Menendez bræðurnir nær frelsinu Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2025 13:40 Erik vinstri) og Lyle Menendez (Hægri). AP/Fangelsismálastofnun Kaliforníu Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum samþykkti í gær að halda í næstu viku réttarhöld um það hvort breyta eigi dómi Menendez bræðranna. Lyle og Erik Menendez gætu því mögulega gengið lausir á næstunni. Bræðurnir afplána nú lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989 en eiga ekki möguleika á því að vera sleppt á skilorði, eins og saksóknari hefur lagt til. Dómarinn Michael Jesic tók á móti lögmönnum bræðranna og saksóknurum í dómsal í gær. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Nathan Hochman, nýr héraðssaksóknari Los Angeles, reynt að stöðva tillögu George Gascón, forvera síns, um að breyta dómi Menendez-bræðranna. Gascón sagði þegar hann lagði tillöguna fram að hann teldi bræðurna hafa greitt skuld sína til samfélagsins. Grimmilegt morð Lyle og Erik Menendez á foreldrum þeirra vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Lyle var þá 21 árs og Erik átján, þegar þeir ruddust inn til foreldra sinna með haglabyssur og skutu þau til bana þar sem þau borðuðu ís yfir James Bond mynd. Fyrstu réttarhöldin gegn þeim urðu ómerk árið 1993 þar sem kviðdómendur gátu ekki komist að niðurstöðu. Í seinni réttarhöldunum takmarkaði dómari vitnisburð um kynferðislegt ofbeldi sem bræðurnir sögðust hafa verið beittir af föður þeirra og bannaði hann einnig myndavélar í dómsalnum. Þá voru bræðurnir sakfelldir árið 1996. Áhuginn á máli þeirra hefur kviknað aftur á undanförnum árum og að miklu leyti vegna vinsælla heimildarþátta á Netflix. Ríkisstjóri einnig með niðurfellingu til skoðunar Lyle er nú 57 ára og Erik 54 ára og hafa lítið sem ekkert afplánað í sama fangelsinu í Bandaríkjunum. Það gerðist fyrst árið 2018. Starfsmenn Hochman ítrekuðu í dómsal í gær að Menendez bræðurnir hefðu logið í upphaflegu réttarhöldunum og sýndu myndir frá vettvangi morðanna. Vildu þeir þannig fá dómarann til að neita að taka tillögu Gascón frekar til skoðunar. Jesic neitaði að verða við þeirri kröfu í gær en samþykkti að ræða málið betur í dómsal í næstu viku. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er þar að auki sagður vera með til skoðunar að fella niður dóm þeirra og stendur til að ræða það á fundum í júní. Það er þó ótengt réttarhöldum næstu viku um hvort þeim gæti verið sleppt á reynslulausn. Mark Geragos, lögmaður Menendez bræðranna.AP/Damian Dovarganes Hrósað af fangavörðum, sálfræðingum og föngum Undanfarna mánuði hafa blaðamenn vestanhafs tekið feril bræðranna í fangelsi til skoðunar. Í stuttu máli sagt bendir saga þeirra til þess að bræðurnir hafi hagað sér vel og hefur þeim verið lýst sem „fyrirmyndarföngum“, eins og fram kemur ítarlegri grein New York Times. Eins og áður segir afplánuðu þeir fyrst í sama fangelsinu árið 2018 en þá voru þeir í Richard J. Donovan fangelsinu, nærri San Diego í Kaliforníu. Það er sérstakt fangelsi fyrir fanga sem leggja stund á menntun og reyna að betrumbæta sig. Bæði Lyle og Erik hafa orðið sér út um háskólapróf í fangelsi og eru sagðir hafa aðstoðað aðra fanga við að snúa við blaðinu. Opinberar skrár um bræðurna eru sagðar fullar af hrósi og jákvæðum umsögnum frá starfsmönnum fangelsa sem þeir hafa afplánað dóm sinn í, sálfræðingum og öðrum föngum. Einn starfsmaður fangelsisins nærri San Diego skrifaði til dæmis um Lyle að „einstaklega sjaldgæft“ væri að finna fanga sem hefði verið dæmdur til lífstíðarfangelsis án þess að eiga séns á reynslulausn einbeita sér að því að betrumbæta sig, aðra fanga og umhverfi þeirra. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Bræðurnir afplána nú lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989 en eiga ekki möguleika á því að vera sleppt á skilorði, eins og saksóknari hefur lagt til. Dómarinn Michael Jesic tók á móti lögmönnum bræðranna og saksóknurum í dómsal í gær. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Nathan Hochman, nýr héraðssaksóknari Los Angeles, reynt að stöðva tillögu George Gascón, forvera síns, um að breyta dómi Menendez-bræðranna. Gascón sagði þegar hann lagði tillöguna fram að hann teldi bræðurna hafa greitt skuld sína til samfélagsins. Grimmilegt morð Lyle og Erik Menendez á foreldrum þeirra vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Lyle var þá 21 árs og Erik átján, þegar þeir ruddust inn til foreldra sinna með haglabyssur og skutu þau til bana þar sem þau borðuðu ís yfir James Bond mynd. Fyrstu réttarhöldin gegn þeim urðu ómerk árið 1993 þar sem kviðdómendur gátu ekki komist að niðurstöðu. Í seinni réttarhöldunum takmarkaði dómari vitnisburð um kynferðislegt ofbeldi sem bræðurnir sögðust hafa verið beittir af föður þeirra og bannaði hann einnig myndavélar í dómsalnum. Þá voru bræðurnir sakfelldir árið 1996. Áhuginn á máli þeirra hefur kviknað aftur á undanförnum árum og að miklu leyti vegna vinsælla heimildarþátta á Netflix. Ríkisstjóri einnig með niðurfellingu til skoðunar Lyle er nú 57 ára og Erik 54 ára og hafa lítið sem ekkert afplánað í sama fangelsinu í Bandaríkjunum. Það gerðist fyrst árið 2018. Starfsmenn Hochman ítrekuðu í dómsal í gær að Menendez bræðurnir hefðu logið í upphaflegu réttarhöldunum og sýndu myndir frá vettvangi morðanna. Vildu þeir þannig fá dómarann til að neita að taka tillögu Gascón frekar til skoðunar. Jesic neitaði að verða við þeirri kröfu í gær en samþykkti að ræða málið betur í dómsal í næstu viku. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er þar að auki sagður vera með til skoðunar að fella niður dóm þeirra og stendur til að ræða það á fundum í júní. Það er þó ótengt réttarhöldum næstu viku um hvort þeim gæti verið sleppt á reynslulausn. Mark Geragos, lögmaður Menendez bræðranna.AP/Damian Dovarganes Hrósað af fangavörðum, sálfræðingum og föngum Undanfarna mánuði hafa blaðamenn vestanhafs tekið feril bræðranna í fangelsi til skoðunar. Í stuttu máli sagt bendir saga þeirra til þess að bræðurnir hafi hagað sér vel og hefur þeim verið lýst sem „fyrirmyndarföngum“, eins og fram kemur ítarlegri grein New York Times. Eins og áður segir afplánuðu þeir fyrst í sama fangelsinu árið 2018 en þá voru þeir í Richard J. Donovan fangelsinu, nærri San Diego í Kaliforníu. Það er sérstakt fangelsi fyrir fanga sem leggja stund á menntun og reyna að betrumbæta sig. Bæði Lyle og Erik hafa orðið sér út um háskólapróf í fangelsi og eru sagðir hafa aðstoðað aðra fanga við að snúa við blaðinu. Opinberar skrár um bræðurna eru sagðar fullar af hrósi og jákvæðum umsögnum frá starfsmönnum fangelsa sem þeir hafa afplánað dóm sinn í, sálfræðingum og öðrum föngum. Einn starfsmaður fangelsisins nærri San Diego skrifaði til dæmis um Lyle að „einstaklega sjaldgæft“ væri að finna fanga sem hefði verið dæmdur til lífstíðarfangelsis án þess að eiga séns á reynslulausn einbeita sér að því að betrumbæta sig, aðra fanga og umhverfi þeirra.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira