Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar 13. apríl 2025 08:31 Frédéric Bastiat skrifaði á miðri 19. öld að í stjórnmálum og hagfræði sé mikilvægt að líta ekki einungis til augljósra afleiðinga aðgerða — þess sem sést — heldur líka þess sem ekki sést: ósýnilegra afleiðinga, tækifæra sem glatast og kostnaðar sem ekki er strax augljós. Þessi hugsun á betur við nú en nokkru sinni fyrr. Í dag er aftur og aftur kallað eftir ríkisaðgerðum til að stuðla að breytingum. Hvort sem það eru orkuskipti, sjálfbærni eða bætt lífsgæði, þá virðist lausnin ávallt vera sú sama: styrkir, niðurgreiðslur og inngrip að hálfu ríkisins. Það sem sést eru góðar fyrirætlanir, ráðherrar með áætlanir, og borgarar sem fá nýtt hjól eða nýjan rafbíl á afslætti. En hvað er það sem ekki sést? Í nýlegum fréttum má sjá hvernig 1,4 milljarðar hafa runnið úr Orkusjóði til rafbílakaupa. Í skýrslum ráðuneytisins kemur fram að nær helmingur styrkjanna hafi runnið til tveggja tekjuhæstu tíundanna, og tekjuhæsti hópurinn fékk einn og sér tæpan þriðjung heildarstyrkjanna. Þetta þýðir einfaldlega að ríkisfjármunum, safnað með halla og sköttum frá öllum þjóðfélagshópum, var beint til þeirra sem síst þurftu á því að halda til að fjármagna neyslu einkabíls. Nýjasta útspilið er styrkir til kaupa á nytjahjólum — allt að 200.000 krónur eða þriðjungur af kaupverði. Þeir sem hafa efni á því að kaupa sér nýtt nytjahjól fá þannig niðurgreiðslu úr sameiginlegum sjóðum. En hver borgar fyrir það? Er það sá sem býr í dreifbýli og hefur takmörkuð not af hjóli í daglegum erindum? Eða einstaklingur sem þarf að forgangsraða milli matar, lyfja og húsaleigu? Það sem sést er sá sem fær styrk. Það sem ekki sést er sá sem borgar. Þessir styrkir eru ekki fjármagnaðir með sparnaði, heldur með ríkisútgjöldum — annað hvort með beinum sköttum í dag eða skuldum sem verða að sköttum framtíðarinnar, oft í formi verðbólgu sem smám saman étur upp kaupmátt allra. Þetta eru peningar sem hefðu annars getað farið í frjálsa neyslu, sparnað, fjárfestingar eða einfaldlega verið skilin eftir í vösum borgara. Við sjáum rafbíl eða hjól — en ekki verðmætasköpunina sem átti sér ekki stað vegna þess að fjármagninu var beint annað, í pólitískum tilgangi. Ríkið fjárfestir ekki með eigin peningum – því ríkið á enga peninga. Allt sem það hefur, hefur það tekið frá öðrum. Það gerir það án þess að þurfa að sýna fram á arðsemi eða mæta raunverulegri eftirspurn almennings, heldur eftir pólitískum forgangsröðunum sem sveiflast með hentugleika milli kjörtímabila. Ef það væri einfaldlega þannig að öll útgjöld ríkisins skiluðu samfélaginu hreinum ábata, væri nærtækast að ríkisvæða allt. En slíkt fyrirkomulag útrýmir einkaeign og persónulegri ábyrgð – og þar með þeim hvötum sem knýja einstaklinga og fyrirtæki til að nýta auðlindir skynsamlega, þróa betri lausnir og þjóna raunverulegri eftirspurn annarra. Það sem kallað er „samfélagslegur ávinningur“ í opinberum inngripum er sjaldnast mældur með markaðslegum aðferðum – heldur skilgreindur af stjórnmálafólki og embættismönnum sem sitja ekki undir afleiðingum ákvarðana sinna. Á frjálsum markaði er hagnaður ekki tilviljunarkenndur eða handahófskennd umbun. Hann er merki um að verðmæti hafi verið sköpuð – að einhver hafi veitt öðrum eitthvað sem var nægilega gagnlegt til að fólk væri tilbúið til að greiða fyrir það af fúsum og frjálsum vilja. Það er mælikvarði á gagnkvæman ávinning og ábyrgð. Þegar ríkið „hagnast“ eða ráðstafar fjármagni, þá er það ekki afleiðing frjálsra viðskipta. Það tekur fjármuni með valdboði – og kallar það réttlæti. Það sem virðist hagnaður hjá einum er þá einfaldlega tap annars. Þetta er ekki verðmætasköpun heldur tilfærsla, og sá munur skiptir öllu. Verðmætasköpun á sér stað þegar eitthvað nýtt og gagnlegt verður til — þegar einstaklingur býr til vöru eða þjónustu sem aðrir meta og eru fúsir að greiða fyrir. Tilfærsla á sér stað þegar fjármunir eru einfaldlega teknir frá einum og færðir til annars. Það býr til engin ný verðmæti – aðeins breytir því hver heldur á þeim. Í ljósi þess verður að spyrja: Er rétt að verja hundruðum milljóna í styrki sem enda í höndum þeirra sem hafa þegar tækin og tækifærin? Er rétt að kalla það samfélagslega ábyrgð að taka skattfé almennings og færa til velstæðra rafbílaeigenda og hjólakaupenda? Kannski ættum við að íhuga hvort ekki sé kominn tími til að treysta meira á einstaklinginn – á dómgreind hans, hvata og ábyrgar ákvarðanir í frjálsu samhengi. Og minna á yfirvald sem telur sig vita best hvernig aðrir eiga að lifa sínu lífi. Það sem sést eru fyrirætlanir – styrkir og loforð. Það sem ekki sést eru afleiðingarnar – verðmæti sem aldrei urðu til. Höfundur er tölvunarfræðingur og áhugamaður um austurríska hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Frédéric Bastiat skrifaði á miðri 19. öld að í stjórnmálum og hagfræði sé mikilvægt að líta ekki einungis til augljósra afleiðinga aðgerða — þess sem sést — heldur líka þess sem ekki sést: ósýnilegra afleiðinga, tækifæra sem glatast og kostnaðar sem ekki er strax augljós. Þessi hugsun á betur við nú en nokkru sinni fyrr. Í dag er aftur og aftur kallað eftir ríkisaðgerðum til að stuðla að breytingum. Hvort sem það eru orkuskipti, sjálfbærni eða bætt lífsgæði, þá virðist lausnin ávallt vera sú sama: styrkir, niðurgreiðslur og inngrip að hálfu ríkisins. Það sem sést eru góðar fyrirætlanir, ráðherrar með áætlanir, og borgarar sem fá nýtt hjól eða nýjan rafbíl á afslætti. En hvað er það sem ekki sést? Í nýlegum fréttum má sjá hvernig 1,4 milljarðar hafa runnið úr Orkusjóði til rafbílakaupa. Í skýrslum ráðuneytisins kemur fram að nær helmingur styrkjanna hafi runnið til tveggja tekjuhæstu tíundanna, og tekjuhæsti hópurinn fékk einn og sér tæpan þriðjung heildarstyrkjanna. Þetta þýðir einfaldlega að ríkisfjármunum, safnað með halla og sköttum frá öllum þjóðfélagshópum, var beint til þeirra sem síst þurftu á því að halda til að fjármagna neyslu einkabíls. Nýjasta útspilið er styrkir til kaupa á nytjahjólum — allt að 200.000 krónur eða þriðjungur af kaupverði. Þeir sem hafa efni á því að kaupa sér nýtt nytjahjól fá þannig niðurgreiðslu úr sameiginlegum sjóðum. En hver borgar fyrir það? Er það sá sem býr í dreifbýli og hefur takmörkuð not af hjóli í daglegum erindum? Eða einstaklingur sem þarf að forgangsraða milli matar, lyfja og húsaleigu? Það sem sést er sá sem fær styrk. Það sem ekki sést er sá sem borgar. Þessir styrkir eru ekki fjármagnaðir með sparnaði, heldur með ríkisútgjöldum — annað hvort með beinum sköttum í dag eða skuldum sem verða að sköttum framtíðarinnar, oft í formi verðbólgu sem smám saman étur upp kaupmátt allra. Þetta eru peningar sem hefðu annars getað farið í frjálsa neyslu, sparnað, fjárfestingar eða einfaldlega verið skilin eftir í vösum borgara. Við sjáum rafbíl eða hjól — en ekki verðmætasköpunina sem átti sér ekki stað vegna þess að fjármagninu var beint annað, í pólitískum tilgangi. Ríkið fjárfestir ekki með eigin peningum – því ríkið á enga peninga. Allt sem það hefur, hefur það tekið frá öðrum. Það gerir það án þess að þurfa að sýna fram á arðsemi eða mæta raunverulegri eftirspurn almennings, heldur eftir pólitískum forgangsröðunum sem sveiflast með hentugleika milli kjörtímabila. Ef það væri einfaldlega þannig að öll útgjöld ríkisins skiluðu samfélaginu hreinum ábata, væri nærtækast að ríkisvæða allt. En slíkt fyrirkomulag útrýmir einkaeign og persónulegri ábyrgð – og þar með þeim hvötum sem knýja einstaklinga og fyrirtæki til að nýta auðlindir skynsamlega, þróa betri lausnir og þjóna raunverulegri eftirspurn annarra. Það sem kallað er „samfélagslegur ávinningur“ í opinberum inngripum er sjaldnast mældur með markaðslegum aðferðum – heldur skilgreindur af stjórnmálafólki og embættismönnum sem sitja ekki undir afleiðingum ákvarðana sinna. Á frjálsum markaði er hagnaður ekki tilviljunarkenndur eða handahófskennd umbun. Hann er merki um að verðmæti hafi verið sköpuð – að einhver hafi veitt öðrum eitthvað sem var nægilega gagnlegt til að fólk væri tilbúið til að greiða fyrir það af fúsum og frjálsum vilja. Það er mælikvarði á gagnkvæman ávinning og ábyrgð. Þegar ríkið „hagnast“ eða ráðstafar fjármagni, þá er það ekki afleiðing frjálsra viðskipta. Það tekur fjármuni með valdboði – og kallar það réttlæti. Það sem virðist hagnaður hjá einum er þá einfaldlega tap annars. Þetta er ekki verðmætasköpun heldur tilfærsla, og sá munur skiptir öllu. Verðmætasköpun á sér stað þegar eitthvað nýtt og gagnlegt verður til — þegar einstaklingur býr til vöru eða þjónustu sem aðrir meta og eru fúsir að greiða fyrir. Tilfærsla á sér stað þegar fjármunir eru einfaldlega teknir frá einum og færðir til annars. Það býr til engin ný verðmæti – aðeins breytir því hver heldur á þeim. Í ljósi þess verður að spyrja: Er rétt að verja hundruðum milljóna í styrki sem enda í höndum þeirra sem hafa þegar tækin og tækifærin? Er rétt að kalla það samfélagslega ábyrgð að taka skattfé almennings og færa til velstæðra rafbílaeigenda og hjólakaupenda? Kannski ættum við að íhuga hvort ekki sé kominn tími til að treysta meira á einstaklinginn – á dómgreind hans, hvata og ábyrgar ákvarðanir í frjálsu samhengi. Og minna á yfirvald sem telur sig vita best hvernig aðrir eiga að lifa sínu lífi. Það sem sést eru fyrirætlanir – styrkir og loforð. Það sem ekki sést eru afleiðingarnar – verðmæti sem aldrei urðu til. Höfundur er tölvunarfræðingur og áhugamaður um austurríska hagfræði.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun