Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2025 14:32 Heiðmörk er afar vinsælt útivsitarsvæði. Vísir/Vilhelm Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fyrirætlunum Veitna um að loka fyrir bílaumferð um Heiðmörk. Vel sé hægt að tryggja vatsnvernd án þess að skikka útivsitarfólk til margra kílómetra göngu. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Veitur stefndu að því að takmarka umferð einkabíla um Heiðmörk. Umferð yrði stýrt á bílastæði við ytri mörk svæðisins, þar sem yrði aðgengi að göngu- og hlaupaleiðum. Dragi úr möguleikum til útivistar Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, lýsir áhyggjum af því að þetta verði niðurstaðan. „Það mun auðvitað draga verulega úr möguleikum borgarbúa á að heimsækja þetta stærsta útivistarsvæði Reykvíkinga,“ segir Jóhannes. Jóhannes Benediktsson, annar frá hægri, er formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.Reykjavíkurborg Með því að skilyrða útivist á svæðinu við nokkurra kílómetra göngu frá bílastæðum á jaðri Heiðmerkur muni aðsókn minnka um tugi prósenta. „Í dag erum við að reikna með að það séu í kringum fjögur til fimm hundruð þúsund manns sem komi í Heiðmörkina, þannig að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á möguleika borgarbúa til að stunda útivist.“ Margt annað hægt að gera til að tryggja öryggi Rök Veitna fyrir takmörkunum á bílaumferð séu að tryggja þurfi vatnsvernd í Heiðmörk og forðast óhöpp þar að lútandi. Jóhannes gefur lítið fyrir það. „Við höfum verið þarna í 75 ár og það hefur aldrei gerst fram til þessa að óhapp hafi orðið sem hefur áhrif á vatnsgæðin.“ Skógræktarfélagið hafi lagt fram tillögur til að bæta öryggi, án þess að hefta umferð með þessum hætti. „Það mætti alveg skoða að það mætti loka Heiðmörkinni að nóttu til. Það eru hvergi hraðatakmarkanir á veginum, það mætti setja það upp, og kannski hraðahindranir og einhverjar eftirlitsmyndavélar líka,“ segir Jóhannes. Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Vatn Heiðmörk Vatnsból Vatnsvernd í Heiðmörk Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Veitur stefndu að því að takmarka umferð einkabíla um Heiðmörk. Umferð yrði stýrt á bílastæði við ytri mörk svæðisins, þar sem yrði aðgengi að göngu- og hlaupaleiðum. Dragi úr möguleikum til útivistar Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, lýsir áhyggjum af því að þetta verði niðurstaðan. „Það mun auðvitað draga verulega úr möguleikum borgarbúa á að heimsækja þetta stærsta útivistarsvæði Reykvíkinga,“ segir Jóhannes. Jóhannes Benediktsson, annar frá hægri, er formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.Reykjavíkurborg Með því að skilyrða útivist á svæðinu við nokkurra kílómetra göngu frá bílastæðum á jaðri Heiðmerkur muni aðsókn minnka um tugi prósenta. „Í dag erum við að reikna með að það séu í kringum fjögur til fimm hundruð þúsund manns sem komi í Heiðmörkina, þannig að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á möguleika borgarbúa til að stunda útivist.“ Margt annað hægt að gera til að tryggja öryggi Rök Veitna fyrir takmörkunum á bílaumferð séu að tryggja þurfi vatnsvernd í Heiðmörk og forðast óhöpp þar að lútandi. Jóhannes gefur lítið fyrir það. „Við höfum verið þarna í 75 ár og það hefur aldrei gerst fram til þessa að óhapp hafi orðið sem hefur áhrif á vatnsgæðin.“ Skógræktarfélagið hafi lagt fram tillögur til að bæta öryggi, án þess að hefta umferð með þessum hætti. „Það mætti alveg skoða að það mætti loka Heiðmörkinni að nóttu til. Það eru hvergi hraðatakmarkanir á veginum, það mætti setja það upp, og kannski hraðahindranir og einhverjar eftirlitsmyndavélar líka,“ segir Jóhannes.
Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Vatn Heiðmörk Vatnsból Vatnsvernd í Heiðmörk Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira