„Svona er úrslitakeppnin“ Hinrik Wöhler skrifar 22. apríl 2025 22:09 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hefur átt betri kvöld á hliðarlínunni. Vísir/Jón Gautur Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1. Óskar segir að Mosfellingar hafi verið sterkari á flestum sviðum í kvöld. „Munurinn lá á flestum vígstöðum. Varnarlega vorum við, í byrjun, alltaf á skrefinu á eftir. Við náðum ekki að stoppa flæðið og þeir komust í skot sem voru erfið og þar af leiðandi var Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] ekki að finna sig. Sóknarlega, inn á milli, var ein og ein góð sókn. Þegar vörnin var að koma þá fannst mér hitt fara,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn. Valur elti Mosfellinga gott sem allan leikinn og voru sex mörkum undir í hálfleik. Valsmenn gátu verið vongóðir eftir að þeir skoruðu fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í tvö mörk. „Við byrjum seinni hálfleikinn mjög vel en hleypum þessu aftur í fjögur eða fimm mörk sem var óþarfi. Þetta átti að vera leikur en það er vont að vera búnir að missa þetta svona mikið. Ná þessu og svo missa aftur, það tekur orku. Óþarfi en svona er úrslitakeppnin, þeir voru betri í dag,“ sagði Óskar Bjarni um leikinn. Blær Hinriksson var markahæstur í liði Aftureldingar með sjö mörk.Vísir/Jón Gautur Leikurinn var annar leikur liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og geta Valsmenn hefnt fyrir tapið í þriðja leik liðanna sem fer fram á föstudag. Óskar Bjarni segir að mögulega hefði hann getað breytt til fyrr í leiknum til að stöðva áhlaup Mosfellinga. „Við misstum þetta fljótlega aftur, vorum alltaf fjórum eða fimm mörkum á eftir. Kannski hefðum við þurft að poppa þetta meira upp. Það voru bara fyrstu mínúturnar í seinni sem voru góðar en svo var þetta bara búið,“ bætti Óskar við. Þetta er skák Valur sigraði fyrsta leik liðanna eftir framlengingu en Óskar segir að vörn Mosfellinga hafi verið mun sterkari í leiknum í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hafði betur í skákinni í kvöld.Vísir/Jón Gautur „Þeir gerðu hlutina örlítið betur en síðast og við vorum hálfu skrefi eftir. Sóknarlega vorum við mun betri síðast, þeir löguðu vörnina.“ „Þetta er eins og þetta er, þetta er smá skák. Hins vegar ef við spilum aftur svona, við þurfum að laga allt; vörn, sókn og hraðaupphlaup. Það er rosa mikið sem við þurfum að skoða en stundum er þetta svona í úrslitakeppninni. Þú vinnur í framlengingu en svo tapar þú með átta,“ sagði þjálfarinn að endingu. Olís-deild karla Valur Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Sjá meira
Óskar segir að Mosfellingar hafi verið sterkari á flestum sviðum í kvöld. „Munurinn lá á flestum vígstöðum. Varnarlega vorum við, í byrjun, alltaf á skrefinu á eftir. Við náðum ekki að stoppa flæðið og þeir komust í skot sem voru erfið og þar af leiðandi var Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] ekki að finna sig. Sóknarlega, inn á milli, var ein og ein góð sókn. Þegar vörnin var að koma þá fannst mér hitt fara,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn. Valur elti Mosfellinga gott sem allan leikinn og voru sex mörkum undir í hálfleik. Valsmenn gátu verið vongóðir eftir að þeir skoruðu fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í tvö mörk. „Við byrjum seinni hálfleikinn mjög vel en hleypum þessu aftur í fjögur eða fimm mörk sem var óþarfi. Þetta átti að vera leikur en það er vont að vera búnir að missa þetta svona mikið. Ná þessu og svo missa aftur, það tekur orku. Óþarfi en svona er úrslitakeppnin, þeir voru betri í dag,“ sagði Óskar Bjarni um leikinn. Blær Hinriksson var markahæstur í liði Aftureldingar með sjö mörk.Vísir/Jón Gautur Leikurinn var annar leikur liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og geta Valsmenn hefnt fyrir tapið í þriðja leik liðanna sem fer fram á föstudag. Óskar Bjarni segir að mögulega hefði hann getað breytt til fyrr í leiknum til að stöðva áhlaup Mosfellinga. „Við misstum þetta fljótlega aftur, vorum alltaf fjórum eða fimm mörkum á eftir. Kannski hefðum við þurft að poppa þetta meira upp. Það voru bara fyrstu mínúturnar í seinni sem voru góðar en svo var þetta bara búið,“ bætti Óskar við. Þetta er skák Valur sigraði fyrsta leik liðanna eftir framlengingu en Óskar segir að vörn Mosfellinga hafi verið mun sterkari í leiknum í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hafði betur í skákinni í kvöld.Vísir/Jón Gautur „Þeir gerðu hlutina örlítið betur en síðast og við vorum hálfu skrefi eftir. Sóknarlega vorum við mun betri síðast, þeir löguðu vörnina.“ „Þetta er eins og þetta er, þetta er smá skák. Hins vegar ef við spilum aftur svona, við þurfum að laga allt; vörn, sókn og hraðaupphlaup. Það er rosa mikið sem við þurfum að skoða en stundum er þetta svona í úrslitakeppninni. Þú vinnur í framlengingu en svo tapar þú með átta,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Sjá meira