Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 20:45 Sigurmark Bologna var ekkert slor. Alessandro Sabattini/Getty Images Ítalíumeistarar Inter, sem eru jafnframt topplið Serie A – efstu deildar knattspyrnu karla þar í landi, máttu þola 1-0 tap á útivelli gegn Bologna. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn framan af tókst gestunum frá Mílanó ekki að finna leið í gegnum vörn heimamanna og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Riccardo Orsolini sigurmarkið fyrir Bologna. Markið var í glæsilegir kantinum en hann tók hjólhestaspyrnu inn í teig þegar boltinn féll að himnum ofan. Mark tímabilsins? Mögulega. Lokatölur 1-0 Bologna í vil. Sigurinn þýðir að Inter og Napoli eru jöfn á toppi deildarinnar með 71 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Bologna er í 4. sæti með 60 stig. WE. ARE. BOLOGNA. ❤💙 pic.twitter.com/17LDmPJQOW— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 20, 2025 Atalanta er í 3. sætinu með 64 stig eftir 1-0 sigur á AC Milan í síðasta leik helgarinnar. Ederson með markið þegar rúm klukkustund var liðin. Leverkusen tapaði stigum Í efstu deild Þýskalands vann Borussia Dortmund 3-2 sigur á Gladbach. Hinn japanski Ko Itakura kom gestunum í Gladbach um miðbik fyrri hálfleiks en heimamenn svöruðu með þremur mörkum áður en fyrri hálfleik var lokið. Serhou Guirassy jafnaði metin á 41. mínútu, Felix Nmecha jafnaði metin þremur mínútum síðar og Daniel Svensson bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Í síðari hálfleik minnkaði Kevin Stöger muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komst Gladbach ekki, lokatölur 2-3. Rainy day W 🌧️ pic.twitter.com/VOadv9mk9b— Borussia Dortmund (@BlackYellow) April 20, 2025 Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen gerðu þá óvænt 1-1 jafntefli við St. Pauli á útivelli. Patrik Schick kom Leverkusen yfir eftir rúmlega hálftímaleik eftir undirbúning Alejandro Grimaldo. Morgan Guilavogui hélt hann hefði jafnað metin í síðari hálfleik en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af. Carlo Boukhalfa skoraði hins vegar stuttu síðar og það mark stóð, lokatölur 1-1. Immer weiter nach vorne, Männer!#FCSPB04 1:1 pic.twitter.com/4pGqYqwnEd— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 20, 2025 Leverkusen er nú með 64 stig í 2. sæti, átta stigum á eftir toppliði Bayern München þegar bæði lið hafa spilað 30 leiki. Dortmund er á sama tíma í 7. sæti með 45 stig, fjórum stigum á eftir RB Leipzig í 4. sætinu. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn framan af tókst gestunum frá Mílanó ekki að finna leið í gegnum vörn heimamanna og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Riccardo Orsolini sigurmarkið fyrir Bologna. Markið var í glæsilegir kantinum en hann tók hjólhestaspyrnu inn í teig þegar boltinn féll að himnum ofan. Mark tímabilsins? Mögulega. Lokatölur 1-0 Bologna í vil. Sigurinn þýðir að Inter og Napoli eru jöfn á toppi deildarinnar með 71 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Bologna er í 4. sæti með 60 stig. WE. ARE. BOLOGNA. ❤💙 pic.twitter.com/17LDmPJQOW— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 20, 2025 Atalanta er í 3. sætinu með 64 stig eftir 1-0 sigur á AC Milan í síðasta leik helgarinnar. Ederson með markið þegar rúm klukkustund var liðin. Leverkusen tapaði stigum Í efstu deild Þýskalands vann Borussia Dortmund 3-2 sigur á Gladbach. Hinn japanski Ko Itakura kom gestunum í Gladbach um miðbik fyrri hálfleiks en heimamenn svöruðu með þremur mörkum áður en fyrri hálfleik var lokið. Serhou Guirassy jafnaði metin á 41. mínútu, Felix Nmecha jafnaði metin þremur mínútum síðar og Daniel Svensson bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Í síðari hálfleik minnkaði Kevin Stöger muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komst Gladbach ekki, lokatölur 2-3. Rainy day W 🌧️ pic.twitter.com/VOadv9mk9b— Borussia Dortmund (@BlackYellow) April 20, 2025 Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen gerðu þá óvænt 1-1 jafntefli við St. Pauli á útivelli. Patrik Schick kom Leverkusen yfir eftir rúmlega hálftímaleik eftir undirbúning Alejandro Grimaldo. Morgan Guilavogui hélt hann hefði jafnað metin í síðari hálfleik en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af. Carlo Boukhalfa skoraði hins vegar stuttu síðar og það mark stóð, lokatölur 1-1. Immer weiter nach vorne, Männer!#FCSPB04 1:1 pic.twitter.com/4pGqYqwnEd— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 20, 2025 Leverkusen er nú með 64 stig í 2. sæti, átta stigum á eftir toppliði Bayern München þegar bæði lið hafa spilað 30 leiki. Dortmund er á sama tíma í 7. sæti með 45 stig, fjórum stigum á eftir RB Leipzig í 4. sætinu.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira