Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 17:12 Andrew Tate fyrir utan dómshúsið í Búkarest. AP/Andreea Alexandru Andrew Tate beindi byssu að andliti konu og skipaði henni að hlýða sér eða annars gjalda fyrir það. Þetta segir ein af fjórum breskum konum sem kært hafa áhrifavaldinn. Atvikinu er lýst í dómskjölum sem eru sögð innihalda ítarlegar lýsingar á nauðgunum, líkamsárásum og þvingunarstjórn. Ein kona sakar Tate um að hóta að drepa sig og önnur segir hann hafa tjáð henni að hann myndi drepa hvern þann sem myndi tala við hana. Þá segir sú þriðja Tate hafa fullyrt að hann hafi áður myrt fólk. Tate hafnar ásökununum og kallar þær „lygar“ og „grófan uppspuna“. Hann hefur sjálfur lýst sér sem kvenhatara. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og fjallar ítarlega um ásakanirnar. Refsimál og einkamál hafa einnig verið höfðuð gegn Tate í Bandaríkjunum og Rúmeníu. Störfuðu hjá Tate Áðurnefnt einkamál í Bretlandi varðar atvik sem konurnar fjórar segja að hafi átt sér stað í Luton og Hitchin í Englandi á árunum 2013 til 2015. Tvær kvennanna unnu fyrir vefmyndavélafyrirtæki Tate árið 2015 en hinar tvær voru í sambandi með honum árin 2013 og 2014. BBC greinir frá því að Andrew Tate sé meðal annars sakaður um eftirfarandi: Nauðga og kyrkja konu sem var að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið hans árið 2015 Ráðast á aðra konu sem var einnig að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið á sama tíma Kyrkja áðurnefndar konur svo oft að þær fengu rauða bletti á augun en þetta er sagt afleiðing sprunginna háræða og algeng aukaverkun köfnunar Segja við þriðja aðila málsins: „ég er bara að velta því fyrir mér hvort ég eigi að nauðga þér eða ekki“ áður en hann nauðgaði henni og kyrkti hana Kyrkja fjórða aðila málsins á meðan kynlífi stóð þar til hún missti meðvitund, og halda síðan áfram að stunda kynlíf með henni Þrjár kvennanna höfðu áður tilkynnt Tate til lögreglunnar en árið 2019 ákvað breska ákæruvaldið að höfða ekki sakamál. Konurnar fara fram á skaðabætur. Mál Andrew Tate Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. 29. mars 2025 14:31 Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Atvikinu er lýst í dómskjölum sem eru sögð innihalda ítarlegar lýsingar á nauðgunum, líkamsárásum og þvingunarstjórn. Ein kona sakar Tate um að hóta að drepa sig og önnur segir hann hafa tjáð henni að hann myndi drepa hvern þann sem myndi tala við hana. Þá segir sú þriðja Tate hafa fullyrt að hann hafi áður myrt fólk. Tate hafnar ásökununum og kallar þær „lygar“ og „grófan uppspuna“. Hann hefur sjálfur lýst sér sem kvenhatara. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og fjallar ítarlega um ásakanirnar. Refsimál og einkamál hafa einnig verið höfðuð gegn Tate í Bandaríkjunum og Rúmeníu. Störfuðu hjá Tate Áðurnefnt einkamál í Bretlandi varðar atvik sem konurnar fjórar segja að hafi átt sér stað í Luton og Hitchin í Englandi á árunum 2013 til 2015. Tvær kvennanna unnu fyrir vefmyndavélafyrirtæki Tate árið 2015 en hinar tvær voru í sambandi með honum árin 2013 og 2014. BBC greinir frá því að Andrew Tate sé meðal annars sakaður um eftirfarandi: Nauðga og kyrkja konu sem var að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið hans árið 2015 Ráðast á aðra konu sem var einnig að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið á sama tíma Kyrkja áðurnefndar konur svo oft að þær fengu rauða bletti á augun en þetta er sagt afleiðing sprunginna háræða og algeng aukaverkun köfnunar Segja við þriðja aðila málsins: „ég er bara að velta því fyrir mér hvort ég eigi að nauðga þér eða ekki“ áður en hann nauðgaði henni og kyrkti hana Kyrkja fjórða aðila málsins á meðan kynlífi stóð þar til hún missti meðvitund, og halda síðan áfram að stunda kynlíf með henni Þrjár kvennanna höfðu áður tilkynnt Tate til lögreglunnar en árið 2019 ákvað breska ákæruvaldið að höfða ekki sakamál. Konurnar fara fram á skaðabætur.
Mál Andrew Tate Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. 29. mars 2025 14:31 Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. 29. mars 2025 14:31
Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent