Brá þegar hún heyrði smellinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2025 10:02 Hulda Björk Ólafsdóttir var með 11,6 stig að meðaltali í leik í Bónus-deildinni í vetur. vísir/ernir Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta, meiddist illa á dögunum. Hún ætlar að flýta sér hægt í endurkomunni. Hulda sleit krossband í hné í fyrsta leik Grindavíkur og Hauka í átta liða úrslitum Bónus deildarinnar og verður frá keppni næstu mánuðina. „Þetta er ógeðslega fúlt og súrt og ég ætla ekkert að leyna því. Þetta er leiðinlegt en ég mun hvetja liðið mitt áfram á bekknum og klára þetta tímabil,“ sagði Hulda í samtali við Stefán Árna Pálsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Hulda segist strax hafa fundið fyrir miklum sársauka þegar krossbandið gaf sig. Tekur sér sinn tíma „Þetta var ógeðslega vont en mér brá bara. Smellurinn var svo mikill. Þetta var sjokk hjá mér,“ sagði Hulda. Við tekur löng endurhæfing hjá henni. „Ég vil ekki setja neinn tímaramma á mig. Ég ætla bara að taka minn tíma. Ég fer í aðgerð í maí svo verð ég bara að sjá hvernig ég verð.“ Grindavík endaði í 8. sæti Bónus deildarinnar og tryggði sér ekki sæti í úrslitakeppninni fyrr en í lokaumferðinni. En Grindvíkingar komu flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn deildarmeisturum Hauka í átta liða úrslitunum. „Ég er ótrúlega stolt af stelpunum og þegar ég var uppi á slysó var ég að horfa á leikinn og hvetja þær áfram og öskraði liggur við þegar þær unnu. Þannig ég er ánægð með þær og stolt af þeim,“ sagði Hulda sem viðurkennir að það sé erfitt að horfa á leikina af hliðarlínunni. „Það er svolítið súrt en eins og ég segi: Ég er stolt af þeim og smá meyr hvað þær eru standa sig.“ Ætla sér alla leið Þrátt fyrir að misjafnlega hafi gengið í vetur segir Hulda að Grindavíkurliðið sé gott og geti gert tímabilið eftirminnilegt. „Klárlega, við erum með hörkuleikmenn og þegar við spilum saman erum við illviðráðanlegar þannig við ætlum bara að reyna að fara alla leið,“ sagði Hulda að lokum en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Grindavík getur tryggt sér sæti í undanúrslitum þegar liðið mætir Haukum í fjórða sinn í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Sjá meira
Hulda sleit krossband í hné í fyrsta leik Grindavíkur og Hauka í átta liða úrslitum Bónus deildarinnar og verður frá keppni næstu mánuðina. „Þetta er ógeðslega fúlt og súrt og ég ætla ekkert að leyna því. Þetta er leiðinlegt en ég mun hvetja liðið mitt áfram á bekknum og klára þetta tímabil,“ sagði Hulda í samtali við Stefán Árna Pálsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Hulda segist strax hafa fundið fyrir miklum sársauka þegar krossbandið gaf sig. Tekur sér sinn tíma „Þetta var ógeðslega vont en mér brá bara. Smellurinn var svo mikill. Þetta var sjokk hjá mér,“ sagði Hulda. Við tekur löng endurhæfing hjá henni. „Ég vil ekki setja neinn tímaramma á mig. Ég ætla bara að taka minn tíma. Ég fer í aðgerð í maí svo verð ég bara að sjá hvernig ég verð.“ Grindavík endaði í 8. sæti Bónus deildarinnar og tryggði sér ekki sæti í úrslitakeppninni fyrr en í lokaumferðinni. En Grindvíkingar komu flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn deildarmeisturum Hauka í átta liða úrslitunum. „Ég er ótrúlega stolt af stelpunum og þegar ég var uppi á slysó var ég að horfa á leikinn og hvetja þær áfram og öskraði liggur við þegar þær unnu. Þannig ég er ánægð með þær og stolt af þeim,“ sagði Hulda sem viðurkennir að það sé erfitt að horfa á leikina af hliðarlínunni. „Það er svolítið súrt en eins og ég segi: Ég er stolt af þeim og smá meyr hvað þær eru standa sig.“ Ætla sér alla leið Þrátt fyrir að misjafnlega hafi gengið í vetur segir Hulda að Grindavíkurliðið sé gott og geti gert tímabilið eftirminnilegt. „Klárlega, við erum með hörkuleikmenn og þegar við spilum saman erum við illviðráðanlegar þannig við ætlum bara að reyna að fara alla leið,“ sagði Hulda að lokum en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Grindavík getur tryggt sér sæti í undanúrslitum þegar liðið mætir Haukum í fjórða sinn í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Sjá meira