Postecoglou: Það er leki í félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2025 17:30 Ange Postecoglou er allt annað en sáttur með að mótherjar Tottenham Hotspur séu að fá upplýsingar um lið og leikstíl fyrir leiki. Getty/Richard Pelham Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir engan vafa vera á því að það sé einhver að leka út upplýsingum úr innsta hring hjá félaginu. Postecoglou segir að þetta hafi verið vandamál allt þetta tímabil en hann ræddi lekann á blaðamannafundi fyri leik á móti Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á sunnudaginn. „Það er enginn vafi í mínum augum að það er leki í félaginu. Einhver er að gefa upplýsingar um okkar lið og þetta hefur verið í gangi allt þetta tímabil,“ sagði Ange Postecoglou en breska ríkisútvarpið segir frá. Ange feels he's one step closer to finding the leak that has dogged the club all season 👀 pic.twitter.com/lYakNrlytQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 11, 2025 „Ég veit ekki af hverju. Þetta hjálpar okkur ekki. Við erum að reyna að loka hringnum og komast að því hver þetta sé. Ég hef einhverja hugmynd um það hver gæti verið sökudólgurinn. Við munum síðan taka á þessu,“ sagði Postecoglou. „Þetta gerir allt annað en að hjálpa okkur á leikdögum. Stundum er þetta hálfur sannleikurinn en stundum meira en það. Við viljum samt trúa því að fólkið í okkar félagi sé að vinna með okkur en ekki á móti,“ sagði Postecoglou. Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá Tottenham. Liðið er enn með í Evrópudeildinni í deildinni hefur liðið hrunið niður töfluna í ensku úrvalsdeildinni. Liðið gerði jafntefli í fyrri leiknum á móti Eintracht Frankfurt í gær og spilar síðan deildarleik á sunnudaginn. Seinni leikurinn við Frankfurt er síðan á næsta fimmtudag. „Fimmtudagsleikurinn tók sinn toll og Úlfarnir eru líka krefjandi andstæðingur. Þetta mun snúast um að passa upp á mínúturnar hjá einhverjum leikmönnum en einnig að fá mínútur fyrir aðra,“ sagði Postecoglou. „Við þurfum að fá góðan leik og bjóða upp á góða frammistöðu á sunnudaginn. Ferskar fætur munu hjálpa en við erum einnig að horfa til næsta fimmtudags. Þetta er ekki um það að hvíla menn heldur snýst þetta um að menn mæti tilbúnir,“ sagði Postecoglou. Tottenham er í fjórtánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með 37 stig. Úlfarnir eru í sautjánda sæti tólf stigum frá fallsæti. Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Postecoglou segir að þetta hafi verið vandamál allt þetta tímabil en hann ræddi lekann á blaðamannafundi fyri leik á móti Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á sunnudaginn. „Það er enginn vafi í mínum augum að það er leki í félaginu. Einhver er að gefa upplýsingar um okkar lið og þetta hefur verið í gangi allt þetta tímabil,“ sagði Ange Postecoglou en breska ríkisútvarpið segir frá. Ange feels he's one step closer to finding the leak that has dogged the club all season 👀 pic.twitter.com/lYakNrlytQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 11, 2025 „Ég veit ekki af hverju. Þetta hjálpar okkur ekki. Við erum að reyna að loka hringnum og komast að því hver þetta sé. Ég hef einhverja hugmynd um það hver gæti verið sökudólgurinn. Við munum síðan taka á þessu,“ sagði Postecoglou. „Þetta gerir allt annað en að hjálpa okkur á leikdögum. Stundum er þetta hálfur sannleikurinn en stundum meira en það. Við viljum samt trúa því að fólkið í okkar félagi sé að vinna með okkur en ekki á móti,“ sagði Postecoglou. Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá Tottenham. Liðið er enn með í Evrópudeildinni í deildinni hefur liðið hrunið niður töfluna í ensku úrvalsdeildinni. Liðið gerði jafntefli í fyrri leiknum á móti Eintracht Frankfurt í gær og spilar síðan deildarleik á sunnudaginn. Seinni leikurinn við Frankfurt er síðan á næsta fimmtudag. „Fimmtudagsleikurinn tók sinn toll og Úlfarnir eru líka krefjandi andstæðingur. Þetta mun snúast um að passa upp á mínúturnar hjá einhverjum leikmönnum en einnig að fá mínútur fyrir aðra,“ sagði Postecoglou. „Við þurfum að fá góðan leik og bjóða upp á góða frammistöðu á sunnudaginn. Ferskar fætur munu hjálpa en við erum einnig að horfa til næsta fimmtudags. Þetta er ekki um það að hvíla menn heldur snýst þetta um að menn mæti tilbúnir,“ sagði Postecoglou. Tottenham er í fjórtánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með 37 stig. Úlfarnir eru í sautjánda sæti tólf stigum frá fallsæti.
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira