Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 14. apríl 2025 09:32 Fyrsta stóra skrefið í plani ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hvað varðar geðheilbrigði ungs fólks hefur verið tekið - að loka einstöku úrræði fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda. Janus-endurhæfing hefur í 25 ár verið ómetanlegt skjól fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem glímir við andleg veikindi og félagslegan vanda. Þetta er ekki bara eitt úrræði af mörgum heldur það eina sinnar tegundar á landinu. Þar fá þau sem hafa dottið úr skóla og vinnu vegna veikinda á borð við kvíða, þunglyndi, einhverfu eða vegna áfalla stuðning frá fagteymi með geðlækni. Þjónustan er veitt á einum stað, án þess að einstaklingurinn þurfi að hlaupa milli kerfa og stofnana í leit að nauðsynlegri aðstoð. Markmið Janusar er ekki bara að halda fólki gangandi heldur að byggja upp færni og sjálfstraust svo fólk geti snúið aftur í nám, vinnu eða bara daglegt líf af aukinni lífsgleði. Vitandi að ef eitthvað kemur upp á er teymið alltaf til staðar til þess að grípa viðkomandi strax. Sé árið 2023 tekið sem dæmi um framlag Janusar, þá voru 86 einstaklingar í starfsendurhæfingu þar það árið og hvorki meira né minna en 68% þeirra sneru aftur til vinnu, náms eða í virka atvinnuleit - þrátt fyrir þung geðræn vandamál. Samkvæmt mælitækinu Heilsutengd lífsgæði hækkuðu lífsgæði 80% þeirra sem útskrifuðust. Ríflega 2800 manns hafa þegar skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að loka ekki Janus-endurhæfingu. Geðlæknafélagið, Píeta, Þroskahjálp, Einhverfusamtökin og Geðhjálp hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau krefjast aðgerða í þágu þessa unga fólks og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. Kannski, mögulega, eitthvað, einhverntíman Þessi áform kunna að skjóta skökku við fyrir þau sem fylgdust vel með kosningabaráttunni og kynntu sér sáttmála ríkisstjórnarinnar. Í kosningabaráttunni sló Viðreisn sig til riddara og ætlaði heldur betur að taka til hendinni í geðheilbrigðismálum og í stjórnarsáttmálanum segir að sérstök áhersla verði lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og styðja fjölbreytt rekstrarform. Það tók þau rétt rúma 100 daga að svíkja það. Ef fram fer sem horfir lokar Janus-endurhæfing 1. júní á þessu ári. Og hvað tekur við? Tæpast hefur ríkisstjórnin ákveðið að loka úrræði fyrir svo viðkvæman hóp án skýrra áætlana um hvað tekur við - eða hvað? Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af því úr hvaða skúffu ríkissjóðs peningarnir fyrir úrræðinu koma, allavega alls ekki úr hennar skúffu. Hún segir að það þurfi að kanna þarfirnar, leita að úrræðum og finna út úr þessu bara svona einhvern veginn. Fá svör að finna um framhaldið á þeim bæ sem sagt. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir yfirlýstar áhyggjur fagfólks og skjólstæðinga óþarfar vegna þess að ríkisstjórnin sé að vinna í nýjum úrræðum. Kannski hefði verið skynsamlegt að bíða með að loka úrræðinu þar til nýtt væri tilbúið. En það virðist ekki hafa þótt mikilvægt. Báðar segja þær að VIRK muni taka við hluta af þjónustu Janusar. Slit á þjónustusamningi milli VIRK og Janusar er ástæða lokunarinnar. Framkvæmdastjóri VIRK sagði sjálf í viðtali við Kastljós að þjónusta Janusar geti ekki fallið undir þeirra starfsemi og þess vegna hafi samningnum verið slitið. Fagaðilar hafa bent á það að á meðan VIRK er starfsendurhæfingarsjóður sé Janus lífsbjargandi úrræði og geðendurhæfing, þessu tvennu sé tæpast hægt að líkja saman. Þá segja skjólstæðingar Janusar sem hafa reynslu af endurhæfingu VIRK úrræði þeirra ekki duga til og utanumhaldið þar ónægt til að skila árangri. VIRK er því augljóslega ekki lausnin. Sorgleg vinnubrögð og vanvirðing fyrir málaflokknum Ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar um lokunina bera það með sér að þær viti raunar lítið um það hvað það er sem Janus gerir. Nema það sé virkilega meining þeirra að geðheilbrigðismál séu ekki heilbrigðismál og þær geti ekki gert greinarmun á mismunandi tegundum endurhæfingar. Ég vona að Reykjalundi verði ekki sópað undir VIRK næst. Þetta þekkingarleysi þarf svosem ekki að koma á óvart enda hefur enginn ráðherra eða stjórnarþingmaður þegið boð um að kynna sér starfsemi Janusar á vettvangi. Er áhuginn á geðheilbrigði ungs fólks virkilega svona lítill þegar öllu er á botninn hvolft? Og það þrátt fyrir fögur fyrirheit. Telji þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar sig borna hér röngum sökum um áhuga- og þekkingaleysi þá hvet ég þau til þess að sanna það. Sýnið í verki að þið hafið ekki séð geðheilbrigði ungs fólks sem flott slagorð í kosningabaráttu, kynnið ykkur starfsemi Janusar og snúið svo þessari ákvörðun við. Lokun Janusar væri stórt skref aftur á bak fyrir geðheilbrigðismál á Íslandi - og það verður ungt fólk í viðkvæmri stöðu sem mun líða fyrir það. Höfundur er formaður velferðarnefndar Sambands ungra Framsóknarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta stóra skrefið í plani ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hvað varðar geðheilbrigði ungs fólks hefur verið tekið - að loka einstöku úrræði fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda. Janus-endurhæfing hefur í 25 ár verið ómetanlegt skjól fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem glímir við andleg veikindi og félagslegan vanda. Þetta er ekki bara eitt úrræði af mörgum heldur það eina sinnar tegundar á landinu. Þar fá þau sem hafa dottið úr skóla og vinnu vegna veikinda á borð við kvíða, þunglyndi, einhverfu eða vegna áfalla stuðning frá fagteymi með geðlækni. Þjónustan er veitt á einum stað, án þess að einstaklingurinn þurfi að hlaupa milli kerfa og stofnana í leit að nauðsynlegri aðstoð. Markmið Janusar er ekki bara að halda fólki gangandi heldur að byggja upp færni og sjálfstraust svo fólk geti snúið aftur í nám, vinnu eða bara daglegt líf af aukinni lífsgleði. Vitandi að ef eitthvað kemur upp á er teymið alltaf til staðar til þess að grípa viðkomandi strax. Sé árið 2023 tekið sem dæmi um framlag Janusar, þá voru 86 einstaklingar í starfsendurhæfingu þar það árið og hvorki meira né minna en 68% þeirra sneru aftur til vinnu, náms eða í virka atvinnuleit - þrátt fyrir þung geðræn vandamál. Samkvæmt mælitækinu Heilsutengd lífsgæði hækkuðu lífsgæði 80% þeirra sem útskrifuðust. Ríflega 2800 manns hafa þegar skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að loka ekki Janus-endurhæfingu. Geðlæknafélagið, Píeta, Þroskahjálp, Einhverfusamtökin og Geðhjálp hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau krefjast aðgerða í þágu þessa unga fólks og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. Kannski, mögulega, eitthvað, einhverntíman Þessi áform kunna að skjóta skökku við fyrir þau sem fylgdust vel með kosningabaráttunni og kynntu sér sáttmála ríkisstjórnarinnar. Í kosningabaráttunni sló Viðreisn sig til riddara og ætlaði heldur betur að taka til hendinni í geðheilbrigðismálum og í stjórnarsáttmálanum segir að sérstök áhersla verði lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og styðja fjölbreytt rekstrarform. Það tók þau rétt rúma 100 daga að svíkja það. Ef fram fer sem horfir lokar Janus-endurhæfing 1. júní á þessu ári. Og hvað tekur við? Tæpast hefur ríkisstjórnin ákveðið að loka úrræði fyrir svo viðkvæman hóp án skýrra áætlana um hvað tekur við - eða hvað? Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af því úr hvaða skúffu ríkissjóðs peningarnir fyrir úrræðinu koma, allavega alls ekki úr hennar skúffu. Hún segir að það þurfi að kanna þarfirnar, leita að úrræðum og finna út úr þessu bara svona einhvern veginn. Fá svör að finna um framhaldið á þeim bæ sem sagt. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir yfirlýstar áhyggjur fagfólks og skjólstæðinga óþarfar vegna þess að ríkisstjórnin sé að vinna í nýjum úrræðum. Kannski hefði verið skynsamlegt að bíða með að loka úrræðinu þar til nýtt væri tilbúið. En það virðist ekki hafa þótt mikilvægt. Báðar segja þær að VIRK muni taka við hluta af þjónustu Janusar. Slit á þjónustusamningi milli VIRK og Janusar er ástæða lokunarinnar. Framkvæmdastjóri VIRK sagði sjálf í viðtali við Kastljós að þjónusta Janusar geti ekki fallið undir þeirra starfsemi og þess vegna hafi samningnum verið slitið. Fagaðilar hafa bent á það að á meðan VIRK er starfsendurhæfingarsjóður sé Janus lífsbjargandi úrræði og geðendurhæfing, þessu tvennu sé tæpast hægt að líkja saman. Þá segja skjólstæðingar Janusar sem hafa reynslu af endurhæfingu VIRK úrræði þeirra ekki duga til og utanumhaldið þar ónægt til að skila árangri. VIRK er því augljóslega ekki lausnin. Sorgleg vinnubrögð og vanvirðing fyrir málaflokknum Ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar um lokunina bera það með sér að þær viti raunar lítið um það hvað það er sem Janus gerir. Nema það sé virkilega meining þeirra að geðheilbrigðismál séu ekki heilbrigðismál og þær geti ekki gert greinarmun á mismunandi tegundum endurhæfingar. Ég vona að Reykjalundi verði ekki sópað undir VIRK næst. Þetta þekkingarleysi þarf svosem ekki að koma á óvart enda hefur enginn ráðherra eða stjórnarþingmaður þegið boð um að kynna sér starfsemi Janusar á vettvangi. Er áhuginn á geðheilbrigði ungs fólks virkilega svona lítill þegar öllu er á botninn hvolft? Og það þrátt fyrir fögur fyrirheit. Telji þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar sig borna hér röngum sökum um áhuga- og þekkingaleysi þá hvet ég þau til þess að sanna það. Sýnið í verki að þið hafið ekki séð geðheilbrigði ungs fólks sem flott slagorð í kosningabaráttu, kynnið ykkur starfsemi Janusar og snúið svo þessari ákvörðun við. Lokun Janusar væri stórt skref aftur á bak fyrir geðheilbrigðismál á Íslandi - og það verður ungt fólk í viðkvæmri stöðu sem mun líða fyrir það. Höfundur er formaður velferðarnefndar Sambands ungra Framsóknarmanna
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun