Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Jón Þór Stefánsson skrifar 11. apríl 2025 11:27 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á myrku dansgólfi á balli á Vesturlandi árið 2023. Getty Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað mann af ákæru um líkamsárás. Honum var gefið að sök að slá annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að gleraugu mannsins brotnuðu. Sá sem varð fyrir högginu fékk gler í auga og varð fyrir varanlegri sjónskerðingu. Dómurinn taldi manninn hafðan fyrir rangri sök. Atvikið sem málið varðar átti sér stað á balli á Vesturlandi árið 2023. „Hann fékk skurði á efra og neðra augnlok, horn himna augans skarst í sundur, lithimna augans skaddaðist á stóru svæði og hann varð fyrir skerðingu á sjón,“ segir í ákæru um áverkann á auganu. Í dómi héraðsdóms segir að það verði að hafa í huga að atvikið hafi átt sér stað á myrku dansgólfi þar sem margir voru og óljósar stympingar urðu. Dómurinn segir að hægt sé að slá því á föstu að maðurinn sem varð fyrir sjónskerðingunni og einhverjir aðrir hefðu átt í átökum áður en meint árás átti sér stað. Slagsmál á balli Fyrir dómi sagði sá sem varð fyrir sjónskerðingunni að umrætt kvöld hefði hann ýtt manni sem hefði reynt að skalla vin hans. Þá hefði sá grunaði reynt að kýla hann í andlitið. Hann sagðist þó ekki hafa séð höggið kom og ekki vitað með vissu hver veitti það fyrr en eftirá. Hann lýsti þó manninum sem var ákærður sem geranda. Hinn grunaði viðurkenndi fyrir dómi að hafa veitt manninum högg, en var skýr um það að það hefði lent á öxl mannsins, eða rétt fyrir ofan. Aðrir hefðu hins vegar veitt fleiri högg. Hann taldi höggið sitt ekki hafa valdið áverkanum. Það var mat dómsins að framburður meints árásarmanns hefði verið trúverðugur og fengi stoð í öðrum gögnum málsins. Í dómnum segir að enginn framburður, hvorki þess sem varð fyrir árásinni né annarra vitna, sé á þá leið að hinn grunaði hefði veitt höggið sem um ræður. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Lýsing um aflitað hár og eldingarbuxur passi ekki Tvö vitni lýstu árásarmanninum sem grönnum manni með ljóst aflitað hár. Þá hefði hann verið í buxum með eldingarmyndstri. Annað vitni sagðist ekki viss um hvort hinn grunaði eða enn annar maður, sem verður hér eftir kallaður þriðji maðurinn, hefði framið árásina. Hann sagði fyrir dómi að hann teldi framburð sinn hjá lögreglu áreiðanlegri, en þá sagðist hann hafa séð þriðja manninn lyfta hægri hendi á loft og kýla manninn með krepptum hnefa í augað. Hann greindi frá nafni þriðja mannsins og sagði hann hafa vera grannvaxinn og með aflitað ljóst hár. Í dómnum segir að sú lýsing passi ekki við hinn grunaða. Fyrir liggi upptaka frá kvöldinu sem sýndi grunaða manninn umrætt kvöld. Enn annað vitni sagði ómögulegt að hinn grunaði hefði kýlt manninn miðað við staðsetningu hans í átökunum. Dómurinn taldi ekki sannað að grunaði maðurinn hefði gerst sekur um árásina og sýknaði hann þar af leiðandi. Dómsmál Næturlíf Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað á balli á Vesturlandi árið 2023. „Hann fékk skurði á efra og neðra augnlok, horn himna augans skarst í sundur, lithimna augans skaddaðist á stóru svæði og hann varð fyrir skerðingu á sjón,“ segir í ákæru um áverkann á auganu. Í dómi héraðsdóms segir að það verði að hafa í huga að atvikið hafi átt sér stað á myrku dansgólfi þar sem margir voru og óljósar stympingar urðu. Dómurinn segir að hægt sé að slá því á föstu að maðurinn sem varð fyrir sjónskerðingunni og einhverjir aðrir hefðu átt í átökum áður en meint árás átti sér stað. Slagsmál á balli Fyrir dómi sagði sá sem varð fyrir sjónskerðingunni að umrætt kvöld hefði hann ýtt manni sem hefði reynt að skalla vin hans. Þá hefði sá grunaði reynt að kýla hann í andlitið. Hann sagðist þó ekki hafa séð höggið kom og ekki vitað með vissu hver veitti það fyrr en eftirá. Hann lýsti þó manninum sem var ákærður sem geranda. Hinn grunaði viðurkenndi fyrir dómi að hafa veitt manninum högg, en var skýr um það að það hefði lent á öxl mannsins, eða rétt fyrir ofan. Aðrir hefðu hins vegar veitt fleiri högg. Hann taldi höggið sitt ekki hafa valdið áverkanum. Það var mat dómsins að framburður meints árásarmanns hefði verið trúverðugur og fengi stoð í öðrum gögnum málsins. Í dómnum segir að enginn framburður, hvorki þess sem varð fyrir árásinni né annarra vitna, sé á þá leið að hinn grunaði hefði veitt höggið sem um ræður. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Lýsing um aflitað hár og eldingarbuxur passi ekki Tvö vitni lýstu árásarmanninum sem grönnum manni með ljóst aflitað hár. Þá hefði hann verið í buxum með eldingarmyndstri. Annað vitni sagðist ekki viss um hvort hinn grunaði eða enn annar maður, sem verður hér eftir kallaður þriðji maðurinn, hefði framið árásina. Hann sagði fyrir dómi að hann teldi framburð sinn hjá lögreglu áreiðanlegri, en þá sagðist hann hafa séð þriðja manninn lyfta hægri hendi á loft og kýla manninn með krepptum hnefa í augað. Hann greindi frá nafni þriðja mannsins og sagði hann hafa vera grannvaxinn og með aflitað ljóst hár. Í dómnum segir að sú lýsing passi ekki við hinn grunaða. Fyrir liggi upptaka frá kvöldinu sem sýndi grunaða manninn umrætt kvöld. Enn annað vitni sagði ómögulegt að hinn grunaði hefði kýlt manninn miðað við staðsetningu hans í átökunum. Dómurinn taldi ekki sannað að grunaði maðurinn hefði gerst sekur um árásina og sýknaði hann þar af leiðandi.
Dómsmál Næturlíf Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira