Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. apríl 2025 19:00 Sérsveitin á vettvangi. Mynd úr safni. vísir/vilhelm Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítillega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi. Hættumat helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, en þó segir að ógnin hafi aukist lítillega. Þar segir að helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í áróður hægri öfga. Sérstakt áhyggjuefni sé innræting hægri öfgahyggju á netinu. Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum og miðlum þar sem hvatt er til hryðjuverka. „Þarna erum við að tala um spjallþræði, lokuð samskiptaforrit þar sem menn eru tala sín á milli, jafnvel opin forrit. Við sjáum bara að það er virkni og hún er mismunandi frá hverjum tíma. Við höfum séð frumkvæði. Við höfum séð umræður um ýmislegt í þessum hópum. Þar sem menn eru að velta fyrir sér hvað sé hægt að gera í þeirri stöðu sem þeir sjá á íslensku samfélagi,“ segir Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Jafnframt bjóði framfarir gervigreindar upp á auknar áskoranir. „Við sjáum til dæmis bara sprengihótanir sem lögreglunni berast. Þetta verður sífellt betra. Erfiðara að sjá hvort það sé verið að nýta gervigreind eða þá að það sé einhver að skrifa á íslensku sem kann það ekki.“ Ráðamenn og opinberar persónur hafi ástæðu til að huga að sínum öryggismálum. „Ekki bara tengt hryðjuverkum en líka tengt öðrum þáttum í öryggi þeirra. Bregðast við þessari nýju heimsmynd sem er uppi þessa daganna og mánuðina og árin, sérstaklega í vestrænu samfélagi.“ Er ólíklegt að hættustigið verði lækkað miðað við núverandi heimsmynd? „Heimsmyndin eins og hún er í dag er náttúrulega mjög erfið. Staðan er mjög erfið í mjög mörgum málaflokkum. Þannig að út frá því held ég að það sé ólíklegt en það er alltaf möguleiki.“ Lögreglumál Lögreglan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi. Hættumat helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, en þó segir að ógnin hafi aukist lítillega. Þar segir að helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í áróður hægri öfga. Sérstakt áhyggjuefni sé innræting hægri öfgahyggju á netinu. Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum og miðlum þar sem hvatt er til hryðjuverka. „Þarna erum við að tala um spjallþræði, lokuð samskiptaforrit þar sem menn eru tala sín á milli, jafnvel opin forrit. Við sjáum bara að það er virkni og hún er mismunandi frá hverjum tíma. Við höfum séð frumkvæði. Við höfum séð umræður um ýmislegt í þessum hópum. Þar sem menn eru að velta fyrir sér hvað sé hægt að gera í þeirri stöðu sem þeir sjá á íslensku samfélagi,“ segir Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Jafnframt bjóði framfarir gervigreindar upp á auknar áskoranir. „Við sjáum til dæmis bara sprengihótanir sem lögreglunni berast. Þetta verður sífellt betra. Erfiðara að sjá hvort það sé verið að nýta gervigreind eða þá að það sé einhver að skrifa á íslensku sem kann það ekki.“ Ráðamenn og opinberar persónur hafi ástæðu til að huga að sínum öryggismálum. „Ekki bara tengt hryðjuverkum en líka tengt öðrum þáttum í öryggi þeirra. Bregðast við þessari nýju heimsmynd sem er uppi þessa daganna og mánuðina og árin, sérstaklega í vestrænu samfélagi.“ Er ólíklegt að hættustigið verði lækkað miðað við núverandi heimsmynd? „Heimsmyndin eins og hún er í dag er náttúrulega mjög erfið. Staðan er mjög erfið í mjög mörgum málaflokkum. Þannig að út frá því held ég að það sé ólíklegt en það er alltaf möguleiki.“
Lögreglumál Lögreglan Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira