Körfubolti

Versta úr­slita­keppnin í sögu Reykja­nes­bæjar­liðanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dominykas Milka og félagar í Njarðvík eru komnir í sumarfrí eftir tap á Álftanesi í leik fjögur.
Dominykas Milka og félagar í Njarðvík eru komnir í sumarfrí eftir tap á Álftanesi í leik fjögur. Vísir/Hulda Margrét

Keflavík og Njarðvík eru bæði úr leik í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta og tölfræðilega er þetta slakasta frammistaða þeirra til samans í meira en fjörutíu ára sögu úrslitakeppninnar.

Tindastóll sópaði Keflvíkingum í sumarfrí 3-0 og Njarðvíkingar töpuðu 3-1 á móti Álftanesi en fjórði leikurinn fór fram í gærkvöldi.

Í fyrsta sinn í sex ár vinnur því hvorugt Reykjanesbæjarliðið einvígi í úrslitakeppninni en það gerðist síðast 2019.

Þetta er 41. úrslitakeppnin frá upphafi (byrjaði 1984) og í aðeins fimm þeirra (2012, 2013, 2018, 2019, 2025) hefur hvorki Keflavík né Njarðvík náð að vinna einvígi.

Reykjanesbæjarliðin unnu aðeins einn af sjö leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár og það gerir bara fjórtán prósent sigurhlutfall.

Þetta er versta samanlagt sigurhlutfall Keflavíkur og Njarðvíkur í einni úrslitakeppni í fjögurra áratuga sögu úrslitakeppninnar.

Það fylgir þó sögunni að kvennalið félaganna eru heldur betur að halda uppi nafni sina félaga í úrslitakeppninni í ár enda bæði komin alla leið í undanúrslitin í Bónus deild kvenna.  Keflavík vann Tindastól 3-0 og Njarðvík vann 3-0 sigur á Stjörnunni. Kvennaliðin eru því enn ósigruð í úrslitakeppninni í ár.

  • Verstu úrslitakeppnirnar í sögu Reykjanesbæjar (Keflavík+Njarðvík)
  • 14% sigurhlufall - 2025 (1 sigur - 6 töp)
  • 20% - 2012 (1-4)
  • 25% - 2019 (2-6)
  • 25% - 2018 (2-6)
  • 33% - 2013 (2-4)
  • 40% - 2009 (2-5)
  • -
  • Reykjanesbæjarliðin í síðustu tíu úrslitakeppnum
  • 2025: 1 sigur - 6 töp (14% sigurhlutfall)
  • 2024: 10 sigrar - -9 töp (53%)
  • 2023: 5 sigrar - 6 töp (45%)
  • 2022: 6 sigrar - 6 töp (50%)
  • 2021: 7 sigrar - - 3 töp (70%)
  • 2019: 2 sigrar - 6 töp (25%)
  • 2018: 2 sigrar - 6 töp (25%)
  • 2017: 4 sigrar - 4 töp (50%)
  • 2016: 6 sigrar - 8 töp (43%)
  • 2015: 7 sigrar - 8 töp (47%)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×