„Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. apríl 2025 21:33 Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. Vísir/Diego Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var sár svekktur eftir tap á Ásvöllum gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi um laust sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Leiknum lauk með sex marka sigri Hauka, 26-20, en Eyjakonur leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 11-13. Sigurður segir góðan fyrri hálfleik þó ekki skila neinu og ekki sé hægt að fagna of snemma. „Ég sagði í hálfleiksræðunni að ég nenni ekki að fara í hundraðasta viðtalið og segja að þetta hafi verið frábær fyrri hálfleikur og tapa. Ég get alveg verið sammála því að þetta var flottu fyrri hálfleikur, en það er bara ekkert í fokking íþróttum. Ég held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt og er óþolandi. Við förum og réttum þeim leikinn og okkar reynslumiklu menn fá tvær tveggja mínútna brottvísanir sem eru bara hrikalega dýrar. Við förum í yfirsnúning og okkar yngstu leikmenn á sínu fyrst tímabili, þær bara ráða ekkert við það. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður en við erum bara svona góðar. Þetta var alveg óþolandi.“ Aðspurður hvað hafi valdið því að liðið hafi misst forystuna fljótlega í síðari hálfleik, þá hafði Sigurður þetta að segja. „Þær tóku Birnu Berg úr leik í síðasta leik og við spiluðum þar þetta sjö á sex og gerðum það mjög vel, en við vorum komnar í yfirsnúning. Við vorum orðnar stressaðar, við vorum hræddar við það að gera mistök, þorðum ekki að taka af skarið og allt þetta. Britney lætur reka sig tvisvar mjög heimskulega út af og það er bara ógeðslega dýrt, mjög dýrt. Það að vera komin fjögur til fimm mörk undir er bara erfitt og þá bara þurfum við kannski að fara selja okkur meira og hugrekkið búið og kannski orkan líka. Birna Berg var orðin mjög þreytt. En ég er pirraður, þetta var dauðafæri á að vinna þetta lið.“ Elín Klara er svo bara different-class Næsti leikur liðanna er út í Eyjum á laugardaginn. Sigurður segir Haukaliðið vera betra en sitt lið og þá standi Elín Klara Þorkelsdóttir upp úr. „Þetta er úrslitakeppni og það er bara þannig. Við erum í sjötta sæti, fengum tíu stig og bara erfiður vetur, en þetta er allt annað dæmi. Við erum bara með gott lið og það er fullt af hörku góðum leikmönnum þarna, en við erum ekki eins góðar og þær. Þá þurfum við að vera skynsamar og ekki að hleypa þeim í þetta. Elín Klara er svo bara different-class og við bara ráðum illa við hana, bara frábær en við vitum það alveg. Hún er bara gella sem vinnur sigra. En það er einn leikur út í Vestmannaeyjum og ég bara biðla til fólksins heima, strákarnir eru búnir, þannig að stelpurnar fái stuðning. Þetta eru bara Eyjastelpur mikið og þær eiga það skilið,“ sagði Sigurður að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Leiknum lauk með sex marka sigri Hauka, 26-20, en Eyjakonur leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 11-13. Sigurður segir góðan fyrri hálfleik þó ekki skila neinu og ekki sé hægt að fagna of snemma. „Ég sagði í hálfleiksræðunni að ég nenni ekki að fara í hundraðasta viðtalið og segja að þetta hafi verið frábær fyrri hálfleikur og tapa. Ég get alveg verið sammála því að þetta var flottu fyrri hálfleikur, en það er bara ekkert í fokking íþróttum. Ég held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt og er óþolandi. Við förum og réttum þeim leikinn og okkar reynslumiklu menn fá tvær tveggja mínútna brottvísanir sem eru bara hrikalega dýrar. Við förum í yfirsnúning og okkar yngstu leikmenn á sínu fyrst tímabili, þær bara ráða ekkert við það. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður en við erum bara svona góðar. Þetta var alveg óþolandi.“ Aðspurður hvað hafi valdið því að liðið hafi misst forystuna fljótlega í síðari hálfleik, þá hafði Sigurður þetta að segja. „Þær tóku Birnu Berg úr leik í síðasta leik og við spiluðum þar þetta sjö á sex og gerðum það mjög vel, en við vorum komnar í yfirsnúning. Við vorum orðnar stressaðar, við vorum hræddar við það að gera mistök, þorðum ekki að taka af skarið og allt þetta. Britney lætur reka sig tvisvar mjög heimskulega út af og það er bara ógeðslega dýrt, mjög dýrt. Það að vera komin fjögur til fimm mörk undir er bara erfitt og þá bara þurfum við kannski að fara selja okkur meira og hugrekkið búið og kannski orkan líka. Birna Berg var orðin mjög þreytt. En ég er pirraður, þetta var dauðafæri á að vinna þetta lið.“ Elín Klara er svo bara different-class Næsti leikur liðanna er út í Eyjum á laugardaginn. Sigurður segir Haukaliðið vera betra en sitt lið og þá standi Elín Klara Þorkelsdóttir upp úr. „Þetta er úrslitakeppni og það er bara þannig. Við erum í sjötta sæti, fengum tíu stig og bara erfiður vetur, en þetta er allt annað dæmi. Við erum bara með gott lið og það er fullt af hörku góðum leikmönnum þarna, en við erum ekki eins góðar og þær. Þá þurfum við að vera skynsamar og ekki að hleypa þeim í þetta. Elín Klara er svo bara different-class og við bara ráðum illa við hana, bara frábær en við vitum það alveg. Hún er bara gella sem vinnur sigra. En það er einn leikur út í Vestmannaeyjum og ég bara biðla til fólksins heima, strákarnir eru búnir, þannig að stelpurnar fái stuðning. Þetta eru bara Eyjastelpur mikið og þær eiga það skilið,“ sagði Sigurður að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira