Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2025 08:00 Eyjarnar og skerin á Breiðafirði eru oft sögð óteljandi. Einhver þeirra eru að öllum líkindum þjóðlendur en önnur ekki, til að mynda þau sem eru næst Stykkishólmi. Vísir/Vilhelm Óbyggðanefnd telur að eyjar og sker sem liggja fyrir landi jarðar séu hluti þeirrar jarðar sem næst liggur, nema þau hafi sérstaklega verið skilin frá jörðinni. Ríkið hefur gert kröfu í stóran hluta eyja og skerja í kringum landið og það er undir hverjum þeim sem telur sig eiga eyju eða sker að halda uppi vörnum gegn ríkinu. Í febrúar í fyrra var greint frá því að þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra hefði skilað kröfum ríkisins í eyjar og sker til óbyggðanefndar, sem hafði tekið svokallað svæði 12, eyjar og sker, til meðferðar í apríl árið 2023. Svæðið er það síðasta sem óbyggðanefnd á eftir að taka ákvarðanir um en vinna nefndarinnar hófst árið 1998. Dregið í land Krafa ráðherra vakti talsverða óánægju og hann var sakaður um að reyna að sölsa undir sig land, ekki síst af Eyjamönnum. Ráðherra hafði meðal annars gert kröfu um stóran hluta Vestmannaeyja. Í október í fyrra dró ráðherra, sem var reyndar nýr fjármálaráðherra, nokkuð í land og skilaði endurskoðaðri kröfugerð. Síðan þá hefur fátt verið að frétta af þjóðlendumálum, þangað til þann 10. þessa mánaðar, þegar Óbyggðanefnd birti umfjöllun sína um almenn álitaefni um eignarréttarlega stöðu eyja og skerja utan meginlandsins. Niðurstaða nefndarinnar er í stuttu máli sú að eyjar og sker sem liggja að landi tilheyri þeirri jörð sem næst liggur. Sömu reglur gilda um eyjar og sker Í samantekt nefndarinnar segir að að mati hennar eigi þau almennu sjónarmið sem lögð hafa verið til grundvallar niðurstöðum í þjóðlendumálum, og mótast hafa í réttarframkvæmd, í öllum aðalatriðum við um eyjar og sker með svipuðum hætti og landsvæði á meginlandinu. Í ljósi þess að landnámslýsingar í Landnámu séu almennt óljósar eða takmarkaðar þegar kemur að eyjum og skerjum á svæði 12 telji nefndin, með vísan til dómaframkvæmdar, að skipt geti meira máli að sýnt sé fram á að eignarréttur að eyjum og skerjum hafi í reynd verið til staðar á fyrri tíð og flust áfram í tímans rás, fremur en hvernig til hans hafi stofnast í öndverðu. Eftir sem áður telji nefndin þó að skýrar frásagnir í Landnámu hafi þýðingu við mat á stofnun eignarréttar. Með hliðsjón af fyrirliggjandi dómaframkvæmd telji nefndin að í lokamálslið 2. kapítula rekabálks Jónsbókar felist gildandi lagaregla sem kveði á um að eyjar og sker sem liggja fyrir landi jarðar séu hluti þeirrar jarðar sem næst liggur, nema þau hafi verið skilin frá hlutaðeigandi jörð með samningi eða öðrum löggerningum. Geti gilt utan tveggja kílómetra Þrátt fyrir nokkurn vafa um hvernig beri að túlka orðasambandið fyrir landi í skilningi ákvæðisins telji nefndin að svo stöddu almennt unnt að leggja til grundvallar að eyjar og sker sem eru allt að tvo kílómetra frá landi geti talist fyrir landi í þessum skilningi og falli því undir gildissvið ákvæðisins, svo framarlega sem staðhættir eða aðrar aðstæður mæla því ekki sérstaklega í mót. Af því leiði að nefndin telji almennt hægt að miða við að eyjar og sker sem svo háttar til um séu eignarlönd í skilningi þjóðlendulaga. Hugsanlegt sé að gildissvið ákvæðisins nái lengra frá landi en það þarfnist nánari rannsóknar, auk þess sem mögulegt sé að mat á því kunni að vera atviksbundið og að einhverju leyti háð staðháttum. Að öðru leyti telji nefndin, líkt og í fyrri þjóðlendumálum, að við mat á eignarréttarlegri stöðu landsvæðis skipti mestu máli að greina hvort svæðið sem um er deilt sé eða hafi verið jörð eða hluti jarðar samkvæmt fyrirliggjandi heimildum. Líkur séu á að land sem samkvæmt fyrirliggjandi heimildum er eða hefur verið hluti jarðar sé eignarland. Við sönnun á því hvort eyjar eða sker teljist vera eða hafa verið hlutar jarða hafi landamerkjabréf almennt ríkara vægi en aðrar heimildir. Þannig megi telja líkur á því að eyjajörð, svo sem hún er afmörkuð í landamerkjabréfi, sé beinum eignarrétti háð, enda stangist lýsing á merkjum ekki á við atriði á borð við staðhætti og upplýsingar um nýtingu lands, eða fyrir liggi eldri heimildir sem mæli því í mót. Það sama eigi við um eyjar og sker sem fjallað er um í landamerkjabréfum jarða á meginlandinu. Eyjar og sker megi vera aðskilin jörð, eðli málsins samkvæmt Að teknu tilliti til réttarframkvæmdar og á grundvelli almennrar rannsóknar óbyggðanefndar sé mat nefndarinnar að staðhættir, þar á meðal landfræðilegur aðskilnaður eyjar eða skers frá heimalandi eða heimaeyju, mæli almennt ekki einir og sér gegn því að lýsingar í landamerkjabréfum jarða séu lagðar til grundvallar afmörkun þeirra. Þrátt fyrir að sérstök lýsing í landamerkjabréfi á landsvæði sem er aðskilið heimalandi jarðar hafi í réttarframkvæmd oft verið talin benda til þess að um þjóðlendu sé að ræða, þá telji nefndin að þau sjónarmið eigi ekki endilega við með sama hætti um eyjar og sker, sem eðli máls samkvæmt séu alltaf landfræðilega aðskilin heimalöndum. Það eigi bæði við um úteyjar eyjajarða og eyjar og sker sem tengjast jörðum á meginlandinu. Nefndin telji að upplýsingar um gróðurfar á eyjum og skerjum ráði almennt ekki úrslitum við mat á sönnunargildi landamerkjabréfa jarða sem telja til réttinda á eyjum og skerjum. Þá telji nefndin að almennar upplýsingar um búskaparhætti og nýtingu lands á eyjum og skerjum styðji almennt að eyjar og sker sem fjallað er um í landamerkjabréfum jarða séu eignarlönd. Í tilvikum þar sem ekki liggja fyrir landamerkjabréf vegna jarða sem aðrar heimildir gefa til kynna að séu jarðir þurfi að ákvarða merki þeirra út frá öðrum fyrirliggjandi upplýsingum og heimildum. Í því sambandi komi meðal annars til skoðunar staðhættir, heimildir um merki aðliggjandi jarða og önnur fyrirliggjandi gögn. Sambærileg sjónarmið eigi við um afmörkun jarða þegar merkjalýsingar í landamerkjabréfum eru óljósar eða lýsa ekki heildarmerkjum jarða. Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Þórdís veifar hvíta fánanum til Eyja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir efnahags- og fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að málmeðferð vegna þjóðlendna á svæði 12, en það varðar eyjar og sker, verði frestað svo unnt sé að endurskoða kröfur ríkisins. 5. apríl 2024 15:10 Vill svör frá stjórnvöldum um kröfu í Kerlingarhólma Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði á nú í deilum við ríkið vegna kröfu Óbyggðanefndar í sker og eyjar við Ísland. Landið sem Þórhildur á og nefndin hefur gert kröfu í er reyndar ekki eyja heldur er tún og er í um 40 kílómetra fjarlægð frá strandlengjunni. Hún hefur nú krafist skýringa frá nefndinni. 15. mars 2024 09:01 Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. 13. febrúar 2024 20:42 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Í febrúar í fyrra var greint frá því að þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra hefði skilað kröfum ríkisins í eyjar og sker til óbyggðanefndar, sem hafði tekið svokallað svæði 12, eyjar og sker, til meðferðar í apríl árið 2023. Svæðið er það síðasta sem óbyggðanefnd á eftir að taka ákvarðanir um en vinna nefndarinnar hófst árið 1998. Dregið í land Krafa ráðherra vakti talsverða óánægju og hann var sakaður um að reyna að sölsa undir sig land, ekki síst af Eyjamönnum. Ráðherra hafði meðal annars gert kröfu um stóran hluta Vestmannaeyja. Í október í fyrra dró ráðherra, sem var reyndar nýr fjármálaráðherra, nokkuð í land og skilaði endurskoðaðri kröfugerð. Síðan þá hefur fátt verið að frétta af þjóðlendumálum, þangað til þann 10. þessa mánaðar, þegar Óbyggðanefnd birti umfjöllun sína um almenn álitaefni um eignarréttarlega stöðu eyja og skerja utan meginlandsins. Niðurstaða nefndarinnar er í stuttu máli sú að eyjar og sker sem liggja að landi tilheyri þeirri jörð sem næst liggur. Sömu reglur gilda um eyjar og sker Í samantekt nefndarinnar segir að að mati hennar eigi þau almennu sjónarmið sem lögð hafa verið til grundvallar niðurstöðum í þjóðlendumálum, og mótast hafa í réttarframkvæmd, í öllum aðalatriðum við um eyjar og sker með svipuðum hætti og landsvæði á meginlandinu. Í ljósi þess að landnámslýsingar í Landnámu séu almennt óljósar eða takmarkaðar þegar kemur að eyjum og skerjum á svæði 12 telji nefndin, með vísan til dómaframkvæmdar, að skipt geti meira máli að sýnt sé fram á að eignarréttur að eyjum og skerjum hafi í reynd verið til staðar á fyrri tíð og flust áfram í tímans rás, fremur en hvernig til hans hafi stofnast í öndverðu. Eftir sem áður telji nefndin þó að skýrar frásagnir í Landnámu hafi þýðingu við mat á stofnun eignarréttar. Með hliðsjón af fyrirliggjandi dómaframkvæmd telji nefndin að í lokamálslið 2. kapítula rekabálks Jónsbókar felist gildandi lagaregla sem kveði á um að eyjar og sker sem liggja fyrir landi jarðar séu hluti þeirrar jarðar sem næst liggur, nema þau hafi verið skilin frá hlutaðeigandi jörð með samningi eða öðrum löggerningum. Geti gilt utan tveggja kílómetra Þrátt fyrir nokkurn vafa um hvernig beri að túlka orðasambandið fyrir landi í skilningi ákvæðisins telji nefndin að svo stöddu almennt unnt að leggja til grundvallar að eyjar og sker sem eru allt að tvo kílómetra frá landi geti talist fyrir landi í þessum skilningi og falli því undir gildissvið ákvæðisins, svo framarlega sem staðhættir eða aðrar aðstæður mæla því ekki sérstaklega í mót. Af því leiði að nefndin telji almennt hægt að miða við að eyjar og sker sem svo háttar til um séu eignarlönd í skilningi þjóðlendulaga. Hugsanlegt sé að gildissvið ákvæðisins nái lengra frá landi en það þarfnist nánari rannsóknar, auk þess sem mögulegt sé að mat á því kunni að vera atviksbundið og að einhverju leyti háð staðháttum. Að öðru leyti telji nefndin, líkt og í fyrri þjóðlendumálum, að við mat á eignarréttarlegri stöðu landsvæðis skipti mestu máli að greina hvort svæðið sem um er deilt sé eða hafi verið jörð eða hluti jarðar samkvæmt fyrirliggjandi heimildum. Líkur séu á að land sem samkvæmt fyrirliggjandi heimildum er eða hefur verið hluti jarðar sé eignarland. Við sönnun á því hvort eyjar eða sker teljist vera eða hafa verið hlutar jarða hafi landamerkjabréf almennt ríkara vægi en aðrar heimildir. Þannig megi telja líkur á því að eyjajörð, svo sem hún er afmörkuð í landamerkjabréfi, sé beinum eignarrétti háð, enda stangist lýsing á merkjum ekki á við atriði á borð við staðhætti og upplýsingar um nýtingu lands, eða fyrir liggi eldri heimildir sem mæli því í mót. Það sama eigi við um eyjar og sker sem fjallað er um í landamerkjabréfum jarða á meginlandinu. Eyjar og sker megi vera aðskilin jörð, eðli málsins samkvæmt Að teknu tilliti til réttarframkvæmdar og á grundvelli almennrar rannsóknar óbyggðanefndar sé mat nefndarinnar að staðhættir, þar á meðal landfræðilegur aðskilnaður eyjar eða skers frá heimalandi eða heimaeyju, mæli almennt ekki einir og sér gegn því að lýsingar í landamerkjabréfum jarða séu lagðar til grundvallar afmörkun þeirra. Þrátt fyrir að sérstök lýsing í landamerkjabréfi á landsvæði sem er aðskilið heimalandi jarðar hafi í réttarframkvæmd oft verið talin benda til þess að um þjóðlendu sé að ræða, þá telji nefndin að þau sjónarmið eigi ekki endilega við með sama hætti um eyjar og sker, sem eðli máls samkvæmt séu alltaf landfræðilega aðskilin heimalöndum. Það eigi bæði við um úteyjar eyjajarða og eyjar og sker sem tengjast jörðum á meginlandinu. Nefndin telji að upplýsingar um gróðurfar á eyjum og skerjum ráði almennt ekki úrslitum við mat á sönnunargildi landamerkjabréfa jarða sem telja til réttinda á eyjum og skerjum. Þá telji nefndin að almennar upplýsingar um búskaparhætti og nýtingu lands á eyjum og skerjum styðji almennt að eyjar og sker sem fjallað er um í landamerkjabréfum jarða séu eignarlönd. Í tilvikum þar sem ekki liggja fyrir landamerkjabréf vegna jarða sem aðrar heimildir gefa til kynna að séu jarðir þurfi að ákvarða merki þeirra út frá öðrum fyrirliggjandi upplýsingum og heimildum. Í því sambandi komi meðal annars til skoðunar staðhættir, heimildir um merki aðliggjandi jarða og önnur fyrirliggjandi gögn. Sambærileg sjónarmið eigi við um afmörkun jarða þegar merkjalýsingar í landamerkjabréfum eru óljósar eða lýsa ekki heildarmerkjum jarða.
Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Þórdís veifar hvíta fánanum til Eyja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir efnahags- og fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að málmeðferð vegna þjóðlendna á svæði 12, en það varðar eyjar og sker, verði frestað svo unnt sé að endurskoða kröfur ríkisins. 5. apríl 2024 15:10 Vill svör frá stjórnvöldum um kröfu í Kerlingarhólma Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði á nú í deilum við ríkið vegna kröfu Óbyggðanefndar í sker og eyjar við Ísland. Landið sem Þórhildur á og nefndin hefur gert kröfu í er reyndar ekki eyja heldur er tún og er í um 40 kílómetra fjarlægð frá strandlengjunni. Hún hefur nú krafist skýringa frá nefndinni. 15. mars 2024 09:01 Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. 13. febrúar 2024 20:42 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Þórdís veifar hvíta fánanum til Eyja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir efnahags- og fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að málmeðferð vegna þjóðlendna á svæði 12, en það varðar eyjar og sker, verði frestað svo unnt sé að endurskoða kröfur ríkisins. 5. apríl 2024 15:10
Vill svör frá stjórnvöldum um kröfu í Kerlingarhólma Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði á nú í deilum við ríkið vegna kröfu Óbyggðanefndar í sker og eyjar við Ísland. Landið sem Þórhildur á og nefndin hefur gert kröfu í er reyndar ekki eyja heldur er tún og er í um 40 kílómetra fjarlægð frá strandlengjunni. Hún hefur nú krafist skýringa frá nefndinni. 15. mars 2024 09:01
Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. 13. febrúar 2024 20:42