Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar 15. apríl 2025 11:32 Kostnaður vegna veru Íslands í EES er óheyrilegur Frumkvæði og lokaákvörðun um innleiðingar lagasetninga kemur að öllu leyti frá ESB og fá svið samfélagsins eru orðin undanskilin. Nánast allt regluverk í orku- og umhverfismálum, matvælaeftirliti og fjármálaeftirliti er í höndum embættismanna og fulltrúa annarra ríkja í Brüssel, en ekki í höndum kjörinna fulltrúa á Íslandi. Íslenskir borgarar hafa því engin áhrif á ákvarðanir stofnanna ESB. Raunverulegur efnahagslegur ávinningur íslendinga af EES samningnum er enginn. Margt bendir til að samningurinn sé orðin mjög óhagstæður og íþyngjandi fyrir hagsmuni Íslands. Stjórnkerfið Umfang regluverks ESB er orðin alltof mikið fyrir lítið samfélag eins og Ísland, ætlast er til sömu umsvifa vegna regluverks eins og í milljóna manna samfélögum. Íslensk stjórnsýsla ræður illa við regluverks ESB. Í Noregi er metið að um 30% vinnu í norsku stjórnsýslunni og enn hærra hlutfall í stofnunum þar sé vegna EES samningsins. ·Undanfarið hefur starfsfólki fjölgað sem sinnir regluverki ESB í Alþingi, ráðuneytum og stofnunum og kostnaður eykst sífellt, aðkeyptur sérfræðikostnaður og ferðalkostnaður er verulegur. Engin greining er til um kostnaður hins opinbera af stjórnsýslulegri þátttöku í EES samstarfinu. ·Reglur ESB á sviðum sem ekki voru í samningnum 1994 hafa krafist nýrra stofnanna, sem settar eru á stofna til að komast hjá beinu stjórnarskrábroti, en þær falla undir stjórn evrópskra yfirstofnanna. Kostnaður vegna þessa fyrir hið smáa íslenska samfélag hleypur á mörgum tugum milljarða króna árlega. Atvinnulífið Gífurlegur kostnaður er vegna regluverks ESB fyrir íslenskt atvinnulíf: Viðskiptaráð Íslands setti fram tölur 2015 um kostnað við eftirlit með atvinnulífinu. Beinn kostnaður var metinn um 20 milljarðar og óbeinn kostnaður um 143 milljarðar. Síðan þá hefur næsta árlega komið fram fram gagnrýni á stighækkandi kostnað. 2019 segir Viðskiptaráð ; „Ennfremur kemur Ísland verst út í norrænum samanburði á lykilþáttum regluverks og þá mælist Ísland með mest íþyngjandi regluverk í þjónustugreinum meðal OECD-ríkja.“ Aftur 2023 kvartar Viðskiptaráð regluverki ESB. “Áætlað er að þetta óþarflega íþyngjandi (þetta eina) regluverk hafi kostað íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða króna frá því að hún var innleitt“. VÍ ítrekar jafnframt „ Jafnframt státar Ísland sig af þeim vafasama heiðri að búa yfir mest íþyngjandi regluverki innan OECD í þeim 19 geirum er snúa að þjónustu við þegna landsins, svo sem fjármálaþjónustu og lögfræðiþjónustu.“ Tæknilegar hindranir og tollar ESB gagnvart löndum utan sambandsins: EES samningurinn koma í veg fyrir Ísland njóti hagkvæmni fríverslunarsamninga EFTA og viðskipta við önnur lönd t.d. lönd Ameríku og Asíu vegna tæknihindranna ESB, eins og CE merkinga. Orku og loftlagsmál Frelsi til orkuflutninga þ.e.þriðji orkupakkinnvar tróðið inn í EES-samninginn af ESB eins og þekkt er. Feginsamlega nýta innlend orkufyrirtæki sér markaðsfrelsið, þó engin sé samkeppnin, og hækka verð til smærri fyrirtækja og heimila, núna um síðastu áramót um 40% á smærri iðnfyrirtæk, sem í raun eru gegn ákvæði í OP3. Þessar hækkanir nema milljörðum á ári en á sama tíma er 80% raforkuframleiðslunnar bundin í langstímasamningum til stærri aðila. Stefna ESB í loftlagsmálum var tekin upp af Íslandi en er ekki hluti EES samningsins, þessi stefna órjúfanlega bundin markaðshyggjunni. ESB byggði upp kerfi sem nefnist ETS (Emission Trading System) og byggist á viðskiptum með losunarheimildir. Kerfið er einfalt, einkageirinn, þ.e. flug, sjóflutningar og stóriðja þurfa að kaupa sér losunarheimildir á hinum evrópska kolefnismarkaði, en ríkið, hvert fyrir sig er ábyrgt fyrir annari CO2 losun í sínu löndum. Árið 2012 var tonn af CO2 selt á 3 evrur. Síðustu misseru hefur verðið verið um 75 evrur fyrir tonnið og stefnir til himna þegar fluggeirinn og skipaflutningar koma að fullu inn í kerfið 2026. Er nokkur furða að ólíklegustu aðilar, þ.a.m. Orkuveita Reykjavíkur, vilji komast í þennan bissness og dæla óhreina loftinu niður í jörð Hafnfirðinga, Þorlákshafnar og víðar eða dreifa vítissóda eða trjákurli í hafið til að búa til losunarheimildir. Gagnrýnendur segja viðskiptakerfið bjóða uppá spillingu í kerfinu (sem hefur sannast) og alvarlegar spurningar settar fram um framtíð þessa kerfis ESB. Íslenskum flugrekendum er skylt að hafa losunarheimildir á móti því kolefni sem þeir losa, hingað til hafa þeir fengið þær endurgjaldslaust frá ríkinu en frá 2026 þurfa þeir að kaupa þær í ETS kerfinu-(Losun íslenskra flugrekenda var 537 þús.tonna CO2íg. árið 2022.), skipafélögin íslensku þurfa að að kaupa stigvaxandi losunarheimildir 2024 og að fullu 2026. Losun í millilandasiglingu á Íslandi var 288 þ.t CO2íg. árið 2022. Kolefnislosun stóriðjunar var 515 þ.t CO2íg. árið 2022. Samtals þurfa því íslensk fyrirtæki í stóriðju, flugrekstri og skipaflutningum að kaupa 1,35 millj. tonna kolefniskvóta að óbreyttu fyrir um 135 millj. evra, eða 20 milljarða kr. á ári. Hlutur flugs og sjóflutninga verður um 12,5 milljarðar kr sem lendir á útflytjendum vöru og neytendum í hærri flutningskostnaði og flugfargjöldum. Fyrir utan þetta er ríkið að leggja á, í auknu mæli kolefnisgjöld á atvinnugreinar og almenning. Samfélagslosun (Effort Sharing Regulation – ESR), sem m.a. fellur til frá vega-samgöngum, smærri iðnaði, fiskveiðum, orkuframleiðslu, landbúnaði, kælimiðlum og úrgangi, er á beina ábyrgð ríkja. Markmiðið er 41% losun kolefnis frá því sem var 2005 sem var 3.100 millj. tonna og markmiðið er því 1.830 millj. tonna Losun á beinni ábyrgð Íslands hefur verið undanfarin ár um 2.700 kt CO2-íg og áætluð að verði 2.261 kt CO2-íg árið 2030. Mismunur á markmiði og áætlun 2030 er því 431 þús tonn ef það gengur eftir. Samkvæmt því yrði Ísland að kaupa losunarheimildir fyrir um 6,5 milljarð. Kostnaður ríkisins vegna loftlagsmála innanlands hefur numið um 20 miljörðum á ári um fram tekjur af kolefnisgjöldum. Í stað þess að fyrirtæki og stjórnvöld séu að greiða hátt í 40 milljarð á ári næstu árum til loftlagsmarkaðs ESB gæti ríkið gæti lagt á kolefnisgjald á notendur einstaka losunarþætti í stað þess að greiða ESB. Schengen Annar fylgifiskur þessarar ESB meðvirkni er þátttakan í Schengen, þ.e. landamæraeftirliti ESB. Þátttaka í Schengen var algjörlega ástæðulaus sem sést best af því að Bretland, Írland og Kýpur, allt eylönd í ESB, tóku ekki þátt í þessu samstarfi auk þess eru Búlgaría og Rúmenía ekki þátttakendur í Shengen. Með þessari ákvörðun misstum við alla stjórn á eigin landamærum og höfum ekki getað stöðvað komu skilríkjalausra hælisleitenda til landsins sem hefur kostað ríkið tugi milljarða á ári Ljóst að kostnaður af veru Íslands í EES er mikill, af framansögðu má áætla hann um 250 milljarðar sem íslendingar verða að greiða með sér á hverju ári,og hafa engan sérstakan viðskiptavinning á móti. Þessi þróun er vegna ábyrgðarleysis stjórnvalda fyrir hagsmunum Íslands og því ber að segja EES samningnum upp. Þeir sem kalla á inngöngu í ESB ætti að vera ljóst að kostnaðurinn verður enn meiri fyrir þjóðina þetta, auk þess sem fórna yrði öllum auðæfum þjóðarinnar og færa stjórn þeirra undir erlent vald. Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Kostnaður vegna veru Íslands í EES er óheyrilegur Frumkvæði og lokaákvörðun um innleiðingar lagasetninga kemur að öllu leyti frá ESB og fá svið samfélagsins eru orðin undanskilin. Nánast allt regluverk í orku- og umhverfismálum, matvælaeftirliti og fjármálaeftirliti er í höndum embættismanna og fulltrúa annarra ríkja í Brüssel, en ekki í höndum kjörinna fulltrúa á Íslandi. Íslenskir borgarar hafa því engin áhrif á ákvarðanir stofnanna ESB. Raunverulegur efnahagslegur ávinningur íslendinga af EES samningnum er enginn. Margt bendir til að samningurinn sé orðin mjög óhagstæður og íþyngjandi fyrir hagsmuni Íslands. Stjórnkerfið Umfang regluverks ESB er orðin alltof mikið fyrir lítið samfélag eins og Ísland, ætlast er til sömu umsvifa vegna regluverks eins og í milljóna manna samfélögum. Íslensk stjórnsýsla ræður illa við regluverks ESB. Í Noregi er metið að um 30% vinnu í norsku stjórnsýslunni og enn hærra hlutfall í stofnunum þar sé vegna EES samningsins. ·Undanfarið hefur starfsfólki fjölgað sem sinnir regluverki ESB í Alþingi, ráðuneytum og stofnunum og kostnaður eykst sífellt, aðkeyptur sérfræðikostnaður og ferðalkostnaður er verulegur. Engin greining er til um kostnaður hins opinbera af stjórnsýslulegri þátttöku í EES samstarfinu. ·Reglur ESB á sviðum sem ekki voru í samningnum 1994 hafa krafist nýrra stofnanna, sem settar eru á stofna til að komast hjá beinu stjórnarskrábroti, en þær falla undir stjórn evrópskra yfirstofnanna. Kostnaður vegna þessa fyrir hið smáa íslenska samfélag hleypur á mörgum tugum milljarða króna árlega. Atvinnulífið Gífurlegur kostnaður er vegna regluverks ESB fyrir íslenskt atvinnulíf: Viðskiptaráð Íslands setti fram tölur 2015 um kostnað við eftirlit með atvinnulífinu. Beinn kostnaður var metinn um 20 milljarðar og óbeinn kostnaður um 143 milljarðar. Síðan þá hefur næsta árlega komið fram fram gagnrýni á stighækkandi kostnað. 2019 segir Viðskiptaráð ; „Ennfremur kemur Ísland verst út í norrænum samanburði á lykilþáttum regluverks og þá mælist Ísland með mest íþyngjandi regluverk í þjónustugreinum meðal OECD-ríkja.“ Aftur 2023 kvartar Viðskiptaráð regluverki ESB. “Áætlað er að þetta óþarflega íþyngjandi (þetta eina) regluverk hafi kostað íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða króna frá því að hún var innleitt“. VÍ ítrekar jafnframt „ Jafnframt státar Ísland sig af þeim vafasama heiðri að búa yfir mest íþyngjandi regluverki innan OECD í þeim 19 geirum er snúa að þjónustu við þegna landsins, svo sem fjármálaþjónustu og lögfræðiþjónustu.“ Tæknilegar hindranir og tollar ESB gagnvart löndum utan sambandsins: EES samningurinn koma í veg fyrir Ísland njóti hagkvæmni fríverslunarsamninga EFTA og viðskipta við önnur lönd t.d. lönd Ameríku og Asíu vegna tæknihindranna ESB, eins og CE merkinga. Orku og loftlagsmál Frelsi til orkuflutninga þ.e.þriðji orkupakkinnvar tróðið inn í EES-samninginn af ESB eins og þekkt er. Feginsamlega nýta innlend orkufyrirtæki sér markaðsfrelsið, þó engin sé samkeppnin, og hækka verð til smærri fyrirtækja og heimila, núna um síðastu áramót um 40% á smærri iðnfyrirtæk, sem í raun eru gegn ákvæði í OP3. Þessar hækkanir nema milljörðum á ári en á sama tíma er 80% raforkuframleiðslunnar bundin í langstímasamningum til stærri aðila. Stefna ESB í loftlagsmálum var tekin upp af Íslandi en er ekki hluti EES samningsins, þessi stefna órjúfanlega bundin markaðshyggjunni. ESB byggði upp kerfi sem nefnist ETS (Emission Trading System) og byggist á viðskiptum með losunarheimildir. Kerfið er einfalt, einkageirinn, þ.e. flug, sjóflutningar og stóriðja þurfa að kaupa sér losunarheimildir á hinum evrópska kolefnismarkaði, en ríkið, hvert fyrir sig er ábyrgt fyrir annari CO2 losun í sínu löndum. Árið 2012 var tonn af CO2 selt á 3 evrur. Síðustu misseru hefur verðið verið um 75 evrur fyrir tonnið og stefnir til himna þegar fluggeirinn og skipaflutningar koma að fullu inn í kerfið 2026. Er nokkur furða að ólíklegustu aðilar, þ.a.m. Orkuveita Reykjavíkur, vilji komast í þennan bissness og dæla óhreina loftinu niður í jörð Hafnfirðinga, Þorlákshafnar og víðar eða dreifa vítissóda eða trjákurli í hafið til að búa til losunarheimildir. Gagnrýnendur segja viðskiptakerfið bjóða uppá spillingu í kerfinu (sem hefur sannast) og alvarlegar spurningar settar fram um framtíð þessa kerfis ESB. Íslenskum flugrekendum er skylt að hafa losunarheimildir á móti því kolefni sem þeir losa, hingað til hafa þeir fengið þær endurgjaldslaust frá ríkinu en frá 2026 þurfa þeir að kaupa þær í ETS kerfinu-(Losun íslenskra flugrekenda var 537 þús.tonna CO2íg. árið 2022.), skipafélögin íslensku þurfa að að kaupa stigvaxandi losunarheimildir 2024 og að fullu 2026. Losun í millilandasiglingu á Íslandi var 288 þ.t CO2íg. árið 2022. Kolefnislosun stóriðjunar var 515 þ.t CO2íg. árið 2022. Samtals þurfa því íslensk fyrirtæki í stóriðju, flugrekstri og skipaflutningum að kaupa 1,35 millj. tonna kolefniskvóta að óbreyttu fyrir um 135 millj. evra, eða 20 milljarða kr. á ári. Hlutur flugs og sjóflutninga verður um 12,5 milljarðar kr sem lendir á útflytjendum vöru og neytendum í hærri flutningskostnaði og flugfargjöldum. Fyrir utan þetta er ríkið að leggja á, í auknu mæli kolefnisgjöld á atvinnugreinar og almenning. Samfélagslosun (Effort Sharing Regulation – ESR), sem m.a. fellur til frá vega-samgöngum, smærri iðnaði, fiskveiðum, orkuframleiðslu, landbúnaði, kælimiðlum og úrgangi, er á beina ábyrgð ríkja. Markmiðið er 41% losun kolefnis frá því sem var 2005 sem var 3.100 millj. tonna og markmiðið er því 1.830 millj. tonna Losun á beinni ábyrgð Íslands hefur verið undanfarin ár um 2.700 kt CO2-íg og áætluð að verði 2.261 kt CO2-íg árið 2030. Mismunur á markmiði og áætlun 2030 er því 431 þús tonn ef það gengur eftir. Samkvæmt því yrði Ísland að kaupa losunarheimildir fyrir um 6,5 milljarð. Kostnaður ríkisins vegna loftlagsmála innanlands hefur numið um 20 miljörðum á ári um fram tekjur af kolefnisgjöldum. Í stað þess að fyrirtæki og stjórnvöld séu að greiða hátt í 40 milljarð á ári næstu árum til loftlagsmarkaðs ESB gæti ríkið gæti lagt á kolefnisgjald á notendur einstaka losunarþætti í stað þess að greiða ESB. Schengen Annar fylgifiskur þessarar ESB meðvirkni er þátttakan í Schengen, þ.e. landamæraeftirliti ESB. Þátttaka í Schengen var algjörlega ástæðulaus sem sést best af því að Bretland, Írland og Kýpur, allt eylönd í ESB, tóku ekki þátt í þessu samstarfi auk þess eru Búlgaría og Rúmenía ekki þátttakendur í Shengen. Með þessari ákvörðun misstum við alla stjórn á eigin landamærum og höfum ekki getað stöðvað komu skilríkjalausra hælisleitenda til landsins sem hefur kostað ríkið tugi milljarða á ári Ljóst að kostnaður af veru Íslands í EES er mikill, af framansögðu má áætla hann um 250 milljarðar sem íslendingar verða að greiða með sér á hverju ári,og hafa engan sérstakan viðskiptavinning á móti. Þessi þróun er vegna ábyrgðarleysis stjórnvalda fyrir hagsmunum Íslands og því ber að segja EES samningnum upp. Þeir sem kalla á inngöngu í ESB ætti að vera ljóst að kostnaðurinn verður enn meiri fyrir þjóðina þetta, auk þess sem fórna yrði öllum auðæfum þjóðarinnar og færa stjórn þeirra undir erlent vald. Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar