Innlent

Gagn­rýnir dóms­mála­ráð­herra fyrir að fara með rangt mál um dvalar­leyfi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Lögmaður gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hafa farið með rangt mál í tilkynningu sinni um skipan starfshóps sem yfirfara á reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Hann segir þegar til staðar ákvæði í lögum um dvalarleyfi mansalsfórnarlamba, en þau séu ekki nýtt.

Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar segjum við einnig frá stöðunni í Úkraínu, en ásakanir ganga nú milli stríðandi fylkinga um að virða að vettugi vopnahlé sem Rússar boðuðu í gær. Við kynnum okkur páskasöfnun kirkjunnar, sem safnaði fyrir eggjum handa um 200 börnum.

Okkar maður Magnús Hlynur segir okkur svo frá stórskemmtilegri sýningu á Akureyri, og við komumst að því hvers vegna framkvæmdir við nýja KR-völlinn hafa dregist.

Ekki missa af kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, á slaginu hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×