Fótbolti

Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kristian Hlynsson lagði upp opnunarmarkið.
Kristian Hlynsson lagði upp opnunarmarkið.

Kristian Hlynsson lagði upp og Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði mark í 3-1 sigri Sparta Rotterdam gegn Heerenveen.

Kristian byrjaði leikinn á miðjunni og lagði upp opnunarmark Mitchell van Bergen eftir tæpan hálftíma. Tobias Lauritsen tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum um miðjan seinni hálfleik.

Nökkvi Þeyr kom svo inn af varamannabekknum á 82. mínútu og skoraði aðeins tveimur mínútum síðar eftir undirbúning Pelle Clement.

Gestirnir frá Heerenveen klóruðu í bakkann í uppbótartíma en Sparta Rotterdam fór með afar öruggan 3-1 sigur og kom sér upp fyrir gestina á markatölu, í áttunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.

Nökkvi Þeyr gekk til liðs við Sparta í janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×