„Ég er alltaf stressuð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 12:33 Tinna Guðrún Alexandersdóttir fór í gang í þriðja leikhluta í gær og þá áttu Grindavíkurkonur fá svör á móti Haukaliðinu. S2 Sport Tinna Guðrún Alexandersdóttir mætti á háborðið til Harðar, Pálínu og Helenu eftir magnaða endurkomu Haukakvenna í einvígi sínu við Grindavík. Tinna Guðrún skoraði 49 stig í tveimur síðustu leikjum einvígis Hauka og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta og átti mikinn þátt í því að Haukakonur grófu sig upp úr 0-2 holu og unnu einvígið 3-2. Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar hans í Bónus Körfuboltakvöldi, Pálína Gunnlaugsdóttir og Helena Sverrisdóttir, fengu Tinnu Guðrún í heimsókn til sín á háborðið eftir sigur Haukakvenna í oddaleiknum í gær. Klippa: „Svo er þetta bara að vera ógeðslega ákveðin“ „Hingað í settið er komin til okkar Tinna Guðrún Alexandersdóttir sem er að öðrum ólöstuðum búin að vera besti leikmaðurinn í þessari seríu. Til hamingju með sigurinn en hvernig er svona tilfinningin rétt eftir leik,“ spurði Hörður. Ég er ótrúlega sátt „Bara ótrúlega góð. Ég er bara ótrúlega ánægð með að við náðum að mæta svona sterkt inn í þennan leik því mér finnst við ekki hafa náð því í síðustu leikjum. Ég er ótrúlega sátt,“ sagði Tinna Guðrún. Hún er á því að þetta hafi verið besti leikur Hauka í einvíginu. „Já langbesti. Ég ætla samt að hrósa Grindavíkurliðinu því mér fannst þær mæta ótrúlega flottar inn í þessa seríu. Við náðum ekki að mæta ákefðinni sem þær voru með,“ sagði Tinna. „Við vorum að leyfa þeim að ýta okkur út úr því sem við vorum að reyna að gera. Þær brutu pressuna okkar mjög auðveldlega og við náðum einhvern veginn ekki að komast á strik í okkar varnarleik sérstaklega,“ sagði Tinna en var farið að fara um hana? „Maður er náttúrulega drullustressaður að lenda 2-0 undir. Ég er alltaf stressuð,“ sagði Tinna. Bara að vera ógeðslega ákveðin Sérfræðingurinn Pálina Gunnlaugsdóttir vildi fá að vita hvernig Tinna undirbjó sig fyrir þriðja leikinn þegar Haukarnir voru einu tapi frá sumarfrí. „Ég undirbjó mig eins. Ég fór bara betur yfir það sem við ætluðum að gera og svo er þetta bara að vera ógeðslega ákveðin. Maður verður að ákveða að maður ætli að mæta til að fara í öll fráköst og að fara í alla lausa bolta. Við náðum að gera það í kvöld,“ sagði Tinna. Það má sjá allt spjallið við Tinnu hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Tinna Guðrún skoraði 49 stig í tveimur síðustu leikjum einvígis Hauka og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta og átti mikinn þátt í því að Haukakonur grófu sig upp úr 0-2 holu og unnu einvígið 3-2. Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar hans í Bónus Körfuboltakvöldi, Pálína Gunnlaugsdóttir og Helena Sverrisdóttir, fengu Tinnu Guðrún í heimsókn til sín á háborðið eftir sigur Haukakvenna í oddaleiknum í gær. Klippa: „Svo er þetta bara að vera ógeðslega ákveðin“ „Hingað í settið er komin til okkar Tinna Guðrún Alexandersdóttir sem er að öðrum ólöstuðum búin að vera besti leikmaðurinn í þessari seríu. Til hamingju með sigurinn en hvernig er svona tilfinningin rétt eftir leik,“ spurði Hörður. Ég er ótrúlega sátt „Bara ótrúlega góð. Ég er bara ótrúlega ánægð með að við náðum að mæta svona sterkt inn í þennan leik því mér finnst við ekki hafa náð því í síðustu leikjum. Ég er ótrúlega sátt,“ sagði Tinna Guðrún. Hún er á því að þetta hafi verið besti leikur Hauka í einvíginu. „Já langbesti. Ég ætla samt að hrósa Grindavíkurliðinu því mér fannst þær mæta ótrúlega flottar inn í þessa seríu. Við náðum ekki að mæta ákefðinni sem þær voru með,“ sagði Tinna. „Við vorum að leyfa þeim að ýta okkur út úr því sem við vorum að reyna að gera. Þær brutu pressuna okkar mjög auðveldlega og við náðum einhvern veginn ekki að komast á strik í okkar varnarleik sérstaklega,“ sagði Tinna en var farið að fara um hana? „Maður er náttúrulega drullustressaður að lenda 2-0 undir. Ég er alltaf stressuð,“ sagði Tinna. Bara að vera ógeðslega ákveðin Sérfræðingurinn Pálina Gunnlaugsdóttir vildi fá að vita hvernig Tinna undirbjó sig fyrir þriðja leikinn þegar Haukarnir voru einu tapi frá sumarfrí. „Ég undirbjó mig eins. Ég fór bara betur yfir það sem við ætluðum að gera og svo er þetta bara að vera ógeðslega ákveðin. Maður verður að ákveða að maður ætli að mæta til að fara í öll fráköst og að fara í alla lausa bolta. Við náðum að gera það í kvöld,“ sagði Tinna. Það má sjá allt spjallið við Tinnu hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira