„Það er eitthvað við það að vera hérna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 14:30 Hlíðarfjall trekkir að og Akureyri iðar af lífi. Vísir/Tryggvi Yfir tvö þúsund manns renndu sér niður brekkur Hlíðarfjalls í gær, og búist er við sama fjölda í dag. Rekstrarstjóri segir færið á barmi fullkomnunar. Það styttist í að skíðatímabilinu ljúki. Páskahelgin er venju samkvæmt ein stærsta skíðahelgi ársins í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Þúsundir manna streyma norður úr bænum, margir hverjir til að skíða en skíðatímabilinu í Bláfjöllum er lokið. Það styttist í að brekkur Hlíðarfjalls loki einnig, og því fer hver að verða síðastur til að koma sér á skíði þennan veturinn. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir helgina hafa farið vel af stað. „Ég gæti ekki beðið um meira. Þetta er bara æðislegt. Allar lyftur opnar, allar brekkur opnar, snjór í öllum brekkum, bærir ekki vind á svæðinu, heiðskírt og sól,“ segir Brynjar Helgi. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Þetta er hið fullkomna skíðaveður? „Já, það má alveg segja það. Það er búið að vera frost á næturnar þannig brekkurnar eru að halda sér vel. Þó við séum vön því að vera með meiri snjó þá eru allar brekkur í góðu ásigkomulagi.“ Rúmlega tvö þúsund manns mættu í gær og svipaður fjöldi, ef ekki meiri, verður í brekkunum í dag. Þá verður dagskrá fyrir fjölskyldur. „Það er páskaeggjamót, DJ í fjallinu og svo verður Aron Can með tónleika,“ segir Brynjar Helgi. Hann telur marga ekki hafa búist við sérstaklega góðu færi þessa páskana, svo fólk sé afar ánægt með útkomuna. „Þetta verður bara geggjuð stemning. Þótt fólk sé ekki endilega að koma að skíða, þá er fólk duglegt að koma og fara með barnið á sleða í Töfrateppinu eða bara að vera hérna í kring og njóta stemningarinnar og andrúmsloftið. Það er eitthvað við það að vera hérna í góðu veðri og fólk er komið til að njóta og hafa gaman,“ segir Brynjar Helgi. Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Páskahelgin er venju samkvæmt ein stærsta skíðahelgi ársins í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Þúsundir manna streyma norður úr bænum, margir hverjir til að skíða en skíðatímabilinu í Bláfjöllum er lokið. Það styttist í að brekkur Hlíðarfjalls loki einnig, og því fer hver að verða síðastur til að koma sér á skíði þennan veturinn. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir helgina hafa farið vel af stað. „Ég gæti ekki beðið um meira. Þetta er bara æðislegt. Allar lyftur opnar, allar brekkur opnar, snjór í öllum brekkum, bærir ekki vind á svæðinu, heiðskírt og sól,“ segir Brynjar Helgi. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Þetta er hið fullkomna skíðaveður? „Já, það má alveg segja það. Það er búið að vera frost á næturnar þannig brekkurnar eru að halda sér vel. Þó við séum vön því að vera með meiri snjó þá eru allar brekkur í góðu ásigkomulagi.“ Rúmlega tvö þúsund manns mættu í gær og svipaður fjöldi, ef ekki meiri, verður í brekkunum í dag. Þá verður dagskrá fyrir fjölskyldur. „Það er páskaeggjamót, DJ í fjallinu og svo verður Aron Can með tónleika,“ segir Brynjar Helgi. Hann telur marga ekki hafa búist við sérstaklega góðu færi þessa páskana, svo fólk sé afar ánægt með útkomuna. „Þetta verður bara geggjuð stemning. Þótt fólk sé ekki endilega að koma að skíða, þá er fólk duglegt að koma og fara með barnið á sleða í Töfrateppinu eða bara að vera hérna í kring og njóta stemningarinnar og andrúmsloftið. Það er eitthvað við það að vera hérna í góðu veðri og fólk er komið til að njóta og hafa gaman,“ segir Brynjar Helgi.
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira