Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. apríl 2025 21:13 Þeir félagar Búbbi og Styrmir voru himinlifandi báðir tveir með endurfundina. Vísir/Bjarni Sannkallað páskakraftaverk varð á dögunum þegar páfagaukurinn Búbbi fannst heill á húfi eftir að hafa fokið alla leið úr Hlíðarendahverfi og yfir á Kársnes í Kópavogi þar sem hann varð næstum ketti að bráð. Ellefu ára eigandi andar léttar. Það leit ekki vel út síðastliðinn sunnudag þegar páfagaukurinn Búbbi slapp út af heimili sínu í Hlíðarendahverfi í Reykjavík. Hinn ellefu ára gamli Styrmir Pálsson segist þó aldrei hafa gefið upp vonina um að fuglinn myndi finnast. Búbbi ekki hræddur við myndavélina „Við eigum tvo hunda og við hleypum þeim alltaf út af svölunum svo á sunnudaginn þá gerðist þetta og þá ætluðum við að hleypa þeim út og þá var pabbi að opna og þá var hann hérna á stólnum og svo flaug hann út um svalirnar. Svo fór hann lengst upp í loftið, samt var svo mikill vindur, að hann fauk lengst út í buska,“ segir hinn ellefu ára gamli Styrmir. Feðgarnir ruku þá út að leita að honum og leituðu í fimm klukkustundir án árangurs. Stjúpmamma Styrmis auglýsti eftir fuglinum á Facebook hópnum Týnd dýr og það borgaði sig heldur betur. Styrmir segist hafa verið himinlifandi þegar Búbbi fannst. „Þá var ég ótrúlega glaður. Við vorum í Öskjuhlíðinni þarna þegar stjúpmamma mín hringdi í pabba minn af því að hún hafði sett inn á Facebook group að hann hefði fundist.“ Búbbi fannst uppi í tréi í garði á Kársnesi í Kópavogi og hafði því fokið rúma þrjá kílómetra. „Það var köttur fyrir neðan að reyna að ná honum, hann bara gargaði ótrúlega mikið, þannig einhver kona kom og náði í hann.“ Óhætt er að segja að Búbbi hafi aldrei verið betri þó ferðalagið hafi tekið á. Hann tók sitt uppáhalds lag fyrir fréttamann Stöðvar 2 sem Styrmir og pabbi hans kenndu honum. Sjón er sögu ríkari. „Hann er mjög vinalegur, hann er vinapáfagaukur eiginlega og er alltaf hjá manni. Ef maður fer út úr herberginu sem hann er í, þá eltir hann mann alltaf.“ Fuglar Dýr Kópavogur Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Það leit ekki vel út síðastliðinn sunnudag þegar páfagaukurinn Búbbi slapp út af heimili sínu í Hlíðarendahverfi í Reykjavík. Hinn ellefu ára gamli Styrmir Pálsson segist þó aldrei hafa gefið upp vonina um að fuglinn myndi finnast. Búbbi ekki hræddur við myndavélina „Við eigum tvo hunda og við hleypum þeim alltaf út af svölunum svo á sunnudaginn þá gerðist þetta og þá ætluðum við að hleypa þeim út og þá var pabbi að opna og þá var hann hérna á stólnum og svo flaug hann út um svalirnar. Svo fór hann lengst upp í loftið, samt var svo mikill vindur, að hann fauk lengst út í buska,“ segir hinn ellefu ára gamli Styrmir. Feðgarnir ruku þá út að leita að honum og leituðu í fimm klukkustundir án árangurs. Stjúpmamma Styrmis auglýsti eftir fuglinum á Facebook hópnum Týnd dýr og það borgaði sig heldur betur. Styrmir segist hafa verið himinlifandi þegar Búbbi fannst. „Þá var ég ótrúlega glaður. Við vorum í Öskjuhlíðinni þarna þegar stjúpmamma mín hringdi í pabba minn af því að hún hafði sett inn á Facebook group að hann hefði fundist.“ Búbbi fannst uppi í tréi í garði á Kársnesi í Kópavogi og hafði því fokið rúma þrjá kílómetra. „Það var köttur fyrir neðan að reyna að ná honum, hann bara gargaði ótrúlega mikið, þannig einhver kona kom og náði í hann.“ Óhætt er að segja að Búbbi hafi aldrei verið betri þó ferðalagið hafi tekið á. Hann tók sitt uppáhalds lag fyrir fréttamann Stöðvar 2 sem Styrmir og pabbi hans kenndu honum. Sjón er sögu ríkari. „Hann er mjög vinalegur, hann er vinapáfagaukur eiginlega og er alltaf hjá manni. Ef maður fer út úr herberginu sem hann er í, þá eltir hann mann alltaf.“
Fuglar Dýr Kópavogur Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira