Sport

Dag­skráin í dag: Um­spilið í NBA, 1. deild kvenna í körfu­bolta og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tyler Herro og Bam Adebayo ætla sér í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.
Tyler Herro og Bam Adebayo ætla sér í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Melissa Tamez/Getty Images

Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport. Körfubolti og akstursíþróttir bera af í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 16.50 er leikur KR og Hamars/Þórs í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 23.00 er leikur Atlanta Hawks og Miami Heat í umspili NBA-deildarinnar í körfubolta á dagskrá. Klukkan 01.30 er leikur Memphis Grizzlies og Dallas Mavericks á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 04.30 er Volvo China Open-mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af DP World-mótaröðinni.

Klukkan 22.00 er JM Eagle LA Championship-mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Vodafone Sport

Klukkan 13.25 er æfing 1 fyrir kappakstur helgarinnar í Formúlu 1 á dagskrá. Keppnin fer fram í Sádi-Arabíu. Klukkan 16.55 er æfing 2 á dagskrá.

Klukkan 20.55 er Black´s Tire 200 á dagskrá. Um er að ræða hluta af Nascar-kappakstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×