði hann getað breytt til fyrr í leiknum til að stöðva áhlaup Mosfellinga. „Við misstum þetta fljótlega aftur, vorum alltaf fjórum eða fimm mörkum á eftir. Kannski hefðum við þurft að poppa þetta meira upp. Það voru bara fyrstu mínúturnar í seinni sem voru góðar en svo var þetta bara búið,“ bætti Óskar við. Þetta er skák Valur sigraði fyrsta leik liðanna eftir framlengingu en Óskar segir að vörn Mosfellinga hafi verið mun sterkari í leiknum í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hafði betur í skákinni í kvöld.Vísir/Jón Gautur „Þeir gerðu hlutina örlítið betur en síðast og við vorum hálfu skrefi eftir. Sóknarlega vorum við mun betri síðast, þeir löguðu vörnina.“ „Þetta er eins og þetta er, þetta er smá skák. Hins vegar ef við spilum aftur svona, við þurfum að laga allt; vörn, sókn og hraðaupphlaup. Það er rosa mikið sem við þurfum að skoða en stundum er þetta svona í úrslitakeppninni. Þú vinnur í framlengingu en svo tapar þú með átta,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira