„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Árni Gísli Magnússon skrifar 21. apríl 2025 20:17 Ekki til króna á Króknum. Vísir/HAG Halldór Jón Sigurðsson, eða Donni eins og hann er jafnan kallaður, þjálfari Tindastóls, segir það svo sannarlega svíða að liðið fari tómhent heim á Sauðárkrók eftir 2-1 tap gegn Þór/KA. „Það gerir það klárlega. Mér fannst við verðskulda meira heldur en að tapa þessum leik alveg klárlega miðað við vinnuframlagið og baráttuna og færin sem við fáum ofan á það. Ef við tínum allt saman er algjört bull að Þór/KA skyldi vinna þennan leik.” Makala Woods klúðraði dauðafæri til að koma Tindastól í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks sem reyndist dýrkeypt en Þór/KA jafnaði leikinn í næstu sókn. „Það svíður alveg svakalega og Birgitta (Rún Finnbogadóttir) reyndar líka þegar Elísa (Bríet Björnsdóttir) sendir boltann fyrir og Birgitta hittir ekki boltann fyrir opnu marki, það líka sveið, en við þurfum að nýta færin á móti Þór/KA eðlilega, og á móti öllum liðum. Við fáum ekkert rosa mörg færi en við fáum færi, á móti öllum, þannig þá þarf að nýta það. Að sama skapi fannst mér vinnuframlagið stórkostlegt og ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Við áttum frábæran leik og jafntefli mögulega sanngjarnt í endann en mér fannst við ekkert endilega betri en Þór/KA en alls ekki lakari.” Tindastóll gerði Þór/KA erfitt fyrir með góðri pressu og sóttu hratt þegar færi gafst. Leikplanið virtist því vera ganga vel upp. „Ég held að það hafi bara gengið ágætlega. Við pressum reyndar hátt upp á móti öllum liðum alltaf og það gekk bara að mörgu leyti ágætlega. Ég held við höfum sjokkerað þær pínu. Þær unnu okkur 9-0 síðast þegar við spiluðum og það var annað uppi á teningnum í dag sem ég er mjög ánægður með.” Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn eftir rúma viku og er óhætt að segja að Donni geti ekki beðið eftir þeim leik. „Ég held að við værum til í að spila við Stjörnuna á morgun, akkúrat núna, það eru allir alveg brjálaðir eftir þennan leik að hafa tapað á einhverri svona lélegri fyrirgjöf sem endar í fjær horninu. Það svíður svakalega að tapa leik á því en þær verða allar klárar í næsta leik, ég get lofað þér því, og tilbúnar að leiðrétta fyrir þrjú stigin sem við áttum að fá í dag, eða þá allavega eitt.” Donni var að lokum spurður hvort nýr leikmaður yrði fenginn til að styrka liðið fyrir gluggalok og svaraði því skemmtilega: „Ég vildi óska þess að við gætum fengið töluvert af leikmönnum en það er bara ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki, allavega í kvennafótbolta, þannig það er bara staðreynd þannig það verða ekki fengnir fleiri leikmenn geri ég ráð fyrir, ekki nema einhver óvæntur vilji koma og spila frítt.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
„Það gerir það klárlega. Mér fannst við verðskulda meira heldur en að tapa þessum leik alveg klárlega miðað við vinnuframlagið og baráttuna og færin sem við fáum ofan á það. Ef við tínum allt saman er algjört bull að Þór/KA skyldi vinna þennan leik.” Makala Woods klúðraði dauðafæri til að koma Tindastól í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks sem reyndist dýrkeypt en Þór/KA jafnaði leikinn í næstu sókn. „Það svíður alveg svakalega og Birgitta (Rún Finnbogadóttir) reyndar líka þegar Elísa (Bríet Björnsdóttir) sendir boltann fyrir og Birgitta hittir ekki boltann fyrir opnu marki, það líka sveið, en við þurfum að nýta færin á móti Þór/KA eðlilega, og á móti öllum liðum. Við fáum ekkert rosa mörg færi en við fáum færi, á móti öllum, þannig þá þarf að nýta það. Að sama skapi fannst mér vinnuframlagið stórkostlegt og ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Við áttum frábæran leik og jafntefli mögulega sanngjarnt í endann en mér fannst við ekkert endilega betri en Þór/KA en alls ekki lakari.” Tindastóll gerði Þór/KA erfitt fyrir með góðri pressu og sóttu hratt þegar færi gafst. Leikplanið virtist því vera ganga vel upp. „Ég held að það hafi bara gengið ágætlega. Við pressum reyndar hátt upp á móti öllum liðum alltaf og það gekk bara að mörgu leyti ágætlega. Ég held við höfum sjokkerað þær pínu. Þær unnu okkur 9-0 síðast þegar við spiluðum og það var annað uppi á teningnum í dag sem ég er mjög ánægður með.” Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn eftir rúma viku og er óhætt að segja að Donni geti ekki beðið eftir þeim leik. „Ég held að við værum til í að spila við Stjörnuna á morgun, akkúrat núna, það eru allir alveg brjálaðir eftir þennan leik að hafa tapað á einhverri svona lélegri fyrirgjöf sem endar í fjær horninu. Það svíður svakalega að tapa leik á því en þær verða allar klárar í næsta leik, ég get lofað þér því, og tilbúnar að leiðrétta fyrir þrjú stigin sem við áttum að fá í dag, eða þá allavega eitt.” Donni var að lokum spurður hvort nýr leikmaður yrði fenginn til að styrka liðið fyrir gluggalok og svaraði því skemmtilega: „Ég vildi óska þess að við gætum fengið töluvert af leikmönnum en það er bara ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki, allavega í kvennafótbolta, þannig það er bara staðreynd þannig það verða ekki fengnir fleiri leikmenn geri ég ráð fyrir, ekki nema einhver óvæntur vilji koma og spila frítt.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira