Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2025 06:31 Faðir konunnar var fluttur frá heimili sínu í Garðabæ á bráðamóttöku Landspítalans árla morguns á föstudag. Hann lést á spítalanum síðar þann dag. Vísir/vilhelm Áttræður karlmaður sem lést á föstudag fékk fyrir hjartað snemma þann morgun á heimili sínu í Garðabænum. Dóttir hans sætir einangrun í tengslum við rannsókn málsins. Um fjölskylduharmleik er að ræða. Niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggur ekki enn fyrir. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun að lögreglu hefði borist tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eiginkona mannsins sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að hann hneig niður snemma á föstudagsmorgun. Mun maðurinn hafa fengið fyrir hjartað. Hann var fluttur á Landspítalann og lést þar síðar um daginn. Lögregla hefur haldið nokkuð þétt að sér spilunum við rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu bjuggu hjónin í einbýlishúsi í Garðabænum ásamt 28 ára einkadóttur sinni. Rannsakað er hvort dóttirin hafi hugsanlega átt þátt í andláti föður síns. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólk sem þekkir til fjölskyldunnar haft nokkrar áhyggjur af samskiptum dótturinnar við foreldra sína um nokkurt skeið. Dóttirin hafi verið mjög háð foreldrum sínum, notið stuðnings frá þeim og búið á heimili þeirra. Viðmælendur fréttastofu lýsa því að dóttirin hafi á tíðum undanfarin ár sýnt af sér hegðun sem flokka mætti allt frá mikilli frekju yfir í andlegt og líkamlegt ofbeldi. Foreldrarnir hafi aldrei virst vilja gera nokkuð mál úr hegðuninni. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta við fréttastofu að móðirin hafi stöðu brotaþola í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru áverkar á konunni sem er rúmlega sjötug. Ekki er grunur um að vopnum hafi verið beitt í samskiptum dótturinnar við foreldra hennar áður en hringt var á Neyðarlínuna á föstudagsmorgun. Þá er heldur ekki nokkur grunur um að fíkniefni eða neyslu eins og er svo oft tilfellið í sakamálarannsóknum hérlendis þar sem einhver ber líkamlegan skaða. Dóttirin var handtekin á heimili fjölskyldunnar á föstudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna síðar þann dag. Hún sætir einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til miðvikudags. Lögregla gerir almennt kröfu um einangrun til að byrja með í gæsluvarðhaldi. Telja má ólíklegt að lögregla krefjist frekari einangrunarvistar jafnvel þótt áfram verði farið fram á gæsluvarðhald. Rannsókn málsins er sögð á viðkvæmu stigi og lögregla hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um málið umfram það sem fram kom í yfirlýsingu um helgina. Lögregla staðfestir þó við fréttastofu að niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggi ekki enn fyrir. Lögreglumál Garðabær Rannsókn á andláti í Garðabæ Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun að lögreglu hefði borist tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eiginkona mannsins sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að hann hneig niður snemma á föstudagsmorgun. Mun maðurinn hafa fengið fyrir hjartað. Hann var fluttur á Landspítalann og lést þar síðar um daginn. Lögregla hefur haldið nokkuð þétt að sér spilunum við rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu bjuggu hjónin í einbýlishúsi í Garðabænum ásamt 28 ára einkadóttur sinni. Rannsakað er hvort dóttirin hafi hugsanlega átt þátt í andláti föður síns. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fólk sem þekkir til fjölskyldunnar haft nokkrar áhyggjur af samskiptum dótturinnar við foreldra sína um nokkurt skeið. Dóttirin hafi verið mjög háð foreldrum sínum, notið stuðnings frá þeim og búið á heimili þeirra. Viðmælendur fréttastofu lýsa því að dóttirin hafi á tíðum undanfarin ár sýnt af sér hegðun sem flokka mætti allt frá mikilli frekju yfir í andlegt og líkamlegt ofbeldi. Foreldrarnir hafi aldrei virst vilja gera nokkuð mál úr hegðuninni. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta við fréttastofu að móðirin hafi stöðu brotaþola í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru áverkar á konunni sem er rúmlega sjötug. Ekki er grunur um að vopnum hafi verið beitt í samskiptum dótturinnar við foreldra hennar áður en hringt var á Neyðarlínuna á föstudagsmorgun. Þá er heldur ekki nokkur grunur um að fíkniefni eða neyslu eins og er svo oft tilfellið í sakamálarannsóknum hérlendis þar sem einhver ber líkamlegan skaða. Dóttirin var handtekin á heimili fjölskyldunnar á föstudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna síðar þann dag. Hún sætir einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til miðvikudags. Lögregla gerir almennt kröfu um einangrun til að byrja með í gæsluvarðhaldi. Telja má ólíklegt að lögregla krefjist frekari einangrunarvistar jafnvel þótt áfram verði farið fram á gæsluvarðhald. Rannsókn málsins er sögð á viðkvæmu stigi og lögregla hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um málið umfram það sem fram kom í yfirlýsingu um helgina. Lögregla staðfestir þó við fréttastofu að niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggi ekki enn fyrir.
Lögreglumál Garðabær Rannsókn á andláti í Garðabæ Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira