„Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. apríl 2025 12:51 Bragi Þór Thoroddsen er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Vísir Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í íbúðarhúsum í eldri byggðinni sem er ekki varin fyrir snjóflóðum. Það geti sett viðbragðsaðila í mikla hættu ætli fólk ekki að fylgja reglunum. Í gærkvöldi þurfti lögreglan á Vestfjörðum að hafa afskipti af fólki sem dvaldi í íbúðarhúsum í eldri byggð Súðavíkur. Óheimilt er að dvelja í húsunum frá 1. nóvember til 30. apríl á hverju ári þar sem byggðin er ekki varin fyrir snjóflóðum. Eftir mannskætt snjóflóð í Súðavík 1995 var byggðin færð innar í fjörðinn og þessar reglur settar á dvöl í húsunum í gömlu byggðinni. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í húsunum á banntíma. „Þetta er kannski sama og þú stendur frammi fyrir þegar þú kemur að rauðu ljósi um miðja nótt á fáförnum vegi. Þú getur komist upp með að renna yfir á rauðu. En það er rautt af einhverri ástæðu. Þetta er bara ákvörðun sem fólk verður að taka. Það eru reglur um þetta og það óheppilega við það er að það eru engin ákveðin viðurlög. Það hefur lengi komið fram og hefur þróast þannig í gegnum tíðina. Það hefur ekki orðið snjóflóð af þessum skala í gömlu byggðinni en hvenær það verður næst vitum við ekki,“ segir Bragi. Ekki rétt í minningu þeirra sem létust Þeir sem dvelja í húsunum þurfa ekki að láta vita hvenær þeir eru þarna og því gæti það reynst hættulegt fyrir björgunarfólk komi til snjóflóðs, ef það gerist ítrekað að fólk sé að dvelja þar utan leyfilegs tímabils. „Mér finnst þetta sérstaklega ankannalegt í ár kannski, þar sem á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því að snjóflóðið féll. Það er yfirstandandi rannsókn frá rannsóknarnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á því sem kann að hafa farið úrskeiðis eða aflaga í stjórnsýslunni í aðdraganda og eftirleik snjóflóðsins. Mér finnst ekki rosalega pent að það sé þá fólk að dvelja á óleyfilegum tíma í byggðinni. Mér finnst það ekki rétt í minningu þeirra sem létu lífið í þessum hamförum og bara allra hluta vegna. Og þess utan eru reglur reglur,“ segir Bragi. Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Lögreglumál Almannavarnir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Í gærkvöldi þurfti lögreglan á Vestfjörðum að hafa afskipti af fólki sem dvaldi í íbúðarhúsum í eldri byggð Súðavíkur. Óheimilt er að dvelja í húsunum frá 1. nóvember til 30. apríl á hverju ári þar sem byggðin er ekki varin fyrir snjóflóðum. Eftir mannskætt snjóflóð í Súðavík 1995 var byggðin færð innar í fjörðinn og þessar reglur settar á dvöl í húsunum í gömlu byggðinni. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir það viðvarandi vandamál að fólk dvelji í húsunum á banntíma. „Þetta er kannski sama og þú stendur frammi fyrir þegar þú kemur að rauðu ljósi um miðja nótt á fáförnum vegi. Þú getur komist upp með að renna yfir á rauðu. En það er rautt af einhverri ástæðu. Þetta er bara ákvörðun sem fólk verður að taka. Það eru reglur um þetta og það óheppilega við það er að það eru engin ákveðin viðurlög. Það hefur lengi komið fram og hefur þróast þannig í gegnum tíðina. Það hefur ekki orðið snjóflóð af þessum skala í gömlu byggðinni en hvenær það verður næst vitum við ekki,“ segir Bragi. Ekki rétt í minningu þeirra sem létust Þeir sem dvelja í húsunum þurfa ekki að láta vita hvenær þeir eru þarna og því gæti það reynst hættulegt fyrir björgunarfólk komi til snjóflóðs, ef það gerist ítrekað að fólk sé að dvelja þar utan leyfilegs tímabils. „Mér finnst þetta sérstaklega ankannalegt í ár kannski, þar sem á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því að snjóflóðið féll. Það er yfirstandandi rannsókn frá rannsóknarnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á því sem kann að hafa farið úrskeiðis eða aflaga í stjórnsýslunni í aðdraganda og eftirleik snjóflóðsins. Mér finnst ekki rosalega pent að það sé þá fólk að dvelja á óleyfilegum tíma í byggðinni. Mér finnst það ekki rétt í minningu þeirra sem létu lífið í þessum hamförum og bara allra hluta vegna. Og þess utan eru reglur reglur,“ segir Bragi.
Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Lögreglumál Almannavarnir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira