„Ég get ekki sagt að ég hafi átt bestu vikuna,“ skrifaði Rúrik á Instagram í gærkvöldi og birti með færslunni mynd af mismunandi lyfjum, þar á meðal verkja- og sýklalyfjum, auk magasýrutaflna.
Sýkingin varð til þess að hann þurfti að fara í hálskirtlatöku og dvaldi eina nótt á sjúkrahúsi eftir aðgerðina.
„Eina leiðin er upp á við héðan í frá,“ skrifaði hann við mynd af sér í sjúkrarúmi og þakkaði jafnframt öllum fyrir fallegar kveðjur.


