Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar 17. apríl 2025 06:02 Útvarpsþættirnir; Á Sprengisandi, eru oft mjög forvitnilegir og skemmtilegir. Kristján þáttastjórnandi oftast vel undirbúinn og fær í sínu starfi. Ég hlustaði með miklum áhuga þegar Kristján fékk forstjóra Hafró til sín, en hann vildi útskýringar á afhverju hann fékk ekki keypta lúðu í soðið. Svör forstjórans gáfu Kristjáni ekki mikla von um að hann fengi lúðu í bráð né humar, rækju, hörpudisk eða skötusel. Það sem ýtir við mér að skrifa þessa grein er sú staðreynd að ekki hef ég heyrt né séð neitt fjallað um þetta viðtal. Í ljósi svara forstjórans, sem er með yfir 30 ára starfsferil innan Hafró, þykir mér það hreint með ólíkindum. Hér er um eina okkur miklvægustu ríkisstofnun, og ærið tilefni til að skoða svör forstjórans aðeins. Þau er einfaldlega ekki hægt að kokgleypa. „Humarinn mjög hóflega nýttur“ – mjög hóflega“ Þetta fullyrti forstjórinn ítrekað. Staðreyndir fyrir hruni humarstofnsins má finna í úttekt ICES, Alþjóða Hafrannsóknarráðsin, sem eru: 1. Villandi ráðgjöf. Hafró beitti ónofhæfum aðferðum við stofnstærðarmat. ICES hvatti Hafró, til að taka upp vísindalega viðurkenndar aferðir sem byggjast á UWTV rannsóknum (Under Water Television Survey) Það var fyrst gert árið 2016. 2. Ofveiði. Gengið var á stofninn mun meira en hann gat gefið af sér, það kom fram þegar viðurkennd stofnstærðarmæling var tekin upp. 3. Eyðilegging á búsvæðum humarsins. Samkvæmt ICES hafa ekki sést jafn illa farin búsvæði humars, þar sem rannsóknir hafa farið fram. Endalaus skakstur með humartroll, þar sem fótreipin voru á tíðum sérútbúin til að grafa sig sem mest niður í sjávarbotninn, til að skafa humarinn upp. Þannig eyðilögðust búsvæði hans, sem hann býr til með gerð ganga undir sjávarbotninum. En 2018 var vart við veiðar kvenhumars, sem alla jafna heldur sig undir botninum. Stofninn var það illa leikinn, að óratíma tekur fyrir hann að ná sér upp. 4. Með upptöku nýrrar tækni við stofnstærðamælingu, kom í ljós mun meira afrán þorsks og ýsu á humri, en gert var ráð fyrir. Mín skoðun er sú, að þessi mikla aukning á afráni megi rekja til ofveiða á loðnu. (afrán: það sem aðrir fiskar, dýr og fuglar éta af tegundinni. Sjálfrán: það sem eigintegund étur af sjálfri sér, t.d. át þorsks af minni þorski) Eftirfarandi er ráðgjöf til ráðherra: „Hafrannsóknastofnun ráðleggur, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli fiskveiðiárið 2017/2018 verði ekki meiri en 1150 tonn.” Hrun humarstofnsins hér, vakti mikla athygli langt út fyrir landsteinana. Líklega vegna þess að það er ekki oft sem „mjög hóflega nýttur“ stofn er eyðilagður. Við Skotland er samskonar humarstofn og hér við land. Stofninn þar er í góðu standi, og þar eru veidd um 10-15 þús tonn árlega. Rækjan – stofninn hruninn Af því Kristján nefndi rækjuna. „ Á öllum þessum svæðum er talið að afrán þorsks og ýsu hafi átt verulegan þátt í hruni rækjustofnanna.” Skv. Skýrslum Hafró. Þetta er ekki nema hluti “sannleikans”. Í erlendum gögnum, þar á meðal frá ICES má finna helstu ástæðurnar. Hrunið má einkum rekja til: 1. Umhverfisbeytinga. 2. Ofveiði, ónóg vöktun með stofninum og veiðum. 3. Rangar stofnstærðarmælingar í bland við of hæg viðbrögð við ofveiði sem blasti við. 4. Stóraukið afrán, sérstaklega vegna minni loðnu. Forstjóranum var tíðrætt um hlýnun sjávar, og tók ástand fiskistofna í Barentshafi til samanburðar, en nefndi reyndar ekki rækjuna. Rækjustofninn í Barentshafi er við hestaheilsu, og var rækjukvótinn þar aukinn úr 61.þús tonnum 2023 í 118 þús tonn 2024. Loðnan. Langmikilvægsti fiskurinn í vistkerfi N-Atlantshafsins Loðnustofninn er í slæmum málum. Afhverju? Samkvæmt forstjóranum er ástæðan ein; umhverfisbreytingar, hlýnun hafsins. Frá um 1925 til 1965 er talað um hlýindaskeið í hafinu. Síðan er tímabilið 1965-1986 talið kuldaskeið, og nú er aftur hlýindaskeið. Það var athyglisvert að forstjórinn talar um, að ekki er vitað hvernig staðan á loðnustofninum var 1925-1965, þar sem „við nýttum hana ekki“. Þó ástand lofðnustofnsins sé á huldu þennan tíma, er staðreynd að okkar helstu nytjastofnar stóðu vel þann tíma sem loðna var ekki veidd. Til dæmis var þorskaflinn aldrei meiri, mest yfir 500 þús tonn, og bolfiskstofnar stóðu sterkir þrátt fyrir óhefta veiði þeirra áratugum saman. Mikilvægi loðnunnar fyrir vistkerfi hafsins hér á norðurslóðum verður seint ofmetið. Stundum er litið til loðnunnar, sem „kanarífugl vistkerfisins“ – líkt og kolunámumenn notuðu kanarífugla til að meta ástand loftsins í kolanámunum. Lifandi eða dauð, gegnir hún lykilhlutverki í orkuflutningi í hafinu. Dauð loðna sem nær að falla til botns kveikir þar mikið líf, sem er hluti hringrásarinnar í vistkerfinu. Hún verður þannig mikilvæg til viðhalds næringarefna, sem síðar koma ungviði ýmissa tegunda til góðs. Í örstuttu máli, það er staðreynd að loðnan; dauð eða lifandi, leggur mikið til heilbrigðrar nýliðunnar margra fiskistofna. Oft er nefnt að loðnan drepist hvort sem er eftir hrygningu og því í lagi að veiða hana, Ekkert er fjarri sannleikanum. Hafró telur sig hafa vit fyrir nátturunni Forstjórinn sagði: „við reiknum út hvað náttúran þarf, áður en við grípum inn“. Og, átti við að reiknað væri út hvað hinir ýmsu fiskistofnar, hvalir, fuglar.... þyrftu að fá að éta af loðnu, áður en ráðgjöf um veiðikvóta væri gefin út. Í næstu setningu segir forstjórinn, að ekki sé vitað hvað hvalirnir sem éti loðnu séu margir, þegar Kristján nefnir át hvala. Þegar loðnan á í hlut, eru það ekki beisin vísindi að skella einverri sök á hvali. Ólíkt manninum, leggja hvalir líkt og flestar dýrategundir, meira til viskerfisins en þeir taka. Hvalir hafa verið í sjónum í milljónir ára og hafa enn ekki étið sjálfa sig út á gaddinn. Gæti verið að úrgangurinn úr dýri sem étur 600-1000 kg á dag, geri eitthvað gagn í vistkerfinu? En hvalir gera sínar þarfir í efri lögum sjávar, og dreifa því úrgangi eins hver önnur húsdýr, sem áburður væri. Þannig leggja þeir til mikilvæg næringarefni til viðhalds vistkerfisins. Við suðurpólinn þar sem hvölum hefur fjölgað, þá hefur vistkerfið frekar tekið við sér og staðið sterkara en áður. Hvernig stendir á því, að fiskifræðingar Hafró, álíti veiðar á loðnu hafi svo lítil áhrif á vistkerfið og stofnstærð loðnu, að það þykir ekki taka því að nefna þær? Líffræðilega er sannað að loðna og loðnudauði hefur mikil áhrif á nýliðun fiskistofna. Við höfum fjarlægt mörg hundruð milljónir tonna af loðnu úr vistkerfinu Síldin „hvarf“ um 1969, eða öllu heldur var kláruð. Stórfelldar loðnuveiðar komu í kjölfarið, tugmilljónir tonna hafa verið veidd hér á miðunum. Það magn segir lítið. Hrogn sem hefðu annars orðið að nýjum loðnu einstaklingum ár eftir ár, hefðu gefið mörg hundruð milljónir tonna af loðnu. Þetta er ekki flókin útreikningur. Þetta gífurlega magn hefði farið inn í vistkerfið sem fæða í einhverju formi. Af hverju léttist þorskurinn ár eftir ár? Vegna hlýnunnar og eða vegna þess að stórfelldar loðnuveiðar höfðu verið stundaðar? Í Barentshafi var sama upp á teningnum. Stórfelldar loðnuveiðar eftir að síldin hvarf. Allt að um 3 milljónir tonna voru veidd á ári, og afleiðingarnar voru sambærilegar og hér; nýliðun snar minnkaði. Í kjölfarið tók þorskstofninn þar mikla dýfu, nánast hrundi. Rannsóknir (Hamre 1988) leiddu í ljós að ofveiðar á loðnu höfðu bein áhrif á þorskstofninn og fleiri stofna sem stóla á loðnu sem fæðu. Þegar loðnumagn í hafinu minnkar, eykst afrán í ýmsar aðrar tegundir; humar, rækju, seiði og fleirra. Þetta er vísindalega sannað. Það sem meira er og er væntanlega stórvanmetið; sjálfrán stóreykst, þorskurinn er að éta meira af eigin fjölskyldu en reiknað er með. Það vita sjómenn sem sjá boltaþorsk fullann af minni þorsk. Þeir fiskistofnar sem stóla á loðnu sem fæði, gera allt til að bæta sér upp tapið. Þannig stóreykst afrán á mikilvægum nytjategundum. Forstjórinn: „góðu féttirnar eru að enn er til hrygningarstofn“ Staðan er sú, að það má með góðum líkum fullyrða að loðnustofninn sé hruninn, eða við það. Síðustu ár staðfesta það. Fram til 2015 var vinnuregla Hafró „að skilja 400 þús tonn eftir af loðnu til hrygningar og afráns“. Að baki þessari tölu, voru engar vísindilegar forsendur. Nú gildir ; „Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150 000 tonnum”. Þetta er reglan sem á að tryggja “náttúrunni” nægt magn af loðnu. Ekki er hægt með neinum hætti, að fullyrða að þessi regla tryggi það að mikilvægasti fiskistofninn í vistikerfi N-Atlantshafsins geti viðhaldi mikilvægu hlutverki sínu. Þvert á móti, sýnir hrun fiskistofna, og stóraukið afrán, að verið er að ganga á mikilvægasta hlekk vistkerfisins.. Það leiðir meðal annars til lélegrar nýliðunnar og þyndgartaps þorskstofnsins hér við land. Að skella allri skuldinni á hlýnun hafsins og aðar umhverfisbreytingar, er útskýring sem heldur ekki sjó. Forstjórinn talar um að það hafi verið ofveiði á þorski og fleirri fiskitegundum, áður en fiskveiðistjórnunarkerfið var tekið upp. Ofveiðin var ekki meiri en svo að þorksaflinn var 2x meiri áratugum saman og flestir stofnar stóðu mun sterkari en í dag.- Í þá daga fékk loðnan að sinna sínu hlutverki í friði. Umhverfisáhrif hafa vissulega áhrif ekki síður en ráðgjöf Hafró. Slóðin inn á viðtalið fylgir hér: Viðtalið. Gleðilega páska. Björn Ólafsson, útgerðartæknir, sjómaður ofl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Útvarpsþættirnir; Á Sprengisandi, eru oft mjög forvitnilegir og skemmtilegir. Kristján þáttastjórnandi oftast vel undirbúinn og fær í sínu starfi. Ég hlustaði með miklum áhuga þegar Kristján fékk forstjóra Hafró til sín, en hann vildi útskýringar á afhverju hann fékk ekki keypta lúðu í soðið. Svör forstjórans gáfu Kristjáni ekki mikla von um að hann fengi lúðu í bráð né humar, rækju, hörpudisk eða skötusel. Það sem ýtir við mér að skrifa þessa grein er sú staðreynd að ekki hef ég heyrt né séð neitt fjallað um þetta viðtal. Í ljósi svara forstjórans, sem er með yfir 30 ára starfsferil innan Hafró, þykir mér það hreint með ólíkindum. Hér er um eina okkur miklvægustu ríkisstofnun, og ærið tilefni til að skoða svör forstjórans aðeins. Þau er einfaldlega ekki hægt að kokgleypa. „Humarinn mjög hóflega nýttur“ – mjög hóflega“ Þetta fullyrti forstjórinn ítrekað. Staðreyndir fyrir hruni humarstofnsins má finna í úttekt ICES, Alþjóða Hafrannsóknarráðsin, sem eru: 1. Villandi ráðgjöf. Hafró beitti ónofhæfum aðferðum við stofnstærðarmat. ICES hvatti Hafró, til að taka upp vísindalega viðurkenndar aferðir sem byggjast á UWTV rannsóknum (Under Water Television Survey) Það var fyrst gert árið 2016. 2. Ofveiði. Gengið var á stofninn mun meira en hann gat gefið af sér, það kom fram þegar viðurkennd stofnstærðarmæling var tekin upp. 3. Eyðilegging á búsvæðum humarsins. Samkvæmt ICES hafa ekki sést jafn illa farin búsvæði humars, þar sem rannsóknir hafa farið fram. Endalaus skakstur með humartroll, þar sem fótreipin voru á tíðum sérútbúin til að grafa sig sem mest niður í sjávarbotninn, til að skafa humarinn upp. Þannig eyðilögðust búsvæði hans, sem hann býr til með gerð ganga undir sjávarbotninum. En 2018 var vart við veiðar kvenhumars, sem alla jafna heldur sig undir botninum. Stofninn var það illa leikinn, að óratíma tekur fyrir hann að ná sér upp. 4. Með upptöku nýrrar tækni við stofnstærðamælingu, kom í ljós mun meira afrán þorsks og ýsu á humri, en gert var ráð fyrir. Mín skoðun er sú, að þessi mikla aukning á afráni megi rekja til ofveiða á loðnu. (afrán: það sem aðrir fiskar, dýr og fuglar éta af tegundinni. Sjálfrán: það sem eigintegund étur af sjálfri sér, t.d. át þorsks af minni þorski) Eftirfarandi er ráðgjöf til ráðherra: „Hafrannsóknastofnun ráðleggur, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið (MSY), að afli fiskveiðiárið 2017/2018 verði ekki meiri en 1150 tonn.” Hrun humarstofnsins hér, vakti mikla athygli langt út fyrir landsteinana. Líklega vegna þess að það er ekki oft sem „mjög hóflega nýttur“ stofn er eyðilagður. Við Skotland er samskonar humarstofn og hér við land. Stofninn þar er í góðu standi, og þar eru veidd um 10-15 þús tonn árlega. Rækjan – stofninn hruninn Af því Kristján nefndi rækjuna. „ Á öllum þessum svæðum er talið að afrán þorsks og ýsu hafi átt verulegan þátt í hruni rækjustofnanna.” Skv. Skýrslum Hafró. Þetta er ekki nema hluti “sannleikans”. Í erlendum gögnum, þar á meðal frá ICES má finna helstu ástæðurnar. Hrunið má einkum rekja til: 1. Umhverfisbeytinga. 2. Ofveiði, ónóg vöktun með stofninum og veiðum. 3. Rangar stofnstærðarmælingar í bland við of hæg viðbrögð við ofveiði sem blasti við. 4. Stóraukið afrán, sérstaklega vegna minni loðnu. Forstjóranum var tíðrætt um hlýnun sjávar, og tók ástand fiskistofna í Barentshafi til samanburðar, en nefndi reyndar ekki rækjuna. Rækjustofninn í Barentshafi er við hestaheilsu, og var rækjukvótinn þar aukinn úr 61.þús tonnum 2023 í 118 þús tonn 2024. Loðnan. Langmikilvægsti fiskurinn í vistkerfi N-Atlantshafsins Loðnustofninn er í slæmum málum. Afhverju? Samkvæmt forstjóranum er ástæðan ein; umhverfisbreytingar, hlýnun hafsins. Frá um 1925 til 1965 er talað um hlýindaskeið í hafinu. Síðan er tímabilið 1965-1986 talið kuldaskeið, og nú er aftur hlýindaskeið. Það var athyglisvert að forstjórinn talar um, að ekki er vitað hvernig staðan á loðnustofninum var 1925-1965, þar sem „við nýttum hana ekki“. Þó ástand lofðnustofnsins sé á huldu þennan tíma, er staðreynd að okkar helstu nytjastofnar stóðu vel þann tíma sem loðna var ekki veidd. Til dæmis var þorskaflinn aldrei meiri, mest yfir 500 þús tonn, og bolfiskstofnar stóðu sterkir þrátt fyrir óhefta veiði þeirra áratugum saman. Mikilvægi loðnunnar fyrir vistkerfi hafsins hér á norðurslóðum verður seint ofmetið. Stundum er litið til loðnunnar, sem „kanarífugl vistkerfisins“ – líkt og kolunámumenn notuðu kanarífugla til að meta ástand loftsins í kolanámunum. Lifandi eða dauð, gegnir hún lykilhlutverki í orkuflutningi í hafinu. Dauð loðna sem nær að falla til botns kveikir þar mikið líf, sem er hluti hringrásarinnar í vistkerfinu. Hún verður þannig mikilvæg til viðhalds næringarefna, sem síðar koma ungviði ýmissa tegunda til góðs. Í örstuttu máli, það er staðreynd að loðnan; dauð eða lifandi, leggur mikið til heilbrigðrar nýliðunnar margra fiskistofna. Oft er nefnt að loðnan drepist hvort sem er eftir hrygningu og því í lagi að veiða hana, Ekkert er fjarri sannleikanum. Hafró telur sig hafa vit fyrir nátturunni Forstjórinn sagði: „við reiknum út hvað náttúran þarf, áður en við grípum inn“. Og, átti við að reiknað væri út hvað hinir ýmsu fiskistofnar, hvalir, fuglar.... þyrftu að fá að éta af loðnu, áður en ráðgjöf um veiðikvóta væri gefin út. Í næstu setningu segir forstjórinn, að ekki sé vitað hvað hvalirnir sem éti loðnu séu margir, þegar Kristján nefnir át hvala. Þegar loðnan á í hlut, eru það ekki beisin vísindi að skella einverri sök á hvali. Ólíkt manninum, leggja hvalir líkt og flestar dýrategundir, meira til viskerfisins en þeir taka. Hvalir hafa verið í sjónum í milljónir ára og hafa enn ekki étið sjálfa sig út á gaddinn. Gæti verið að úrgangurinn úr dýri sem étur 600-1000 kg á dag, geri eitthvað gagn í vistkerfinu? En hvalir gera sínar þarfir í efri lögum sjávar, og dreifa því úrgangi eins hver önnur húsdýr, sem áburður væri. Þannig leggja þeir til mikilvæg næringarefni til viðhalds vistkerfisins. Við suðurpólinn þar sem hvölum hefur fjölgað, þá hefur vistkerfið frekar tekið við sér og staðið sterkara en áður. Hvernig stendir á því, að fiskifræðingar Hafró, álíti veiðar á loðnu hafi svo lítil áhrif á vistkerfið og stofnstærð loðnu, að það þykir ekki taka því að nefna þær? Líffræðilega er sannað að loðna og loðnudauði hefur mikil áhrif á nýliðun fiskistofna. Við höfum fjarlægt mörg hundruð milljónir tonna af loðnu úr vistkerfinu Síldin „hvarf“ um 1969, eða öllu heldur var kláruð. Stórfelldar loðnuveiðar komu í kjölfarið, tugmilljónir tonna hafa verið veidd hér á miðunum. Það magn segir lítið. Hrogn sem hefðu annars orðið að nýjum loðnu einstaklingum ár eftir ár, hefðu gefið mörg hundruð milljónir tonna af loðnu. Þetta er ekki flókin útreikningur. Þetta gífurlega magn hefði farið inn í vistkerfið sem fæða í einhverju formi. Af hverju léttist þorskurinn ár eftir ár? Vegna hlýnunnar og eða vegna þess að stórfelldar loðnuveiðar höfðu verið stundaðar? Í Barentshafi var sama upp á teningnum. Stórfelldar loðnuveiðar eftir að síldin hvarf. Allt að um 3 milljónir tonna voru veidd á ári, og afleiðingarnar voru sambærilegar og hér; nýliðun snar minnkaði. Í kjölfarið tók þorskstofninn þar mikla dýfu, nánast hrundi. Rannsóknir (Hamre 1988) leiddu í ljós að ofveiðar á loðnu höfðu bein áhrif á þorskstofninn og fleiri stofna sem stóla á loðnu sem fæðu. Þegar loðnumagn í hafinu minnkar, eykst afrán í ýmsar aðrar tegundir; humar, rækju, seiði og fleirra. Þetta er vísindalega sannað. Það sem meira er og er væntanlega stórvanmetið; sjálfrán stóreykst, þorskurinn er að éta meira af eigin fjölskyldu en reiknað er með. Það vita sjómenn sem sjá boltaþorsk fullann af minni þorsk. Þeir fiskistofnar sem stóla á loðnu sem fæði, gera allt til að bæta sér upp tapið. Þannig stóreykst afrán á mikilvægum nytjategundum. Forstjórinn: „góðu féttirnar eru að enn er til hrygningarstofn“ Staðan er sú, að það má með góðum líkum fullyrða að loðnustofninn sé hruninn, eða við það. Síðustu ár staðfesta það. Fram til 2015 var vinnuregla Hafró „að skilja 400 þús tonn eftir af loðnu til hrygningar og afráns“. Að baki þessari tölu, voru engar vísindilegar forsendur. Nú gildir ; „Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150 000 tonnum”. Þetta er reglan sem á að tryggja “náttúrunni” nægt magn af loðnu. Ekki er hægt með neinum hætti, að fullyrða að þessi regla tryggi það að mikilvægasti fiskistofninn í vistikerfi N-Atlantshafsins geti viðhaldi mikilvægu hlutverki sínu. Þvert á móti, sýnir hrun fiskistofna, og stóraukið afrán, að verið er að ganga á mikilvægasta hlekk vistkerfisins.. Það leiðir meðal annars til lélegrar nýliðunnar og þyndgartaps þorskstofnsins hér við land. Að skella allri skuldinni á hlýnun hafsins og aðar umhverfisbreytingar, er útskýring sem heldur ekki sjó. Forstjórinn talar um að það hafi verið ofveiði á þorski og fleirri fiskitegundum, áður en fiskveiðistjórnunarkerfið var tekið upp. Ofveiðin var ekki meiri en svo að þorksaflinn var 2x meiri áratugum saman og flestir stofnar stóðu mun sterkari en í dag.- Í þá daga fékk loðnan að sinna sínu hlutverki í friði. Umhverfisáhrif hafa vissulega áhrif ekki síður en ráðgjöf Hafró. Slóðin inn á viðtalið fylgir hér: Viðtalið. Gleðilega páska. Björn Ólafsson, útgerðartæknir, sjómaður ofl.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun