Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2025 14:31 Elísabet Gunnarsdóttir með trommukjuðana á lofti eftir sigurinn frábæra gegn Englandi í fyrrakvöld. Getty/Peter De Voecht „Hún barði trommuna í spað!“ sagði Janice Cayman, leikjahæsta landsliðskona Belgíu frá upphafi, um þjálfarann sinn Elísabetu Gunnarsdóttur eftir sigurfögnuðinn mikla á þriðjudagskvöld. Eftir að hafa mátt þola þrjú erfið töp í fyrstu leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Belgíu, þar á meðal grátlegt 3-2 tap gegn heimsmeisturum Spánar, gerði Elísabet sér lítið fyrir og stýrði Belgum til 3-2 sigurs gegn sjálfum Evrópumeisturum Englands á þriðjudaginn. Hún fær lof í belgískum miðlum eftir þennan magnaða sigur og eins frá leikmönnum sínum, nú þegar Belgía á enn möguleika á að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Eftir sigurinn stal Elísabet svo senunni á Den Dreef leikvanginum í Leuven þegar hún stóð fyrir víkingaklappi með leikmönnum og stuðningsmönnum, og barði sjálf trommuna af myndarbrag eins og sýnt var frá á Instagram-síðu belgíska landsliðsins. View this post on Instagram A post shared by Belgian Red Flames (@belgianredflames) Í frétt belgíska miðilsins Sporza segir að Elísabet geti virst frekar köld og lokuð en „í raun og veru er hún mjög ástríðufull,“ segir fyrrnefnd Cayman. „Elísabet sá um að undirbúa okkur hundrað prósent með ræðunum sínum. Hún fékk ekki auðvelda byrjun en ég er virkilega heilluð. Hún er með sterkan persónuleika, mikla reynslu og kemur með eitthvað nýtt fyrir okkur. Við getum allar lært af henni,“ sagði Cayman. Aline Zeler, stjóri hjá OH Leuven og fyrrverandi landsliðskona, tekur í sama streng. „Hún leyfir nýjum leikmönnum að spreyta sig og gefur sér tíma til að kynnast öllum efnilegu leikmönnunum sem Belgía á,“ segir Zeler og bætir við: „Hún er öguð en kann líka að hafa gaman. Hún er í mjög góðu sambandi við stuðningsmenn. Miðað við samtöl mín við leikmenn þá sé ég að hún hefur haft mjög jákvæð áhrif á hópinn.“ „Þetta var mjög gaman og ég nýt þess að sjá leikmenn mína brosa,“ sagði Elísabet sjálf við Sporza. „Við lögðum hart að okkur til að uppskera svona. Á lokakaflanum sýndum við sterkt hugarfar eftir tapið gegn Spáni. Ég er glöð yfir að við skyldum ná að klára dæmið í þetta sinn,“ sagði Elísabet. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Eftir að hafa mátt þola þrjú erfið töp í fyrstu leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Belgíu, þar á meðal grátlegt 3-2 tap gegn heimsmeisturum Spánar, gerði Elísabet sér lítið fyrir og stýrði Belgum til 3-2 sigurs gegn sjálfum Evrópumeisturum Englands á þriðjudaginn. Hún fær lof í belgískum miðlum eftir þennan magnaða sigur og eins frá leikmönnum sínum, nú þegar Belgía á enn möguleika á að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Eftir sigurinn stal Elísabet svo senunni á Den Dreef leikvanginum í Leuven þegar hún stóð fyrir víkingaklappi með leikmönnum og stuðningsmönnum, og barði sjálf trommuna af myndarbrag eins og sýnt var frá á Instagram-síðu belgíska landsliðsins. View this post on Instagram A post shared by Belgian Red Flames (@belgianredflames) Í frétt belgíska miðilsins Sporza segir að Elísabet geti virst frekar köld og lokuð en „í raun og veru er hún mjög ástríðufull,“ segir fyrrnefnd Cayman. „Elísabet sá um að undirbúa okkur hundrað prósent með ræðunum sínum. Hún fékk ekki auðvelda byrjun en ég er virkilega heilluð. Hún er með sterkan persónuleika, mikla reynslu og kemur með eitthvað nýtt fyrir okkur. Við getum allar lært af henni,“ sagði Cayman. Aline Zeler, stjóri hjá OH Leuven og fyrrverandi landsliðskona, tekur í sama streng. „Hún leyfir nýjum leikmönnum að spreyta sig og gefur sér tíma til að kynnast öllum efnilegu leikmönnunum sem Belgía á,“ segir Zeler og bætir við: „Hún er öguð en kann líka að hafa gaman. Hún er í mjög góðu sambandi við stuðningsmenn. Miðað við samtöl mín við leikmenn þá sé ég að hún hefur haft mjög jákvæð áhrif á hópinn.“ „Þetta var mjög gaman og ég nýt þess að sjá leikmenn mína brosa,“ sagði Elísabet sjálf við Sporza. „Við lögðum hart að okkur til að uppskera svona. Á lokakaflanum sýndum við sterkt hugarfar eftir tapið gegn Spáni. Ég er glöð yfir að við skyldum ná að klára dæmið í þetta sinn,“ sagði Elísabet.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira