Skipar starfshóp um dvalarleyfi Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2025 15:03 Þorbjörg Sigríður ætlar að taka til hendinni hvað dvalarleyfi varðar. Vísir/Einar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að gert sé ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögugerð sinni til dómsmálaráðherra 1. júlí 2025. Hópinn skipa: Edda Bergsveinsdóttir, formaður, frá dómsmálaráðuneytinu Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags Þórhildur Ósk Hagalín frá Útlendingastofnun Arnar Sigurður Hauksson, varamaður, frá dómsmálaráðuneytinu „Við höfum allt of litla yfirsýn yfir dvalarleyfismálin. Við verðum að líta til Norðurlandanna í þessum efnum og kanna hvernig best sé að samræma dvalarleyfi við þau. Þetta kerfi hefur að mörgu leyti verið í ólestri undanfarin ár, verið mjög kostnaðarsamt og löngu kominn tími til að yfirfara það. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og er þess fullviss að hún muni leiða til góðs fyrir land og þjóð. Það er ánægjulegt að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í þessum málum undanfarin sjö ár,“ er haft eftir dómsmálaráðherra. Tvöfaldaðist á fjórum árum Erlendum ríkisborgurum sem hingað flytjast hafi fjölgað ár frá ári og ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins séu engin undantekning. Ekki sé gert ráð fyrir öðru en að sú þróun muni halda áfram. Umsóknir um dvalarleyfi á Íslandi hafi tvöfaldast milli áranna 2020 og 2024, úr 5.559 í 10.234. Það sama megi segja um umsóknir um ríkisborgararétt, sem hafi ríflega tvöfaldast á sama tímabili. Markmiðið með starfshópnum sé að ná betri yfirsýn yfir þá hópa sem hér sækja um dvalarleyfi, það er þróun á fjölda og samsetningu dvalarleyfishafa sem og hvernig íslensk stjórnsýsla hafi verið í stakk búin til þess að takast á við verulega aukningu umsókna undanfarin ár. Skoða hverjir eru útsettir fyrir hagnýtingu Eins hafi ráðherra hug á að ná betri yfirsýn yfir þær áskoranir sem málaflokkurinn standi frammi fyrir, bæði með hliðsjón af viðkvæmum hópum og hvaða dvalarleyfi teljist sérstaklega útsett fyrir misnotkun og hagnýtingu þeirra einstaklinga sem um þau sækja. „Við höfum til dæmis ekkert sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur og ég tel að nauðsynlegt sé að breyta því,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að gert sé ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögugerð sinni til dómsmálaráðherra 1. júlí 2025. Hópinn skipa: Edda Bergsveinsdóttir, formaður, frá dómsmálaráðuneytinu Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags Þórhildur Ósk Hagalín frá Útlendingastofnun Arnar Sigurður Hauksson, varamaður, frá dómsmálaráðuneytinu „Við höfum allt of litla yfirsýn yfir dvalarleyfismálin. Við verðum að líta til Norðurlandanna í þessum efnum og kanna hvernig best sé að samræma dvalarleyfi við þau. Þetta kerfi hefur að mörgu leyti verið í ólestri undanfarin ár, verið mjög kostnaðarsamt og löngu kominn tími til að yfirfara það. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og er þess fullviss að hún muni leiða til góðs fyrir land og þjóð. Það er ánægjulegt að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í þessum málum undanfarin sjö ár,“ er haft eftir dómsmálaráðherra. Tvöfaldaðist á fjórum árum Erlendum ríkisborgurum sem hingað flytjast hafi fjölgað ár frá ári og ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins séu engin undantekning. Ekki sé gert ráð fyrir öðru en að sú þróun muni halda áfram. Umsóknir um dvalarleyfi á Íslandi hafi tvöfaldast milli áranna 2020 og 2024, úr 5.559 í 10.234. Það sama megi segja um umsóknir um ríkisborgararétt, sem hafi ríflega tvöfaldast á sama tímabili. Markmiðið með starfshópnum sé að ná betri yfirsýn yfir þá hópa sem hér sækja um dvalarleyfi, það er þróun á fjölda og samsetningu dvalarleyfishafa sem og hvernig íslensk stjórnsýsla hafi verið í stakk búin til þess að takast á við verulega aukningu umsókna undanfarin ár. Skoða hverjir eru útsettir fyrir hagnýtingu Eins hafi ráðherra hug á að ná betri yfirsýn yfir þær áskoranir sem málaflokkurinn standi frammi fyrir, bæði með hliðsjón af viðkvæmum hópum og hvaða dvalarleyfi teljist sérstaklega útsett fyrir misnotkun og hagnýtingu þeirra einstaklinga sem um þau sækja. „Við höfum til dæmis ekkert sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur og ég tel að nauðsynlegt sé að breyta því,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent