Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 14. apríl 2025 09:32 Fyrsta stóra skrefið í plani ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hvað varðar geðheilbrigði ungs fólks hefur verið tekið - að loka einstöku úrræði fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda. Janus-endurhæfing hefur í 25 ár verið ómetanlegt skjól fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem glímir við andleg veikindi og félagslegan vanda. Þetta er ekki bara eitt úrræði af mörgum heldur það eina sinnar tegundar á landinu. Þar fá þau sem hafa dottið úr skóla og vinnu vegna veikinda á borð við kvíða, þunglyndi, einhverfu eða vegna áfalla stuðning frá fagteymi með geðlækni. Þjónustan er veitt á einum stað, án þess að einstaklingurinn þurfi að hlaupa milli kerfa og stofnana í leit að nauðsynlegri aðstoð. Markmið Janusar er ekki bara að halda fólki gangandi heldur að byggja upp færni og sjálfstraust svo fólk geti snúið aftur í nám, vinnu eða bara daglegt líf af aukinni lífsgleði. Vitandi að ef eitthvað kemur upp á er teymið alltaf til staðar til þess að grípa viðkomandi strax. Sé árið 2023 tekið sem dæmi um framlag Janusar, þá voru 86 einstaklingar í starfsendurhæfingu þar það árið og hvorki meira né minna en 68% þeirra sneru aftur til vinnu, náms eða í virka atvinnuleit - þrátt fyrir þung geðræn vandamál. Samkvæmt mælitækinu Heilsutengd lífsgæði hækkuðu lífsgæði 80% þeirra sem útskrifuðust. Ríflega 2800 manns hafa þegar skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að loka ekki Janus-endurhæfingu. Geðlæknafélagið, Píeta, Þroskahjálp, Einhverfusamtökin og Geðhjálp hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau krefjast aðgerða í þágu þessa unga fólks og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. Kannski, mögulega, eitthvað, einhverntíman Þessi áform kunna að skjóta skökku við fyrir þau sem fylgdust vel með kosningabaráttunni og kynntu sér sáttmála ríkisstjórnarinnar. Í kosningabaráttunni sló Viðreisn sig til riddara og ætlaði heldur betur að taka til hendinni í geðheilbrigðismálum og í stjórnarsáttmálanum segir að sérstök áhersla verði lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og styðja fjölbreytt rekstrarform. Það tók þau rétt rúma 100 daga að svíkja það. Ef fram fer sem horfir lokar Janus-endurhæfing 1. júní á þessu ári. Og hvað tekur við? Tæpast hefur ríkisstjórnin ákveðið að loka úrræði fyrir svo viðkvæman hóp án skýrra áætlana um hvað tekur við - eða hvað? Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af því úr hvaða skúffu ríkissjóðs peningarnir fyrir úrræðinu koma, allavega alls ekki úr hennar skúffu. Hún segir að það þurfi að kanna þarfirnar, leita að úrræðum og finna út úr þessu bara svona einhvern veginn. Fá svör að finna um framhaldið á þeim bæ sem sagt. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir yfirlýstar áhyggjur fagfólks og skjólstæðinga óþarfar vegna þess að ríkisstjórnin sé að vinna í nýjum úrræðum. Kannski hefði verið skynsamlegt að bíða með að loka úrræðinu þar til nýtt væri tilbúið. En það virðist ekki hafa þótt mikilvægt. Báðar segja þær að VIRK muni taka við hluta af þjónustu Janusar. Slit á þjónustusamningi milli VIRK og Janusar er ástæða lokunarinnar. Framkvæmdastjóri VIRK sagði sjálf í viðtali við Kastljós að þjónusta Janusar geti ekki fallið undir þeirra starfsemi og þess vegna hafi samningnum verið slitið. Fagaðilar hafa bent á það að á meðan VIRK er starfsendurhæfingarsjóður sé Janus lífsbjargandi úrræði og geðendurhæfing, þessu tvennu sé tæpast hægt að líkja saman. Þá segja skjólstæðingar Janusar sem hafa reynslu af endurhæfingu VIRK úrræði þeirra ekki duga til og utanumhaldið þar ónægt til að skila árangri. VIRK er því augljóslega ekki lausnin. Sorgleg vinnubrögð og vanvirðing fyrir málaflokknum Ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar um lokunina bera það með sér að þær viti raunar lítið um það hvað það er sem Janus gerir. Nema það sé virkilega meining þeirra að geðheilbrigðismál séu ekki heilbrigðismál og þær geti ekki gert greinarmun á mismunandi tegundum endurhæfingar. Ég vona að Reykjalundi verði ekki sópað undir VIRK næst. Þetta þekkingarleysi þarf svosem ekki að koma á óvart enda hefur enginn ráðherra eða stjórnarþingmaður þegið boð um að kynna sér starfsemi Janusar á vettvangi. Er áhuginn á geðheilbrigði ungs fólks virkilega svona lítill þegar öllu er á botninn hvolft? Og það þrátt fyrir fögur fyrirheit. Telji þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar sig borna hér röngum sökum um áhuga- og þekkingaleysi þá hvet ég þau til þess að sanna það. Sýnið í verki að þið hafið ekki séð geðheilbrigði ungs fólks sem flott slagorð í kosningabaráttu, kynnið ykkur starfsemi Janusar og snúið svo þessari ákvörðun við. Lokun Janusar væri stórt skref aftur á bak fyrir geðheilbrigðismál á Íslandi - og það verður ungt fólk í viðkvæmri stöðu sem mun líða fyrir það. Höfundur er formaður velferðarnefndar Sambands ungra Framsóknarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fyrsta stóra skrefið í plani ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hvað varðar geðheilbrigði ungs fólks hefur verið tekið - að loka einstöku úrræði fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda. Janus-endurhæfing hefur í 25 ár verið ómetanlegt skjól fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem glímir við andleg veikindi og félagslegan vanda. Þetta er ekki bara eitt úrræði af mörgum heldur það eina sinnar tegundar á landinu. Þar fá þau sem hafa dottið úr skóla og vinnu vegna veikinda á borð við kvíða, þunglyndi, einhverfu eða vegna áfalla stuðning frá fagteymi með geðlækni. Þjónustan er veitt á einum stað, án þess að einstaklingurinn þurfi að hlaupa milli kerfa og stofnana í leit að nauðsynlegri aðstoð. Markmið Janusar er ekki bara að halda fólki gangandi heldur að byggja upp færni og sjálfstraust svo fólk geti snúið aftur í nám, vinnu eða bara daglegt líf af aukinni lífsgleði. Vitandi að ef eitthvað kemur upp á er teymið alltaf til staðar til þess að grípa viðkomandi strax. Sé árið 2023 tekið sem dæmi um framlag Janusar, þá voru 86 einstaklingar í starfsendurhæfingu þar það árið og hvorki meira né minna en 68% þeirra sneru aftur til vinnu, náms eða í virka atvinnuleit - þrátt fyrir þung geðræn vandamál. Samkvæmt mælitækinu Heilsutengd lífsgæði hækkuðu lífsgæði 80% þeirra sem útskrifuðust. Ríflega 2800 manns hafa þegar skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að loka ekki Janus-endurhæfingu. Geðlæknafélagið, Píeta, Þroskahjálp, Einhverfusamtökin og Geðhjálp hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau krefjast aðgerða í þágu þessa unga fólks og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. Kannski, mögulega, eitthvað, einhverntíman Þessi áform kunna að skjóta skökku við fyrir þau sem fylgdust vel með kosningabaráttunni og kynntu sér sáttmála ríkisstjórnarinnar. Í kosningabaráttunni sló Viðreisn sig til riddara og ætlaði heldur betur að taka til hendinni í geðheilbrigðismálum og í stjórnarsáttmálanum segir að sérstök áhersla verði lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og styðja fjölbreytt rekstrarform. Það tók þau rétt rúma 100 daga að svíkja það. Ef fram fer sem horfir lokar Janus-endurhæfing 1. júní á þessu ári. Og hvað tekur við? Tæpast hefur ríkisstjórnin ákveðið að loka úrræði fyrir svo viðkvæman hóp án skýrra áætlana um hvað tekur við - eða hvað? Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af því úr hvaða skúffu ríkissjóðs peningarnir fyrir úrræðinu koma, allavega alls ekki úr hennar skúffu. Hún segir að það þurfi að kanna þarfirnar, leita að úrræðum og finna út úr þessu bara svona einhvern veginn. Fá svör að finna um framhaldið á þeim bæ sem sagt. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir yfirlýstar áhyggjur fagfólks og skjólstæðinga óþarfar vegna þess að ríkisstjórnin sé að vinna í nýjum úrræðum. Kannski hefði verið skynsamlegt að bíða með að loka úrræðinu þar til nýtt væri tilbúið. En það virðist ekki hafa þótt mikilvægt. Báðar segja þær að VIRK muni taka við hluta af þjónustu Janusar. Slit á þjónustusamningi milli VIRK og Janusar er ástæða lokunarinnar. Framkvæmdastjóri VIRK sagði sjálf í viðtali við Kastljós að þjónusta Janusar geti ekki fallið undir þeirra starfsemi og þess vegna hafi samningnum verið slitið. Fagaðilar hafa bent á það að á meðan VIRK er starfsendurhæfingarsjóður sé Janus lífsbjargandi úrræði og geðendurhæfing, þessu tvennu sé tæpast hægt að líkja saman. Þá segja skjólstæðingar Janusar sem hafa reynslu af endurhæfingu VIRK úrræði þeirra ekki duga til og utanumhaldið þar ónægt til að skila árangri. VIRK er því augljóslega ekki lausnin. Sorgleg vinnubrögð og vanvirðing fyrir málaflokknum Ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar um lokunina bera það með sér að þær viti raunar lítið um það hvað það er sem Janus gerir. Nema það sé virkilega meining þeirra að geðheilbrigðismál séu ekki heilbrigðismál og þær geti ekki gert greinarmun á mismunandi tegundum endurhæfingar. Ég vona að Reykjalundi verði ekki sópað undir VIRK næst. Þetta þekkingarleysi þarf svosem ekki að koma á óvart enda hefur enginn ráðherra eða stjórnarþingmaður þegið boð um að kynna sér starfsemi Janusar á vettvangi. Er áhuginn á geðheilbrigði ungs fólks virkilega svona lítill þegar öllu er á botninn hvolft? Og það þrátt fyrir fögur fyrirheit. Telji þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar sig borna hér röngum sökum um áhuga- og þekkingaleysi þá hvet ég þau til þess að sanna það. Sýnið í verki að þið hafið ekki séð geðheilbrigði ungs fólks sem flott slagorð í kosningabaráttu, kynnið ykkur starfsemi Janusar og snúið svo þessari ákvörðun við. Lokun Janusar væri stórt skref aftur á bak fyrir geðheilbrigðismál á Íslandi - og það verður ungt fólk í viðkvæmri stöðu sem mun líða fyrir það. Höfundur er formaður velferðarnefndar Sambands ungra Framsóknarmanna
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun