Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. apríl 2025 12:51 Baldur Þórhallsson segir nauðsynlegt að horfa til þess að þrjú stórveldi; Bandaríkin, Kína og Rússland, séu í auknum mæli að skipta heiminum á milli sín í áhrifasvæði. Vísir/Vilhelm Íslendingar munu líklega ekki eiga þann valkost að færa sig af áhrifasvæði Bandaríkjanna segir prófessor í stjórnmálafræði. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera nýtt áhættumat áður en stefna í öryggis- og varnarmálum sé mótuð. Varnarsamningur virðist veita Bandaríkjamönnum ansi frjálsar hendur hér á landi. Ráðstefna um alþjóðasamvinnu á krossgötum stendur yfir í Norræna húsinu í dag þar sem sérfræðingar úr ýmsum áttum ræða stöðu Íslands í breyttri heimsmynd. Þar sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nauðsynlegt að horfa til þess að þrjú stórveldi; Bandaríkin, Kína og Rússland, séu í auknum mæli að skipta heiminum á milli sín í áhrifasvæði. Þar geri Bandaríkin kröfu um yfirráð í sínu nærumhverfi, líkt og sannast hefur í málefnum Grænlands. Ríki Evrópu séu að þétta raðirnar og geti orðið valkostur fyrir Ísland í átökum stórveldanna. „Að þessu sögðu vaknar spurningin um hvort Bandaríkin muni gefa okkur og Íslandi þann valkost að færa sig af áhrifasvæði þess og yfir á áhrifasvæði Evrópusambandsins og bandalagsríkja þess. Ég tel það mjög ólíklegt og held að við munum ekki eiga þann valkost. Og við verðum á áhrifasvæði Bandaríkjanna svo lengi sem þau telja að við séum á áhrifasvæði þeirra,“ sagði Baldur. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, í nýlegri og umdeildri heimsókn sinni til Grænlands.vísir/AP Hann telur að tryggja þurfi stoðir varnarsamvinnu Evrópumegin þannig að enginn vafi leiki á því að Íslendingar séu bæði á áhrifasvæði Bandaríkjanna og Evrópu. „Þannig við verðum jafn mikilvæg í vörnum bæði Evrópuríkja og Bandaríkjanna. Það held ég að gæti styrkt varnir okkar verulega í framtíðinni.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir benti á að áhættumat hafi verið gert í sinni tíð sem utanríkisráðherra eftir brotthvarf Bandaríkjahers vegna breyttrar stöðu. Það þurfi einnig að gera nú í ljósi breyttrar heimsmyndar.Vísir/Einar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur nauðysnlegt að gera nýtt áhættumat áður en ný stefna verður mótuð í öryggis- og vernarmálum. Ekki sé hægt að neita því að Íslendingar séu á áhrifasvæði Bandaríkjanna. „Við verðum að hugsa um hvers konar varnir erum við að tala um. Hvernig varnir þurfum við, hverju þurfum við að verjast og hverjum. Við getum ekki bara horft á heimsmynd gærdagsins og miðað varnarviðbörð og pólitík út frá því,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ekki sé hægt að neita því að Ísland sé innan áhrifasvæði Bandaríkjanna. „Bara landfræðilega og hvernig við erum staðsett gerir það að verkum. Þess vegna þurfum við að skoða hvað það þýðir og hvað getur það falið í sér. Hversu mikið þeir geta hreiðrað um sig hér ef þeim sýnist svo.“ Frá heimsókn Vance til Grænlands.vísir/AP Í þeim breytingum sem gerðar voru á varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna árið 2017 sé meðal annrs rætt um að Íslendingum beri skylda til þess að tryggja þeim starfsaðstöðu hér á landi, líkt og fjallað var um í Kveik á dögunum. „Mér sýnist að samningurinn feli það í sér að þeir geti haft ansi frjálsar hendur með það hvað þeir geti komið hingað með mikinn mannafla eða styrk og tekið mikið svæði,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún vísaði til orðræðu rússneskra stjórnvalda um að fullvalda ríki séu einungis þau sem geti varið fullveldi sitt. „Þetta er það sama og Trump er að segja, þegar Trump er að tala um Grænland og Kanada og að segja að Bandaríkin geti farið sínu fram af því það er í þágu hagsmuna þeirra, í þágu varnarhagsmuna heimsins. Þetta er ný heimsmynd. Þess vegna þurfum við að hugsa vel hvernig við skilgreinum okkar stöðu og hagsmuni.“ Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grænland Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Ráðstefna um alþjóðasamvinnu á krossgötum stendur yfir í Norræna húsinu í dag þar sem sérfræðingar úr ýmsum áttum ræða stöðu Íslands í breyttri heimsmynd. Þar sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nauðsynlegt að horfa til þess að þrjú stórveldi; Bandaríkin, Kína og Rússland, séu í auknum mæli að skipta heiminum á milli sín í áhrifasvæði. Þar geri Bandaríkin kröfu um yfirráð í sínu nærumhverfi, líkt og sannast hefur í málefnum Grænlands. Ríki Evrópu séu að þétta raðirnar og geti orðið valkostur fyrir Ísland í átökum stórveldanna. „Að þessu sögðu vaknar spurningin um hvort Bandaríkin muni gefa okkur og Íslandi þann valkost að færa sig af áhrifasvæði þess og yfir á áhrifasvæði Evrópusambandsins og bandalagsríkja þess. Ég tel það mjög ólíklegt og held að við munum ekki eiga þann valkost. Og við verðum á áhrifasvæði Bandaríkjanna svo lengi sem þau telja að við séum á áhrifasvæði þeirra,“ sagði Baldur. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, í nýlegri og umdeildri heimsókn sinni til Grænlands.vísir/AP Hann telur að tryggja þurfi stoðir varnarsamvinnu Evrópumegin þannig að enginn vafi leiki á því að Íslendingar séu bæði á áhrifasvæði Bandaríkjanna og Evrópu. „Þannig við verðum jafn mikilvæg í vörnum bæði Evrópuríkja og Bandaríkjanna. Það held ég að gæti styrkt varnir okkar verulega í framtíðinni.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir benti á að áhættumat hafi verið gert í sinni tíð sem utanríkisráðherra eftir brotthvarf Bandaríkjahers vegna breyttrar stöðu. Það þurfi einnig að gera nú í ljósi breyttrar heimsmyndar.Vísir/Einar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur nauðysnlegt að gera nýtt áhættumat áður en ný stefna verður mótuð í öryggis- og vernarmálum. Ekki sé hægt að neita því að Íslendingar séu á áhrifasvæði Bandaríkjanna. „Við verðum að hugsa um hvers konar varnir erum við að tala um. Hvernig varnir þurfum við, hverju þurfum við að verjast og hverjum. Við getum ekki bara horft á heimsmynd gærdagsins og miðað varnarviðbörð og pólitík út frá því,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ekki sé hægt að neita því að Ísland sé innan áhrifasvæði Bandaríkjanna. „Bara landfræðilega og hvernig við erum staðsett gerir það að verkum. Þess vegna þurfum við að skoða hvað það þýðir og hvað getur það falið í sér. Hversu mikið þeir geta hreiðrað um sig hér ef þeim sýnist svo.“ Frá heimsókn Vance til Grænlands.vísir/AP Í þeim breytingum sem gerðar voru á varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna árið 2017 sé meðal annrs rætt um að Íslendingum beri skylda til þess að tryggja þeim starfsaðstöðu hér á landi, líkt og fjallað var um í Kveik á dögunum. „Mér sýnist að samningurinn feli það í sér að þeir geti haft ansi frjálsar hendur með það hvað þeir geti komið hingað með mikinn mannafla eða styrk og tekið mikið svæði,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún vísaði til orðræðu rússneskra stjórnvalda um að fullvalda ríki séu einungis þau sem geti varið fullveldi sitt. „Þetta er það sama og Trump er að segja, þegar Trump er að tala um Grænland og Kanada og að segja að Bandaríkin geti farið sínu fram af því það er í þágu hagsmuna þeirra, í þágu varnarhagsmuna heimsins. Þetta er ný heimsmynd. Þess vegna þurfum við að hugsa vel hvernig við skilgreinum okkar stöðu og hagsmuni.“
Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grænland Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira